Bjarki skoraði sjö í sigri Lemgo | Kristján Örn markahæstur í naumu tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2021 19:39 Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í kvöld. Axel Heimken/picture alliance via Getty Images Það voru Íslendingar í eldlínunni í fjórum leikjum í Evrópubikarkeppni karla í handbolta í kvöld. Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo í þriggja marka sigri gegn Chekhovskie Medvedi og Kristján Örn Kristjánsson skoraði einnig sjö mörk er PAUC Aix tapaði með tveimur mörkum gegn Sävehof. Mikið jafnræði var með liðunum er Bjarki Már og félagar hans í Lemgo tóku á móti rússneska liðinu Medvedi í B-riðli. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 16-16. Heimamenn sigldu hægt og rólega fram úr gestunum í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti. Gestirnir áttu þó gott áhlaup og minnkuðu muninn niður í eitt mark í tvígang, en Bjarki og félagar unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. Lemgo er nú á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki, en Medvedi er enn án stiga á botni riðilsins ásamt Cocks. Die Punkte bleiben in Lemgo!4. Sieg um 5. Gruppenspiel!Stark, Jungs! 💪#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/sQdLIXhuIs— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 30, 2021 Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður liðsins með sjö mörk er hann og félagar hans í PAUC Aix töpuðu með tveimur mörkum gegn Sävehof í C-riðli. Heimamenn í Sävehof höfðu yfirhöndina frá upphafi, en Kristján og félagar settu ágætis pressu á heimamenn í seinni hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki og tveggja marka tap varð því niðurstaðan. Kristján og félagar sitja á botni C-riðils með eitt stig eftir fimm leiki, fimm stigum minna en Sävehof sem situr á toppnum. Þá skildu GOG og Nantes jöfn í A-riðli, 29-29, en Viktor Gísli Hallgrímsson var með 25 prósent markvörslu í liði GOG þann stutta tíma sem hann spilaði. Að lokum unnu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans góðan fjögurra marka sigur gegn AEK Athens í D-riðli, 30-26, en liðin eru nú jöfn í fjórða og fimmta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki. EHF-bikarinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Sjá meira
Mikið jafnræði var með liðunum er Bjarki Már og félagar hans í Lemgo tóku á móti rússneska liðinu Medvedi í B-riðli. Að loknum fyrri hálfleik var staðan jöfn, 16-16. Heimamenn sigldu hægt og rólega fram úr gestunum í seinni hálfleik og náðu mest fjögurra marka forskoti. Gestirnir áttu þó gott áhlaup og minnkuðu muninn niður í eitt mark í tvígang, en Bjarki og félagar unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27. Lemgo er nú á toppi riðilsins með átta stig eftir fimm leiki, en Medvedi er enn án stiga á botni riðilsins ásamt Cocks. Die Punkte bleiben in Lemgo!4. Sieg um 5. Gruppenspiel!Stark, Jungs! 💪#tbvlemgolippe #ehfel #GemeinsamStark pic.twitter.com/sQdLIXhuIs— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) November 30, 2021 Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti maður liðsins með sjö mörk er hann og félagar hans í PAUC Aix töpuðu með tveimur mörkum gegn Sävehof í C-riðli. Heimamenn í Sävehof höfðu yfirhöndina frá upphafi, en Kristján og félagar settu ágætis pressu á heimamenn í seinni hálfleik. Allt kom þó fyrir ekki og tveggja marka tap varð því niðurstaðan. Kristján og félagar sitja á botni C-riðils með eitt stig eftir fimm leiki, fimm stigum minna en Sävehof sem situr á toppnum. Þá skildu GOG og Nantes jöfn í A-riðli, 29-29, en Viktor Gísli Hallgrímsson var með 25 prósent markvörslu í liði GOG þann stutta tíma sem hann spilaði. Að lokum unnu Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans góðan fjögurra marka sigur gegn AEK Athens í D-riðli, 30-26, en liðin eru nú jöfn í fjórða og fimmta sæti með fjögur stig eftir fimm leiki.
EHF-bikarinn Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Einar Bragi og félagar unnu toppliðið Danska pressan óvægin: „Vandræðalegt, Danmörk!“ Grét þegar Þórir mætti í settið: „Besti þjálfari í heimi“ Skrifaði fallegan pistil um Þóri: „Yfirvegaður, klár og þolinmóður maður“ Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Sjá meira