Fær engar bætur eftir að fimm lítrar af ólífuolíu skemmdu flugfarangurinn Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2021 07:57 Flugfarþeginn flutti fimm lítra af olífuolíu í töskunni. Getty Samgöngustofa hefur hafnað kröfum manns um skaðabætur úr hendi flugfélagsins Wizz Air vegna tjóns sem varð á innrituðum farangri hans í flugi eftir að ílát, sem geymdi fimm lítra af ólífuolíu, sprakk og olli tjóni á fatnaði, raftækjum og fleiru í töskunni. Farþeginn var á leið frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur í ágúst 2020 þegar atvikið varð. Tilkynnti hann Wizz Air og atvikið tveimur dögum síðar. Kvartandi sendi með kvörtuninni myndir af þeim verðmætum sem urðu fyrir tjóni í flutninginum. Fór hann fram á skaðabætur vegna tjóns á farangri á grundvelli laga um loftferðir, samanber reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Engin ábyrgð ef um vökva er að ræða Í svari Wizz Air til Samgöngustofu var vísað í skilmála þar sem tekið er fram að flugfélagið beri ekki ábyrgð á skemmdum sem kunni að verða á farangri ef hann inniheldur „vökva“. Ekki bárust svo frekari svör frá kvartanda. Mat Samgöngustofu er að það í þeirri ráðstöfun að pakka fimm lítrum af olíu í innritaðan farangur „hafi verið fólgin talsverð áhætta þannig að umrætt tjón megi rekja til ástands farangurs“, samanber 104. grein loftferðalaga. Sjálfur valdur „Þess til viðbótar ber að geta þess að í 107. gr. loftferðalaga nr. 60/1998 er heimild til að lækka skaðabætur eða fella þær niður ef sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur af því. Það er því einnig mat SGS að kvartandi verði að bera ábyrgð á tjóni sínu sjálfur þar sem háttsemi hans að pakka umræddri olíu hafi valdið tjóninu. Kröfu kvartenda um skaðabætur úr hendi WA vegna tjóns á innrituðum farangri kvartanda er því hafnað,“ segir í ákvörðun Samgöngustofu. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Farþeginn var á leið frá Katowice í Póllandi til Keflavíkur í ágúst 2020 þegar atvikið varð. Tilkynnti hann Wizz Air og atvikið tveimur dögum síðar. Kvartandi sendi með kvörtuninni myndir af þeim verðmætum sem urðu fyrir tjóni í flutninginum. Fór hann fram á skaðabætur vegna tjóns á farangri á grundvelli laga um loftferðir, samanber reglugerð um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Engin ábyrgð ef um vökva er að ræða Í svari Wizz Air til Samgöngustofu var vísað í skilmála þar sem tekið er fram að flugfélagið beri ekki ábyrgð á skemmdum sem kunni að verða á farangri ef hann inniheldur „vökva“. Ekki bárust svo frekari svör frá kvartanda. Mat Samgöngustofu er að það í þeirri ráðstöfun að pakka fimm lítrum af olíu í innritaðan farangur „hafi verið fólgin talsverð áhætta þannig að umrætt tjón megi rekja til ástands farangurs“, samanber 104. grein loftferðalaga. Sjálfur valdur „Þess til viðbótar ber að geta þess að í 107. gr. loftferðalaga nr. 60/1998 er heimild til að lækka skaðabætur eða fella þær niður ef sá sem fyrir tjóninu varð hafi sjálfur verið valdur eða samvaldur af því. Það er því einnig mat SGS að kvartandi verði að bera ábyrgð á tjóni sínu sjálfur þar sem háttsemi hans að pakka umræddri olíu hafi valdið tjóninu. Kröfu kvartenda um skaðabætur úr hendi WA vegna tjóns á innrituðum farangri kvartanda er því hafnað,“ segir í ákvörðun Samgöngustofu.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira