Leifur gröfustjóri mætti með risaávísun og keypti landsliðsmarkvörðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 10:02 Leifur Guðjónsson á tali við Guðjón Guðmundsson. S2 Sport Gaupi var á ferðinni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi og að þessu sinni var hann kom til Mosfellsbæjar til að hitta mikilvæga menn sem vinna á bak við tjöldin hjá Olís deildar liði Aftureldingar. „Sjálfboðaliðarnir í Olís deild karla í handbolta skipta mikli máli og sumir hverjir hafa verið lengi að. Leifur gröfustjóri í Mosfellsbænum er búinn að vera í átján ár, ótrúlegt eintak. Sumir segja eina eintakið í Mosfellbænum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi innslagsins síns, Eina, í gær. Gaupi vildi vita hvers vegna menn gefa kost á sér í svona sjálfboðastarf. Ég vil skila einhverju til baka hérna „Þetta er ómetanlegur áhugi hjá mér. Ég hef verið í handboltanum síðan ég man eftir mér og ég vil skila einhverju til baka hérna. Ég er líka í gríðarlega skemmtilegum félagsskap í kringum þetta,“ sagði Leifur Guðjónsson. Guðjón segir frá því að Leifur hafi farið í Hafnarfjörð árið 1997 með ávísun upp á níu hundruð þúsund krónur og að hann hafi keypt með því Bergsvein Bergsveinsson, þáverandi landsliðsmarkvörð. Klippa: Seinni bylgjan: Mennirnir á bak við tjöldin hjá Aftureldingu Leifur svaraði játandi en Gaupi vildi vita meira um málið. Einn kjúklingur sendur með tékkann „Það var einn kjúklingur sendur með tékkann og hann var keyptur hingað. Þetta var hitamál og viðkvæmt mál en það endaði mjög vel fyrir okkur,“ sagði Leifur. Bergsveinn átti eftir að hjálpa Aftureldingu að vinna tvöfalt veturinn 1998-99 fyrstu titla félagsins í karlahandboltanum. Liðið vann gamla lið Bergsveins í báðum úrslitaleikjum. „Nú erum við að upplýsa það hvað hann kostaði,“ sagði Guðjón en Leiftur bætti við: „Þú verður bara að uppreikna það. Þetta var 1999,“ sagði Leifur. Gaupi spurði Leif líka út í skoðanir hans á handboltanum því hann hefur þær og lætur í sér heyra. Tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum S2 Sport „Ég tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum og við sjáum þetta nokkuð rétt. Við höfum verið að fara oft yfir þetta og ég held að það sé mikill sannleikur í því,“ sagði Leifur og hann er ekki alltaf sáttur með dómarana. „Nei, langt frá því. Það er ágætt að einhver veiti þeim aðhald og geti sagt þeim til,“ sagði Leifur. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs í Mosfellsbæ og fyrrum formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, segir að menn eins og Leifur séu ómissandi. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum „Leifur er okkar traustasti maður og er örugglega búinn að vera í kringum þetta í tuttugu ár. Það er ekki til neitt sem heitir nei hjá Leibba. Það er bara við reddum þessu og svoleiðis menn eru bara nauðsynlegir í svona sjálfboðaliðastarf eins og við erum að reka hérna,“ sagði Ásgeir. Ingi Már og Gunnar Ólafur hafa starfið lengi fyrir Aftureldingu.S2 Sport „Hann sér um þetta allt saman. Hann fer í bakaríið, mokar göturnar í Mosfellsbænum og svo er hann blómakóngur í Grímsbæ. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum,“ sagði Ásgeir. Guðjón sagði einnig frá mönnunum á ritaborðinu í Mosfellsbænum sem hafa verið þar í áratugi. „Þeir fundu upp handboltann að eigin sögn,“ sagði Guðjón. „Við erum búnir að vera rúmlega fjörutíu ár og þú sérð engan bilbug á okkur. Við verðum hér alveg þangað til að við förum á elliheimilið,“ sagði Ingi Már, tímavörður en með honum var Gunnar Ólafur. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira
„Sjálfboðaliðarnir í Olís deild karla í handbolta skipta mikli máli og sumir hverjir hafa verið lengi að. Leifur gröfustjóri í Mosfellsbænum er búinn að vera í átján ár, ótrúlegt eintak. Sumir segja eina eintakið í Mosfellbænum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi innslagsins síns, Eina, í gær. Gaupi vildi vita hvers vegna menn gefa kost á sér í svona sjálfboðastarf. Ég vil skila einhverju til baka hérna „Þetta er ómetanlegur áhugi hjá mér. Ég hef verið í handboltanum síðan ég man eftir mér og ég vil skila einhverju til baka hérna. Ég er líka í gríðarlega skemmtilegum félagsskap í kringum þetta,“ sagði Leifur Guðjónsson. Guðjón segir frá því að Leifur hafi farið í Hafnarfjörð árið 1997 með ávísun upp á níu hundruð þúsund krónur og að hann hafi keypt með því Bergsvein Bergsveinsson, þáverandi landsliðsmarkvörð. Klippa: Seinni bylgjan: Mennirnir á bak við tjöldin hjá Aftureldingu Leifur svaraði játandi en Gaupi vildi vita meira um málið. Einn kjúklingur sendur með tékkann „Það var einn kjúklingur sendur með tékkann og hann var keyptur hingað. Þetta var hitamál og viðkvæmt mál en það endaði mjög vel fyrir okkur,“ sagði Leifur. Bergsveinn átti eftir að hjálpa Aftureldingu að vinna tvöfalt veturinn 1998-99 fyrstu titla félagsins í karlahandboltanum. Liðið vann gamla lið Bergsveins í báðum úrslitaleikjum. „Nú erum við að upplýsa það hvað hann kostaði,“ sagði Guðjón en Leiftur bætti við: „Þú verður bara að uppreikna það. Þetta var 1999,“ sagði Leifur. Gaupi spurði Leif líka út í skoðanir hans á handboltanum því hann hefur þær og lætur í sér heyra. Tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum S2 Sport „Ég tel okkur í stúkunni vera með betri dómurum og við sjáum þetta nokkuð rétt. Við höfum verið að fara oft yfir þetta og ég held að það sé mikill sannleikur í því,“ sagði Leifur og hann er ekki alltaf sáttur með dómarana. „Nei, langt frá því. Það er ágætt að einhver veiti þeim aðhald og geti sagt þeim til,“ sagði Leifur. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs í Mosfellsbæ og fyrrum formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, segir að menn eins og Leifur séu ómissandi. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum „Leifur er okkar traustasti maður og er örugglega búinn að vera í kringum þetta í tuttugu ár. Það er ekki til neitt sem heitir nei hjá Leibba. Það er bara við reddum þessu og svoleiðis menn eru bara nauðsynlegir í svona sjálfboðaliðastarf eins og við erum að reka hérna,“ sagði Ásgeir. Ingi Már og Gunnar Ólafur hafa starfið lengi fyrir Aftureldingu.S2 Sport „Hann sér um þetta allt saman. Hann fer í bakaríið, mokar göturnar í Mosfellsbænum og svo er hann blómakóngur í Grímsbæ. Þessi maður er með endalausar kápur á herðunum,“ sagði Ásgeir. Guðjón sagði einnig frá mönnunum á ritaborðinu í Mosfellsbænum sem hafa verið þar í áratugi. „Þeir fundu upp handboltann að eigin sögn,“ sagði Guðjón. „Við erum búnir að vera rúmlega fjörutíu ár og þú sérð engan bilbug á okkur. Við verðum hér alveg þangað til að við förum á elliheimilið,“ sagði Ingi Már, tímavörður en með honum var Gunnar Ólafur. Það má sjá allt innslagið hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira