Áætlað að niðurrifi Útvarpshússins á Vatnsendahæð ljúki á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2021 09:00 Vinnuvélar eru mættar upp á Vatnsendahæð þar sem til stendur að rífa Útvarpshúsið, eða Langbylgjuhúsið. Vísir/Vilhelm Vinna við niðurrif Útvarpshússins á Vatnsendahæð í Kópavogi er hafin og er áætlað að henni ljúki á næstu vikum. Til stendur að um koma upp fimm hundruð íbúa byggð á lóðinni. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf., segir húsið vera orðið 81 árs gamalt og á sínum tíma byggt fyrir mjög sérhæfða starfsemi, það er útvarpssendingar. „Sú tækni sem þá var til er fyrir áratugum síðan orðin úrelt. Húsið sem slíkt passaði ekki lengur undir eitt eða neitt – hvorki fjarskipti né annað. Það er auk þess mjög illa farið,“ segir Þórhallur. Rúður eru brotnar og húsið almennt illa farið.Vísir/Vilhelm Enginn vildi nýta húsið Fjarskiptafyrirtækið Öryggisfjarskipti, sem er í eigu ríkisins og á og rekur Tetra-kerfið svokallaða og fjarskiptakerfi fyrir sjóinn, yfirtók á sínum tíma leigusamning hússins og eftir að Kópavogsbær keypti 7,5 hektara lands á Vatnsendahæð síðasta sumar gerði ríkið þjónustusamning við Öryggisfjarskipti um að skila landinu til Kópavogsbæjar eins og Kópavogsbær óskaði eftir. Vísir/Vilhelm Þórhallur segir niðurstöðuna hafi verið að rífa húsið. „Þarna á að byggja nýtt íbúðahverfi þannig að það þótti ekki hagkvæmt að reyna að koma því í eitthvert horf. Það var heldur enginn sem vildi nýta húsið. Við skoðuðum það mjög vandlega.“ Innan úr Útvarpshúsinu.Vísir/Vilhelm Hann segir að það hafi verið reynt til þrautar að finna aðila sem hefði áhuga á að taka við húsinu, jafnvel þó að einhver stuðningur myndi fylgja með. „Við ræddum við mikinn fjölda fólks en það var enginn sem vildi taka við þessu. Það hefði verið líka verið mun ódýrara að rífa húsið og byggja nákvæmlega eins hús í staðinn. En eins og ég segi, þá var enginn sem sýndi þessu áhuga.“ VatnsendahæðVísir/Vilhelm Danskar teikningar Þórhallur segir ekki vera sérstaka eftirsjá af þessu húsinu sem hafi verið í mjög slæmu ásigkomulagi. „Það hefði kostað hundruð milljóna króna af skattfé að gera húsið upp – hús sem er ónýtt og mjög óhentugt fyrir langflesta starfsemi.“ Á vef Kópavogsbæjar segir að Útvarpshúsið hafi verið reist árið 1929 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar. Þórhallur telur þó að danskar teikningar hafi að stærstum hluta verið nýttar við smíði hússins á sínum tíma, enda hafi áður staðið nákvæmlega eins hús í Køge í Danmörku. Annað eins hús hafi svo verið byggt á sama tíma og það á Vatnsendahæð, í Gufunesi. Isavia haldi utan um það og er það í mun betra ásigkomulagi. Útvarpshúsið á Vatnsendahæð og hús Isavia í Gufunesi eru byggð eftir sömu teikningu.Neyðarlínan „Við ætlum okkur að koma upp sérstöku minningarsvæði um fyrstu útvarpssendingarnar á landinu þarna á Vatnsendahæð. Það verður þarna mjög fallegur pallur með myndum og upplýsingum um sögu útvarpsins og þessarar fjarskiptastöðvar. Sömuleiðis verður þarna leiksvæði og fleira. Svæðið verður þannig nýtt miklu betur en ef haldið yrði í þetta hús. Þeir hjá Minjastofnun hafa verið að hjálpa okkur með þetta og við erum að gera þessari sögu hátt undir höfði,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um fimm hundruð íbúðir verði reistar á lóðinni.Vísir/Vilhelm Nánar má lesa um Útvarpshúsið á Vatnsendahæð á vef Ferlis. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og Öryggisfjarskipta ehf.Vísir
Húsavernd Kópavogur Fjarskipti Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira