Suu Kyi, sem er orðin 76 ára gömul, var í morgun sakfelld fyrir að kynda undir mótmælum gegn herforingjastjórninni og fyrir að brjóta sóttvarnareglur vegna heimsfaraldursins.
Suu Kyi var leiðtogi ríkisstjórnar Mjanmar um tíma eftir að herforingjarnir ákváðu að deila völdum með lýðræðislega kjörnum fulltrúum.
Í febrúar skiptu þeir hinsvegar um skoðun og hnepptu Suu Kyi og fleiri leiðtoga í stofufangelsi. Í kjölfarið var hún kærð fyrir margvísleg meint brot, til að mynda spillingu og fyrir kosningasvindl.
Hún gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.