Velkomin í hverfið mitt Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 1. desember 2021 07:30 Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun