Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2021 09:01 Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. Verndun hálendisins Í sáttmálanum kemur fram að engar tilraunir verða gerðar til þess að efla vernd Hálendisins, sem er eitt stærsta og mikilvægasta náttúruverndar- og byggðaþróunarmál síðari ára á Íslandi. Í stað þess að taka heildstætt á verndun á víðernum og náttúru hálendisins á að friða jökla á Hálendinu og fella svæði sem þegar njóta verndar undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta þýðir í raun óbreytt ástand á næstu fjórum árum. Spurð um þetta svaraði forsætisráðherra að andstaðan hefði verið mikil. Það er vissulega rétt. En rannsóknir sýna að fleiri eru fylgjandi áformum um þjóðgarð en á móti. Það hefur alltaf verið vitað að skammtímahagsmunir fárra sem hafa aðrar hugmyndir um verndun hálendisins yrði fyrirstaða sem þyrfti að yfirvinna. Til þess veljum við leiðtoga sem kenna sig við náttúruvernd. Ríkisstjórnin hefur því skilið þetta risastóra náttúruverndarmál eftir í reiðuleysi vegna andstöðu sem alltaf var vitað að yrði til staðar. Umhverfisráðuneytið Nýtt umhverfisráðuneyti verður líka orkumálaráðuneyti sem þýðir að mikil hætta er á því að enginn ráðherra gætir hagsmuna náttúrunnar við ríkisstjórnarborðið. Sá sem hefur það hlutverk á einnig að gegna hlutverki ráðherra virkjana. Spurð út í þetta benti Katrín á að ráðuneytið hefði heitið umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hugsunin hefði verið að ráðuneytið fengist líka við auðlindamál. Það er rétt að því leyti að hugmyndin var að umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti öðrum ráðuneytum aðhald sem færu með málefni nýtingar. Þetta væri þá samtal og samspil ráðuneyti þar sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið færi með málefni nýtingar en rannsóknir og eftirlit með auðlindinni væri hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum Hafrannsóknastofnun sem myndi heyra undir það. Sama átti að gilda um orkumálin; Orkustofnun heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og veitir leyfi til rannsókna og virkjana en umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefði umsjón með verndun landssvæða og rammaáætlun til að greina hvar væri heppilegast að virkja ef sýna mætti fram á með haldbærum rökum að þörf væri fyrir frekari orkuöflun. Nýr stjórnarsáttmáli rýfur þetta samtal algjörlega og setur nýtinguna og verndina á sömu hendi. Forsætisráðherra gat ekki gefið neinar góðar skýringar á þessari breytingu. Sömu sögu er að segja um að skipulagsmálin sem eru nú tekin út úr umhverfisráðuneytinu. Þar með eru rofin tengingin á milli náttúruverndar og skipulagsmála sveitarfélaga. Þeim er komið fyrir í sama ráðuneyti og Vegagerðin; þar eru sem sagt úlfur og lamb sett undir sama þak. Rammaáætlun Rammaáætlun sem er orðin meira en 5 ára gömul, er nú á þingmálaskrá vorþingsins en síðasta ríkisstjórn kaus að leggja rammaáætlun fram á seint á síðasta þingi kjörtímabilsins sem varð til þess að hún var ekki afgreidd. Aðspurð um að rammaáætlun verði stokkuð upp og Alþingi eigi að stækka biðflokk rammaáætlunar þrjú, svaraði forsætisráðherra að Vinstri- græn vildu með þessu að rammaáætlun yrði samþykkt. Vissulega verður að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. En forsenda rammaáætlunar er faglegt mat og Alþingi verður því að beita vönduðum faglegum rökum ef breyta á framkominni uppröðun. Með því að stækka biðflokk án viðunandi röksemdafærslu tekur aðkoma Alþingis að málinu á sig mynd hrossakaupa og inngripa í faglegt ferli. Rammaáætlun er grundvallartæki til þess að verjast þeim gríðarlega fjársterku aðilum sem vilja leggja undir sig íslenska náttúru og spilla henni í sókn sinni að meiri gróða. Útspilið í stjórnarsáttmálinu virðist hrein uppgjöf fyrir þessum öflugu aðilum. Hvar er náttúruverndin? Svör forsætisráðherra í Kastljósi voru því mikil vonbrigði. Náttúruverndarsjónarmiði hafa gengisfallið í framkomnum áformum ríkisstjórnarinnar og útskýringum forsætisráðherra. Forsætisráðherra verður að geta útskýrt viðhorf sín betur en henni tókst í framangreindum þætti og byggja upp traust og trúverðugleika um að mikilvægi náttúruverndar sé tekið alvarlega í hennar nýju ríkisstjórn. Við bíðum og vonum, og verðum á varðbergi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. Verndun hálendisins Í sáttmálanum kemur fram að engar tilraunir verða gerðar til þess að efla vernd Hálendisins, sem er eitt stærsta og mikilvægasta náttúruverndar- og byggðaþróunarmál síðari ára á Íslandi. Í stað þess að taka heildstætt á verndun á víðernum og náttúru hálendisins á að friða jökla á Hálendinu og fella svæði sem þegar njóta verndar undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta þýðir í raun óbreytt ástand á næstu fjórum árum. Spurð um þetta svaraði forsætisráðherra að andstaðan hefði verið mikil. Það er vissulega rétt. En rannsóknir sýna að fleiri eru fylgjandi áformum um þjóðgarð en á móti. Það hefur alltaf verið vitað að skammtímahagsmunir fárra sem hafa aðrar hugmyndir um verndun hálendisins yrði fyrirstaða sem þyrfti að yfirvinna. Til þess veljum við leiðtoga sem kenna sig við náttúruvernd. Ríkisstjórnin hefur því skilið þetta risastóra náttúruverndarmál eftir í reiðuleysi vegna andstöðu sem alltaf var vitað að yrði til staðar. Umhverfisráðuneytið Nýtt umhverfisráðuneyti verður líka orkumálaráðuneyti sem þýðir að mikil hætta er á því að enginn ráðherra gætir hagsmuna náttúrunnar við ríkisstjórnarborðið. Sá sem hefur það hlutverk á einnig að gegna hlutverki ráðherra virkjana. Spurð út í þetta benti Katrín á að ráðuneytið hefði heitið umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hugsunin hefði verið að ráðuneytið fengist líka við auðlindamál. Það er rétt að því leyti að hugmyndin var að umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti öðrum ráðuneytum aðhald sem færu með málefni nýtingar. Þetta væri þá samtal og samspil ráðuneyti þar sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið færi með málefni nýtingar en rannsóknir og eftirlit með auðlindinni væri hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum Hafrannsóknastofnun sem myndi heyra undir það. Sama átti að gilda um orkumálin; Orkustofnun heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og veitir leyfi til rannsókna og virkjana en umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefði umsjón með verndun landssvæða og rammaáætlun til að greina hvar væri heppilegast að virkja ef sýna mætti fram á með haldbærum rökum að þörf væri fyrir frekari orkuöflun. Nýr stjórnarsáttmáli rýfur þetta samtal algjörlega og setur nýtinguna og verndina á sömu hendi. Forsætisráðherra gat ekki gefið neinar góðar skýringar á þessari breytingu. Sömu sögu er að segja um að skipulagsmálin sem eru nú tekin út úr umhverfisráðuneytinu. Þar með eru rofin tengingin á milli náttúruverndar og skipulagsmála sveitarfélaga. Þeim er komið fyrir í sama ráðuneyti og Vegagerðin; þar eru sem sagt úlfur og lamb sett undir sama þak. Rammaáætlun Rammaáætlun sem er orðin meira en 5 ára gömul, er nú á þingmálaskrá vorþingsins en síðasta ríkisstjórn kaus að leggja rammaáætlun fram á seint á síðasta þingi kjörtímabilsins sem varð til þess að hún var ekki afgreidd. Aðspurð um að rammaáætlun verði stokkuð upp og Alþingi eigi að stækka biðflokk rammaáætlunar þrjú, svaraði forsætisráðherra að Vinstri- græn vildu með þessu að rammaáætlun yrði samþykkt. Vissulega verður að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. En forsenda rammaáætlunar er faglegt mat og Alþingi verður því að beita vönduðum faglegum rökum ef breyta á framkominni uppröðun. Með því að stækka biðflokk án viðunandi röksemdafærslu tekur aðkoma Alþingis að málinu á sig mynd hrossakaupa og inngripa í faglegt ferli. Rammaáætlun er grundvallartæki til þess að verjast þeim gríðarlega fjársterku aðilum sem vilja leggja undir sig íslenska náttúru og spilla henni í sókn sinni að meiri gróða. Útspilið í stjórnarsáttmálinu virðist hrein uppgjöf fyrir þessum öflugu aðilum. Hvar er náttúruverndin? Svör forsætisráðherra í Kastljósi voru því mikil vonbrigði. Náttúruverndarsjónarmiði hafa gengisfallið í framkomnum áformum ríkisstjórnarinnar og útskýringum forsætisráðherra. Forsætisráðherra verður að geta útskýrt viðhorf sín betur en henni tókst í framangreindum þætti og byggja upp traust og trúverðugleika um að mikilvægi náttúruverndar sé tekið alvarlega í hennar nýju ríkisstjórn. Við bíðum og vonum, og verðum á varðbergi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun