Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 3. desember 2021 22:45 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingar gerðu góða ferð í Vesturbæinn í kvöld þegar þeir unnu KR, 88-108, í Subway-deild karla í körfubolta. Suðurnesjamenn fóru hægt af stað en tóku síðar yfir leikinn. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
„Mér fannst við sóknarlega mjög góðir allan leikinn. Það svona komu bara kaflar þar sem við náðum stoppum og gerðum vel varnarlega en í örugglega 90% af leiknum vorum við slakir varnarlega og að tína manninum okkar trekk í trekk. Mér fannst við gefa Brynjari og þessum gæjum, sem eiga ekkert að fá opin sko, galopin skot og það er eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða,“ sagði Hjalti Þór. Það var augljóst fyrir áhorfandann að Keflavík vildi spila hægari leik en KR. Til að byrja með, líkt og fyrr segir, gekk KR betur í að keyra upp hraða leiksins en með hverri mínútu tóku Keflvíkingar meiri og meiri stjórn. „Já já, við svosem, hlaupa eða ekki hlaupa. Ég meina við getum alveg sett inn lið sem getur hlaupið og við settum það aðeins í fyrsta leikhluta og prufuðum það. Við hlupum aðeins með þeim hérna í lokin á fyrsta leikhluta. Við erum alveg með lið sem getur gert það líka. Svo bara í ‚crunchinu‘ þá bara förum við aftur í okkar leik sem er bara hálfur völlur og leitum að stóru köllunum,“ sagði Hjalti um hraða leiksins. Keflavíkurliðið tóku talsvert fleiri fráköst í leiknum í kvöld og mörg þeirra á mikilvægum tímapunktum. Hjalti var ánægður með stærri leikmenn sína í leiknum. „Allir stóru strákarnir mínir bara gerðu virkilega vel í dag. Þeir voru ‚aggressívir‘ og fóru á eftir öllum lausum boltum. Það skiptir bara ofboðslega miklu máli og sérstaklega á móti svona liði sem getur refsað þér fyrir utan, getur snögghitnað og þú veist aldrei hvað er að koma frá KR-ingunum því þeir eru flottir sóknarmenn og geta hitt ótrúlegustu skotum,“ sagði Hjalti Þór. Framundan eru tveir leikir fyrir jól og svo einn á milli jóla og nýárs. Hjalti segir mikilvægast að sitt lið hugsi bara um það sem þeir þurfa að gera. „Við erum bara að hugsa um okkur sjálfa og við ætlum bara að gera betur á morgun en í dag. Það er bara pælingin hjá okkur að vera bara alltaf að vinna í okkar hlutum sama hvað önnur lið er að gera. Við þurfum að fókusera á okur sjálfa,“ sagði Hjalti Þór að lokum. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-108 | Öruggur sigur gestanna KR tapaði gegn Keflavík á heimavelli sínum, Meistaravöllum, í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld í fyrsta leik liðanna eftir landsleikjahlé, 88-108. Keflvíkingar komu inn í leikinn á góðri hrinu en KR hafði tapað illa fyrir ÍR í síðasta leik sínum fyrir hlé. 3. desember 2021 22:05
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum