Mæðgin úr Bitrufirði sitja þrjá tíma á dag í skólabíl Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2021 22:22 Stefanía Jónsdóttir, skólabílstjóri á Þambárvöllum í Bitru. Einar Árnason Strákurinn og mamma hans á bænum Þambárvöllum við Bitrufjörð gætu verið þau sem búa við lengstan skólaakstur allra á Íslandi um þessar mundir. Þau verja þremur klukkustundum á dag í skólabílnum. Það er nefnilega hún sem ekur skólabílnum sem við sjáum í fréttum Stöðvar 2 renna í hlað á bænum Kolbeinsá í Hrútfirði, einum sex bæja sem komið er við á leiðinni í og úr skólanum á Hvammstanga. Þrettán börn af bæjum við Hrútafjörð fá far. Grunnskólanemandinn Elmar Ingi Magnússon og móðir hans, skólabílstjórinn Stefanía Jónsdóttir, koma heim á Þambárvelli í Bitru eftir skólaakstur dagsins.Einar Árnason Leiðin er 80 kílómetra löng - 160 kílómetrar fram og til baka. Þegar þau koma heim úr skólanum síðdegis eru þau mæðginin, Stefanía Jónsdóttir og fjórtán ára sonur hennar, Elmar Ingi Magnússon, sennilega búin að fara lengst allra í skólabíl á Íslandi þann daginn. „Já, ég held það. Ég veit það samt ekki alveg. Ég ætla ekkert að fullyrða það. En ég held það,“ svarar Stefanía spurningu okkar hvort þetta sé lengsti skólaaksturinn. Leiðin milli Þambárvalla og Hvammstanga er 80 kílómetra löng.GRAFÍK/SIGRÚN HREFNA LÝÐSDÓTTIR. Og þau þurfa að fara snemma á fætur á morgnana. „Við leggjum af stað héðan kortér í sjö og við erum komin svona.. tíu mínútur yfir átta á Hvammstanga.“ -Það eru einn og hálfur tími? „Já.“ -Og jafnlangt svo til baka? „Já, það er bara þannig.“ -Þannig að þá eru börn í þrjá tíma í skólabíl? „Já, það er svolítið mikið,“ svarar Stefanía. Skólabíllinn kemur að bænum Kolbeinsá við utanverðan Hrútafjörð.Einar Árnason Þau búa reyndar í Strandabyggð og eiga því skólasókn á Hólmavík. Áður sóttu börn úr Bitrufirði sveitaskóla á Broddanesi en honum var lokað árið 2004. Þótt tíu kílómetrum styttra sé til Hólmavíkur frá Þambárvöllum velja þau fremur Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Þar sækir Stefanía vinnu, mun fleiri börn búa auk þess Húnaþingsmegin í sveitinni og þau losna við að aka yfir erfiðan Bitruháls. Þá spilar inn í að þrír synir þeirra Stefaníu og Magnúsar Sveinssonar á Þambárvöllum sóttu áður skólann á Borðeyri. Þegar honum var lokað haustið 2017 þótti eðlilegra að fylgja nemendahópnum til Hvammstanga. -Þér finnst þetta ekkert svakalegt? „Nei, ég er bara orðin svona vön þessu. Mér finnst þetta orðið bara svo venjulegt. Maður er einhvern veginn bara vanur að keyra þetta,“ svarar Stefanía. En hvað gera börnin á meðan í skólabílnum? Svarið fæst hér í frétt Stöðvar 2: Skóla - og menntamál Landbúnaður Húnaþing vestra Strandabyggð Byggðamál Tengdar fréttir Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Það er nefnilega hún sem ekur skólabílnum sem við sjáum í fréttum Stöðvar 2 renna í hlað á bænum Kolbeinsá í Hrútfirði, einum sex bæja sem komið er við á leiðinni í og úr skólanum á Hvammstanga. Þrettán börn af bæjum við Hrútafjörð fá far. Grunnskólanemandinn Elmar Ingi Magnússon og móðir hans, skólabílstjórinn Stefanía Jónsdóttir, koma heim á Þambárvelli í Bitru eftir skólaakstur dagsins.Einar Árnason Leiðin er 80 kílómetra löng - 160 kílómetrar fram og til baka. Þegar þau koma heim úr skólanum síðdegis eru þau mæðginin, Stefanía Jónsdóttir og fjórtán ára sonur hennar, Elmar Ingi Magnússon, sennilega búin að fara lengst allra í skólabíl á Íslandi þann daginn. „Já, ég held það. Ég veit það samt ekki alveg. Ég ætla ekkert að fullyrða það. En ég held það,“ svarar Stefanía spurningu okkar hvort þetta sé lengsti skólaaksturinn. Leiðin milli Þambárvalla og Hvammstanga er 80 kílómetra löng.GRAFÍK/SIGRÚN HREFNA LÝÐSDÓTTIR. Og þau þurfa að fara snemma á fætur á morgnana. „Við leggjum af stað héðan kortér í sjö og við erum komin svona.. tíu mínútur yfir átta á Hvammstanga.“ -Það eru einn og hálfur tími? „Já.“ -Og jafnlangt svo til baka? „Já, það er bara þannig.“ -Þannig að þá eru börn í þrjá tíma í skólabíl? „Já, það er svolítið mikið,“ svarar Stefanía. Skólabíllinn kemur að bænum Kolbeinsá við utanverðan Hrútafjörð.Einar Árnason Þau búa reyndar í Strandabyggð og eiga því skólasókn á Hólmavík. Áður sóttu börn úr Bitrufirði sveitaskóla á Broddanesi en honum var lokað árið 2004. Þótt tíu kílómetrum styttra sé til Hólmavíkur frá Þambárvöllum velja þau fremur Hvammstanga í Húnaþingi vestra. Þar sækir Stefanía vinnu, mun fleiri börn búa auk þess Húnaþingsmegin í sveitinni og þau losna við að aka yfir erfiðan Bitruháls. Þá spilar inn í að þrír synir þeirra Stefaníu og Magnúsar Sveinssonar á Þambárvöllum sóttu áður skólann á Borðeyri. Þegar honum var lokað haustið 2017 þótti eðlilegra að fylgja nemendahópnum til Hvammstanga. -Þér finnst þetta ekkert svakalegt? „Nei, ég er bara orðin svona vön þessu. Mér finnst þetta orðið bara svo venjulegt. Maður er einhvern veginn bara vanur að keyra þetta,“ svarar Stefanía. En hvað gera börnin á meðan í skólabílnum? Svarið fæst hér í frétt Stöðvar 2:
Skóla - og menntamál Landbúnaður Húnaþing vestra Strandabyggð Byggðamál Tengdar fréttir Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00 Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Skólahald leggst af á Borðeyri næsta haust Börnum hefur fækkað svo mjög í gamla Bæjarhreppi að ekki er talið hægt að halda úti skólastarfi á Borðeyri. 21. apríl 2017 06:00
Sveitaskóli hættir og verður heilsárshótel Einn veglegasti sveitaskóli landsins, skólinn að Laugarbakka í Miðfirði, hefur verið lagður niður og seldur. 1. mars 2015 19:19
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47