Hver á að gæta íslenskrar náttúru? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2021 09:01 Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. Verndun hálendisins Í sáttmálanum kemur fram að engar tilraunir verða gerðar til þess að efla vernd Hálendisins, sem er eitt stærsta og mikilvægasta náttúruverndar- og byggðaþróunarmál síðari ára á Íslandi. Í stað þess að taka heildstætt á verndun á víðernum og náttúru hálendisins á að friða jökla á Hálendinu og fella svæði sem þegar njóta verndar undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta þýðir í raun óbreytt ástand á næstu fjórum árum. Spurð um þetta svaraði forsætisráðherra að andstaðan hefði verið mikil. Það er vissulega rétt. En rannsóknir sýna að fleiri eru fylgjandi áformum um þjóðgarð en á móti. Það hefur alltaf verið vitað að skammtímahagsmunir fárra sem hafa aðrar hugmyndir um verndun hálendisins yrði fyrirstaða sem þyrfti að yfirvinna. Til þess veljum við leiðtoga sem kenna sig við náttúruvernd. Ríkisstjórnin hefur því skilið þetta risastóra náttúruverndarmál eftir í reiðuleysi vegna andstöðu sem alltaf var vitað að yrði til staðar. Umhverfisráðuneytið Nýtt umhverfisráðuneyti verður líka orkumálaráðuneyti sem þýðir að mikil hætta er á því að enginn ráðherra gætir hagsmuna náttúrunnar við ríkisstjórnarborðið. Sá sem hefur það hlutverk á einnig að gegna hlutverki ráðherra virkjana. Spurð út í þetta benti Katrín á að ráðuneytið hefði heitið umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hugsunin hefði verið að ráðuneytið fengist líka við auðlindamál. Það er rétt að því leyti að hugmyndin var að umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti öðrum ráðuneytum aðhald sem færu með málefni nýtingar. Þetta væri þá samtal og samspil ráðuneyti þar sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið færi með málefni nýtingar en rannsóknir og eftirlit með auðlindinni væri hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum Hafrannsóknastofnun sem myndi heyra undir það. Sama átti að gilda um orkumálin; Orkustofnun heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og veitir leyfi til rannsókna og virkjana en umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefði umsjón með verndun landssvæða og rammaáætlun til að greina hvar væri heppilegast að virkja ef sýna mætti fram á með haldbærum rökum að þörf væri fyrir frekari orkuöflun. Nýr stjórnarsáttmáli rýfur þetta samtal algjörlega og setur nýtinguna og verndina á sömu hendi. Forsætisráðherra gat ekki gefið neinar góðar skýringar á þessari breytingu. Sömu sögu er að segja um að skipulagsmálin sem eru nú tekin út úr umhverfisráðuneytinu. Þar með eru rofin tengingin á milli náttúruverndar og skipulagsmála sveitarfélaga. Þeim er komið fyrir í sama ráðuneyti og Vegagerðin; þar eru sem sagt úlfur og lamb sett undir sama þak. Rammaáætlun Rammaáætlun sem er orðin meira en 5 ára gömul, er nú á þingmálaskrá vorþingsins en síðasta ríkisstjórn kaus að leggja rammaáætlun fram á seint á síðasta þingi kjörtímabilsins sem varð til þess að hún var ekki afgreidd. Aðspurð um að rammaáætlun verði stokkuð upp og Alþingi eigi að stækka biðflokk rammaáætlunar þrjú, svaraði forsætisráðherra að Vinstri- græn vildu með þessu að rammaáætlun yrði samþykkt. Vissulega verður að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. En forsenda rammaáætlunar er faglegt mat og Alþingi verður því að beita vönduðum faglegum rökum ef breyta á framkominni uppröðun. Með því að stækka biðflokk án viðunandi röksemdafærslu tekur aðkoma Alþingis að málinu á sig mynd hrossakaupa og inngripa í faglegt ferli. Rammaáætlun er grundvallartæki til þess að verjast þeim gríðarlega fjársterku aðilum sem vilja leggja undir sig íslenska náttúru og spilla henni í sókn sinni að meiri gróða. Útspilið í stjórnarsáttmálinu virðist hrein uppgjöf fyrir þessum öflugu aðilum. Hvar er náttúruverndin? Svör forsætisráðherra í Kastljósi voru því mikil vonbrigði. Náttúruverndarsjónarmiði hafa gengisfallið í framkomnum áformum ríkisstjórnarinnar og útskýringum forsætisráðherra. Forsætisráðherra verður að geta útskýrt viðhorf sín betur en henni tókst í framangreindum þætti og byggja upp traust og trúverðugleika um að mikilvægi náttúruverndar sé tekið alvarlega í hennar nýju ríkisstjórn. Við bíðum og vonum, og verðum á varðbergi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í Kastljósi á mánudagskvöld sat forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar fyrir svörum um nýjan stjórnarsáttmála. Hún var meðal annars spurð út í algjöra fjarveru náttúruverndar í sáttmálanum. Svör hennar voru mikil vonbrigði fyrir náttúruverndarfólk. Verndun hálendisins Í sáttmálanum kemur fram að engar tilraunir verða gerðar til þess að efla vernd Hálendisins, sem er eitt stærsta og mikilvægasta náttúruverndar- og byggðaþróunarmál síðari ára á Íslandi. Í stað þess að taka heildstætt á verndun á víðernum og náttúru hálendisins á að friða jökla á Hálendinu og fella svæði sem þegar njóta verndar undir Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta þýðir í raun óbreytt ástand á næstu fjórum árum. Spurð um þetta svaraði forsætisráðherra að andstaðan hefði verið mikil. Það er vissulega rétt. En rannsóknir sýna að fleiri eru fylgjandi áformum um þjóðgarð en á móti. Það hefur alltaf verið vitað að skammtímahagsmunir fárra sem hafa aðrar hugmyndir um verndun hálendisins yrði fyrirstaða sem þyrfti að yfirvinna. Til þess veljum við leiðtoga sem kenna sig við náttúruvernd. Ríkisstjórnin hefur því skilið þetta risastóra náttúruverndarmál eftir í reiðuleysi vegna andstöðu sem alltaf var vitað að yrði til staðar. Umhverfisráðuneytið Nýtt umhverfisráðuneyti verður líka orkumálaráðuneyti sem þýðir að mikil hætta er á því að enginn ráðherra gætir hagsmuna náttúrunnar við ríkisstjórnarborðið. Sá sem hefur það hlutverk á einnig að gegna hlutverki ráðherra virkjana. Spurð út í þetta benti Katrín á að ráðuneytið hefði heitið umhverfis- og auðlindaráðuneyti og hugsunin hefði verið að ráðuneytið fengist líka við auðlindamál. Það er rétt að því leyti að hugmyndin var að umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitti öðrum ráðuneytum aðhald sem færu með málefni nýtingar. Þetta væri þá samtal og samspil ráðuneyti þar sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið færi með málefni nýtingar en rannsóknir og eftirlit með auðlindinni væri hjá umhverfis- og auðlindaráðuneyti í gegnum Hafrannsóknastofnun sem myndi heyra undir það. Sama átti að gilda um orkumálin; Orkustofnun heyrir undir atvinnuvegaráðuneytið og veitir leyfi til rannsókna og virkjana en umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefði umsjón með verndun landssvæða og rammaáætlun til að greina hvar væri heppilegast að virkja ef sýna mætti fram á með haldbærum rökum að þörf væri fyrir frekari orkuöflun. Nýr stjórnarsáttmáli rýfur þetta samtal algjörlega og setur nýtinguna og verndina á sömu hendi. Forsætisráðherra gat ekki gefið neinar góðar skýringar á þessari breytingu. Sömu sögu er að segja um að skipulagsmálin sem eru nú tekin út úr umhverfisráðuneytinu. Þar með eru rofin tengingin á milli náttúruverndar og skipulagsmála sveitarfélaga. Þeim er komið fyrir í sama ráðuneyti og Vegagerðin; þar eru sem sagt úlfur og lamb sett undir sama þak. Rammaáætlun Rammaáætlun sem er orðin meira en 5 ára gömul, er nú á þingmálaskrá vorþingsins en síðasta ríkisstjórn kaus að leggja rammaáætlun fram á seint á síðasta þingi kjörtímabilsins sem varð til þess að hún var ekki afgreidd. Aðspurð um að rammaáætlun verði stokkuð upp og Alþingi eigi að stækka biðflokk rammaáætlunar þrjú, svaraði forsætisráðherra að Vinstri- græn vildu með þessu að rammaáætlun yrði samþykkt. Vissulega verður að samþykkja hana til að hún öðlist gildi. En forsenda rammaáætlunar er faglegt mat og Alþingi verður því að beita vönduðum faglegum rökum ef breyta á framkominni uppröðun. Með því að stækka biðflokk án viðunandi röksemdafærslu tekur aðkoma Alþingis að málinu á sig mynd hrossakaupa og inngripa í faglegt ferli. Rammaáætlun er grundvallartæki til þess að verjast þeim gríðarlega fjársterku aðilum sem vilja leggja undir sig íslenska náttúru og spilla henni í sókn sinni að meiri gróða. Útspilið í stjórnarsáttmálinu virðist hrein uppgjöf fyrir þessum öflugu aðilum. Hvar er náttúruverndin? Svör forsætisráðherra í Kastljósi voru því mikil vonbrigði. Náttúruverndarsjónarmiði hafa gengisfallið í framkomnum áformum ríkisstjórnarinnar og útskýringum forsætisráðherra. Forsætisráðherra verður að geta útskýrt viðhorf sín betur en henni tókst í framangreindum þætti og byggja upp traust og trúverðugleika um að mikilvægi náttúruverndar sé tekið alvarlega í hennar nýju ríkisstjórn. Við bíðum og vonum, og verðum á varðbergi. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar