Macland í Kringluna eftir ellefu ár í miðbænum Snorri Másson skrifar 1. desember 2021 21:00 Macland hefur verið í ellefu ár við Laugarveginn. Macland Það er umrót á Laugavegi þessa dagana, alltaf slæðingur af fólki á kvöldin hvort sem eru Reykvíkingar í jólainnkaupum eða ferðamenn að gá að einhverju forvitnilegu. En leita þarf annað en hingað til að kaupa sér iPhone. Tölvu- og símabúðin Macland, sem hefur staðið í bláu húsi við horn Klapparstígs í ellefu ár, er á förum. Koma á þremur útibúum verslunarinnar undir eitt þak í Kringlunni og eigandinn, Hörður Ágústsson, kveðst munu sakna Laugavegarins. „Ég náttúrulega elska miðbæinn, ég elska að koma þarna og ég elska að reka verslun þarna, en húsnæðið sem við vorum í var orðið illa farið og var ekki nothæft lengur og við urðum að flytja búðina,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Hörður segir Laugaveginn vera á lokametrunum í jákvæðri umbreytingu sem orðið hafi undanfarinn áratug. „Það er kannski framtíð Laugavegarins, að þróast í svona lista-, hönnunar- og barstreet/veitingahúsagötu. Það væri bara ofboðslega fallegt og ég held að það sé svolítið bara staðan,“ segir Hörður. Engin atlaga að geitinni enn Talandi um hönnun, ef kíkt er í næsta hús við Macland á Laugavegi hafa birst þar fyrirmyndarstofur og svefnherbergi frá IKEA. Þetta er samt ekki ný verslun, segir framkvæmdastjórinn, Stefán Rúnar Dagsson. „Við erum bara að reyna að ná til fólks og fá það til okkar. Við reyndar auglýsum líka netsöluna þarna. En við ákváðum að prófa þetta. IKEA úti hefur verið að gera þetta á járnbrautarstöðvum. En við erum ekki með járnbrautarkerfi á Íslandi, þannig að við gátum ekki nýtt okkur þá leiðina,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Hættulegt að vera geit.Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að tala við framkvæmdastjóra IKEA án þess að spyrja hvernig geitinni líður: „Geitin stendur á sínum stað og líður vel. Kalt hjá henni núna,“ segir Stefán. Hefur engin atlaga verið gerð? „Ekki enn þá.“ Verslun Reykjavík Kringlan Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Tölvu- og símabúðin Macland, sem hefur staðið í bláu húsi við horn Klapparstígs í ellefu ár, er á förum. Koma á þremur útibúum verslunarinnar undir eitt þak í Kringlunni og eigandinn, Hörður Ágústsson, kveðst munu sakna Laugavegarins. „Ég náttúrulega elska miðbæinn, ég elska að koma þarna og ég elska að reka verslun þarna, en húsnæðið sem við vorum í var orðið illa farið og var ekki nothæft lengur og við urðum að flytja búðina,“ segir Hörður í samtali við fréttastofu. Hörður segir Laugaveginn vera á lokametrunum í jákvæðri umbreytingu sem orðið hafi undanfarinn áratug. „Það er kannski framtíð Laugavegarins, að þróast í svona lista-, hönnunar- og barstreet/veitingahúsagötu. Það væri bara ofboðslega fallegt og ég held að það sé svolítið bara staðan,“ segir Hörður. Engin atlaga að geitinni enn Talandi um hönnun, ef kíkt er í næsta hús við Macland á Laugavegi hafa birst þar fyrirmyndarstofur og svefnherbergi frá IKEA. Þetta er samt ekki ný verslun, segir framkvæmdastjórinn, Stefán Rúnar Dagsson. „Við erum bara að reyna að ná til fólks og fá það til okkar. Við reyndar auglýsum líka netsöluna þarna. En við ákváðum að prófa þetta. IKEA úti hefur verið að gera þetta á járnbrautarstöðvum. En við erum ekki með járnbrautarkerfi á Íslandi, þannig að við gátum ekki nýtt okkur þá leiðina,“ segir Stefán í samtali við fréttastofu. Hættulegt að vera geit.Vísir/Vilhelm Það er ekki hægt að tala við framkvæmdastjóra IKEA án þess að spyrja hvernig geitinni líður: „Geitin stendur á sínum stað og líður vel. Kalt hjá henni núna,“ segir Stefán. Hefur engin atlaga verið gerð? „Ekki enn þá.“
Verslun Reykjavík Kringlan Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira