North West klæddist bol frá Virgil Abloh með stolinni mynd af Bryndísi Ingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2021 13:49 Bryndís Inga var sautján ára gömul þegar myndin var tekin. Virgil Abloh fékk ekki leyfi til að nota myndina á hönnun sína. Samsett/Instagram „Mér finnst þetta mjög klikkað, mig langar bara í eintak af þessum bol. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og skrítið," segir Bryndís Inga Reynis, en North West klæddist í gær bol með andlitinu hennar framan á. Bolurinn er einn af þeim fyrstu sem Virgil Abloh hannaði fyrir merki sitt Pyrox fyrir mörgum árum síðan. Hönnuðurinn lést um helgina eftir tveggja ára baráttu við sjaldgæft krabbamein. Ljósmyndin sem er framan á bolnum er frá Íslenskum ljósmyndara, Katrínu Bragadóttir, en hönnuðurinn fékk ekki leyfi hennar fyrir notkun myndarinnar á sínum tíma. „Ég tók þátt í þessari myndatöku veturinn 2011,“ segir Bryndís í samtali við Lífið. Myndin var tekin í kirkjugarði í Reykjavík en með henni í myndatökunni voru fyrirsæturnar Brynja Jónbjarnardóttir og Kolfinna Kristófersdóttir. Myndirnar tók Katrín Braga en stílisti var Stella Björt Bergmann og um förðun sá Margrét Sæmundardóttir. View this post on Instagram A post shared by Bryndís Inga Reynis (@bryndisreynis) „Við ákváðum að setja þetta verkefni saman en þetta var ógreitt,“ segir Bryndís um myndatökuna. Nokkrum árum síðar fékk hún óvænt senda mynd af Kanye West í bol með myndinni framan á og þannig komst hún að því að Virgil Abloh hefði notað myndina í línu sína. Bryndís var sautján ára þegar myndin var tekin. „Við vorum ekkert að athafast í þessu. Katrín reyndi samt að kanna þetta mál á þessum tíma. Virgil var persónulegur stílisti Kanye West á þessum tíma. Ég held að hann hafi kannski fundið þessa mynd á Flickr.“ Kim Kardashian og Ye, áður Kanye West, mættu saman á síðustu Louis Vuitton sýningu Virgil Abloh í gær, sem haldin er í vikunni eftir andlát hans. Klæddist North dóttir þeirra umræddum bol og stuttbuxum úr þessari sömu línu. Þetta vakti mikla athygli enda voru Kim og Ye nánir vinir hönnuðarins til margra ára. North West wore one of the first ever PYREX T-Shirt design and PYREX Shorts to Louis Vuitton SS22 pic.twitter.com/LzLlOVwKam— Outlander Magazine (@StreetFashion01) December 1, 2021 „Mér finnst þetta mjög klikkað, mig langar bara í eintak af þessum bol. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og skrítið. Af hverju valdi hann þessa mynd? Hvernig fann hann myndina? Það er mörgum spurningum ósvarað. Mér finnst þetta fyrst og fremst skemmtilegt.“ Ekki náðist í Katrínu Braga við vinnslu fréttar en samkvæmt Bryndísi reyndi ljósmyndarinn að leita réttar síns þegar bolurinn kom á markað. Síðar hafi Katrín rætt við hönnuðinn í eigin persónu. „Katrín hitti Virgil í samkvæmi í Kanada fyrir nokkrum árum, áður en hann varð svona frægur. Hann gekkst við þessu og sagðist ætla að hafa samband en gerði það svo aldrei.“ View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) Hún bendir á að nú þegar Virgil Abloh er fallin frá, eru bolirnir og þessi hönnun enn verðmætari. „Mér finnst sérstakt að Virgil Abloh hafi gert þetta. Mér finnst eins og hönnuður ætti að skilja mikilvægi þess að stela ekki vinnu annarra til að græða á því,“ segir Bryndís. Fleiri stjörnur hafa síðan þá klæðst þessari hönnun, meðal annars ASAP Rocky og nú síðast North West. Bryndís segist vera að íhuga að leita réttar síns í þessu máli eða að minnsta kosti útvega sér eintak af bolnum, þó auðvitað í samráði við Katrínu ljósmyndara. „Ef einhver lögfræðingur er vel að sér í svona málum má hann endilega hafa samband,“ segir Bryndís að lokum. Tíska og hönnun Hollywood Höfundarréttur Ljósmyndun Tengdar fréttir Ómetanleg menningarleg arfleifð Virgil Abloh Tísku mógúllinn, listamaðurinn og hönnuðurinn Virgil Abloh féll frá í gær, sunnudaginn 28. nóvember, einungis 41 árs gamall. 29. nóvember 2021 20:00 Virgil Abloh látinn 41 árs að aldri Fatahönnuðurinn Virgil Abloh er látinn eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. 28. nóvember 2021 19:40 Saumaði WEDDING DRESS aftan á kjól Hailey Bieber Að minnsta kosti 20 einstaklingar komu að því að gera brúðarkjól Hailey Bieber. 21. október 2019 11:00 Virgil Abloh hannaði brúðarkjól Hailey Bieber Hailey Bieber birti í gær myndir af fallega brúðarkjólnum sínum. 9. október 2019 10:00 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Bolurinn er einn af þeim fyrstu sem Virgil Abloh hannaði fyrir merki sitt Pyrox fyrir mörgum árum síðan. Hönnuðurinn lést um helgina eftir tveggja ára baráttu við sjaldgæft krabbamein. Ljósmyndin sem er framan á bolnum er frá Íslenskum ljósmyndara, Katrínu Bragadóttir, en hönnuðurinn fékk ekki leyfi hennar fyrir notkun myndarinnar á sínum tíma. „Ég tók þátt í þessari myndatöku veturinn 2011,“ segir Bryndís í samtali við Lífið. Myndin var tekin í kirkjugarði í Reykjavík en með henni í myndatökunni voru fyrirsæturnar Brynja Jónbjarnardóttir og Kolfinna Kristófersdóttir. Myndirnar tók Katrín Braga en stílisti var Stella Björt Bergmann og um förðun sá Margrét Sæmundardóttir. View this post on Instagram A post shared by Bryndís Inga Reynis (@bryndisreynis) „Við ákváðum að setja þetta verkefni saman en þetta var ógreitt,“ segir Bryndís um myndatökuna. Nokkrum árum síðar fékk hún óvænt senda mynd af Kanye West í bol með myndinni framan á og þannig komst hún að því að Virgil Abloh hefði notað myndina í línu sína. Bryndís var sautján ára þegar myndin var tekin. „Við vorum ekkert að athafast í þessu. Katrín reyndi samt að kanna þetta mál á þessum tíma. Virgil var persónulegur stílisti Kanye West á þessum tíma. Ég held að hann hafi kannski fundið þessa mynd á Flickr.“ Kim Kardashian og Ye, áður Kanye West, mættu saman á síðustu Louis Vuitton sýningu Virgil Abloh í gær, sem haldin er í vikunni eftir andlát hans. Klæddist North dóttir þeirra umræddum bol og stuttbuxum úr þessari sömu línu. Þetta vakti mikla athygli enda voru Kim og Ye nánir vinir hönnuðarins til margra ára. North West wore one of the first ever PYREX T-Shirt design and PYREX Shorts to Louis Vuitton SS22 pic.twitter.com/LzLlOVwKam— Outlander Magazine (@StreetFashion01) December 1, 2021 „Mér finnst þetta mjög klikkað, mig langar bara í eintak af þessum bol. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og skrítið. Af hverju valdi hann þessa mynd? Hvernig fann hann myndina? Það er mörgum spurningum ósvarað. Mér finnst þetta fyrst og fremst skemmtilegt.“ Ekki náðist í Katrínu Braga við vinnslu fréttar en samkvæmt Bryndísi reyndi ljósmyndarinn að leita réttar síns þegar bolurinn kom á markað. Síðar hafi Katrín rætt við hönnuðinn í eigin persónu. „Katrín hitti Virgil í samkvæmi í Kanada fyrir nokkrum árum, áður en hann varð svona frægur. Hann gekkst við þessu og sagðist ætla að hafa samband en gerði það svo aldrei.“ View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) Hún bendir á að nú þegar Virgil Abloh er fallin frá, eru bolirnir og þessi hönnun enn verðmætari. „Mér finnst sérstakt að Virgil Abloh hafi gert þetta. Mér finnst eins og hönnuður ætti að skilja mikilvægi þess að stela ekki vinnu annarra til að græða á því,“ segir Bryndís. Fleiri stjörnur hafa síðan þá klæðst þessari hönnun, meðal annars ASAP Rocky og nú síðast North West. Bryndís segist vera að íhuga að leita réttar síns í þessu máli eða að minnsta kosti útvega sér eintak af bolnum, þó auðvitað í samráði við Katrínu ljósmyndara. „Ef einhver lögfræðingur er vel að sér í svona málum má hann endilega hafa samband,“ segir Bryndís að lokum.
Tíska og hönnun Hollywood Höfundarréttur Ljósmyndun Tengdar fréttir Ómetanleg menningarleg arfleifð Virgil Abloh Tísku mógúllinn, listamaðurinn og hönnuðurinn Virgil Abloh féll frá í gær, sunnudaginn 28. nóvember, einungis 41 árs gamall. 29. nóvember 2021 20:00 Virgil Abloh látinn 41 árs að aldri Fatahönnuðurinn Virgil Abloh er látinn eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. 28. nóvember 2021 19:40 Saumaði WEDDING DRESS aftan á kjól Hailey Bieber Að minnsta kosti 20 einstaklingar komu að því að gera brúðarkjól Hailey Bieber. 21. október 2019 11:00 Virgil Abloh hannaði brúðarkjól Hailey Bieber Hailey Bieber birti í gær myndir af fallega brúðarkjólnum sínum. 9. október 2019 10:00 Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ómetanleg menningarleg arfleifð Virgil Abloh Tísku mógúllinn, listamaðurinn og hönnuðurinn Virgil Abloh féll frá í gær, sunnudaginn 28. nóvember, einungis 41 árs gamall. 29. nóvember 2021 20:00
Virgil Abloh látinn 41 árs að aldri Fatahönnuðurinn Virgil Abloh er látinn eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. 28. nóvember 2021 19:40
Saumaði WEDDING DRESS aftan á kjól Hailey Bieber Að minnsta kosti 20 einstaklingar komu að því að gera brúðarkjól Hailey Bieber. 21. október 2019 11:00
Virgil Abloh hannaði brúðarkjól Hailey Bieber Hailey Bieber birti í gær myndir af fallega brúðarkjólnum sínum. 9. október 2019 10:00