Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2021 08:09 Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. „Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
„Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00