Útilokar ekki að „breyta um taktík“ virki bóluefnin á omíkron-afbrigðið Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2021 08:09 Þórólfur Guðnason segir að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki útiloka að hann „breyti um taktík“, sýni niðurstöður fram á að bóluefni virki á omíkron-afbrigði veirunnar. „Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Það getur vel verið . Við þurfum alltaf að nota nýjustu upplýsingar sem við höfum í það plan sem við erum með. Sérstaklega þegar við erum að sjá að þriðja sprautan virkar svona vel, níutíu prósent betri en sprauta tvö, og þá held ég að við eigum að nýta okkur það, svo sannarlega.“ Þetta sagði Þórólfur í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Kom þar fram að þrettán hafi nú greinst með hið svokallaða omíkron-afbrigði veirunnar hér á landi. Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig útbreiðslan á omíkron-afbrigðinu verði í heiminum. „Ef verndin af fyrra smiti og bólusetningum er ekkert sérstaklega góð, þá má alveg búast við að þetta afbrigði taki bara yfir og ryðji delta í burtu og taki yfir. En við vitum það ekki ennþá.“ Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Lægra nýgengi Þórólfur segir að við Íslendingar séum nú farnir að finna fyrir lægra nýgengi smita. „Það er fín kúrfa inni á covid.is um bólusetta fullorðna, óbólusetta og svo framvegis þannig að það má sjá glöggt þar muninn á nýgenginu og líkunum á því að bólusettir eða óbólusettir smitist. Sérstaklega örvunarskammturinn virðist virka mjög vel. Við erum að fá nákvæmlega sömu útreikninga, tölur og niðurstöður og koma erlendis frá. Svo er auðvitað spurning: Hvað endist þessi vernd lengi? Það vitum við ekki fullkomlega. Við vonum bara það besta.“ Hann segir að enn eigi eftir að gera helgina upp en að um hundrað hafi greinst á dag. „Þannig að við erum að mjaka okkur hægt og bítandi niður. En eins og venjulega megum við búast við fleiri tilfellum í dag og kannski á morgun. Vonandi höldum við áfram að skríða niður kúrfuna. Ég vona það og vona að þetta nýja, blessaða afbrigði fari ekki að stríða okkur.“ Enn beðið eftir niðurstöðum rannsókna um omíkron Sóttvarnalæknir segir of snemmt að draga einhverjar fastmótaðar ályktanir af því hvort fólk fái einhver alvarleg einkenni af omíkron-afbrigðinu eða ekki. „Þetta er rétt í byrjun og eins og við munum þá tekur eina, tvær vikur fyrir fólk sem veikist að fá alvarleg einkenni. Og svo eigum við eftir að fá meiri útbreiðslu til að geta sagt eitthvað um það. Þú sérð það að það eru alvarleg einkenni hjá kannski tveimur prósentum af þeim sem smitast þá tekur það dágóðan tíma að fá nokkra einstaklinga sem eru að veikjast alvarlega. Þetta tekur bara allt sinn tíma. Við erum komin með þrettán með þetta nýja afbrigði og það er enginn, eftir því sem ég veit best, alvarlega veikur. Flestir eru bólusettir og ég vona svo sannanlega að bólusetningin mildi einkennin. Við eigum eftir að sjá það betur í rannsóknum í útlöndum.“ Þórólfur segir að við munum fá niðurstöðu úr rannsóknum um hvort að bóluefni virki á omíkron-afbrigðið í lok þessarar viku eða þeirri næstu. Rannsóknir sem þessar taki vanalega um tvær vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Segir of seint að bregðast við omíkron með takmörkunum Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir. 5. desember 2021 23:00