Fyrrum leikmaður Liverpool og Arsenal látinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2021 07:01 Ray Kennedy í leik með Liverpool gegn Everton í FA-bikarnum árið 1977. Tony Duffy/Allsport/Getty Images Ray Kennedy, fyrrum leikmaður Liverpool, Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta, lést í gær, sjötugur að aldri, eftir langvarandi veikindi. Kennedy hóf meistaraflokksferil sinn með Arsenal árið 1968, en þremur árum seinna varð hann tvöfaldur meistari með liðinu með því að vinna ensku 1. deildina og FA-bikarinn. Árið áður hafði liðið unnið Borgakeppni Evrópu. Hann spilaði sem sóknarmaður hjá Arsenal og skoraði 53 mörk í 158 deildarleikjum fyrir félagið. Árið 1974 gekk hann til liðs við Liverpool þegar hann var keyptur fyrir 200 þúsund pund, sem gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á þeim tíma. Kennedy færði sig aftur á miðjuna hjá Liverpool og á átta árum hjá félaginu varð hann fimm sinnum enskur meistari og í þrígang varð hann Evrópumeistari. We are mourning legendary former player Ray Kennedy, who has passed away at the age of 70.The thoughts of everybody at Liverpool Football Club are with Ray’s family and friends at this sad and difficult time.Rest in peace Ray, 1951-2021— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Hann lék 275 deildarleiki fyrir Liverpool, en á tíma sínum hjá félaginu vann hann sér inn sæti í enska landsliðinu og spilaði þar 17 leiki. Þá lék hann einnig með Swansea og Hartlepool United. Kennedy greindist með Parkinson-sjúkdóminn árið 1984, þá aðeins 33 ára að aldri. Hann fékkst þó við þjálfun fyrstu árin eftir að hann greindist, en hafði glímt við bæði líkamleg og andleg veikindi undanfarna þrjá áratugi. Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Kennedy hóf meistaraflokksferil sinn með Arsenal árið 1968, en þremur árum seinna varð hann tvöfaldur meistari með liðinu með því að vinna ensku 1. deildina og FA-bikarinn. Árið áður hafði liðið unnið Borgakeppni Evrópu. Hann spilaði sem sóknarmaður hjá Arsenal og skoraði 53 mörk í 158 deildarleikjum fyrir félagið. Árið 1974 gekk hann til liðs við Liverpool þegar hann var keyptur fyrir 200 þúsund pund, sem gerði hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins á þeim tíma. Kennedy færði sig aftur á miðjuna hjá Liverpool og á átta árum hjá félaginu varð hann fimm sinnum enskur meistari og í þrígang varð hann Evrópumeistari. We are mourning legendary former player Ray Kennedy, who has passed away at the age of 70.The thoughts of everybody at Liverpool Football Club are with Ray’s family and friends at this sad and difficult time.Rest in peace Ray, 1951-2021— Liverpool FC (@LFC) November 30, 2021 Hann lék 275 deildarleiki fyrir Liverpool, en á tíma sínum hjá félaginu vann hann sér inn sæti í enska landsliðinu og spilaði þar 17 leiki. Þá lék hann einnig með Swansea og Hartlepool United. Kennedy greindist með Parkinson-sjúkdóminn árið 1984, þá aðeins 33 ára að aldri. Hann fékkst þó við þjálfun fyrstu árin eftir að hann greindist, en hafði glímt við bæði líkamleg og andleg veikindi undanfarna þrjá áratugi.
Enski boltinn Andlát Bretland Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira