Sport

Dagskráin í dag: Toppsætið í boði í nágrannaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH-ingar taka á móti Haukum í nágrannaslag í Olís-deild karla í kvöld þar sem toppsæti deildarinnar er undir.
FH-ingar taka á móti Haukum í nágrannaslag í Olís-deild karla í kvöld þar sem toppsæti deildarinnar er undir. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fjórar beinar útsendingar í kvöld, en þar á meðal en nágrannaslagur af bestu gerð í Olís-deild karla.

Subway-deild kvenna ríður á vaðið í kvöld, en klukkan 18:05 hefst bein útsending frá leik Breiðabliks og Vals á Stöð 2 Sport 4. Að þeim leik loknum verður skipt beinustu leið yfir til Njarðvíkur þar sem heimakonur taka á móti Grindvíkingum.

Klukkan 19:15 hefst bein útsending frá Kaplakrika þar sem heimamenn í FH taka á móti nágrönnum sínum í Haukum í Olís-deild karla á Stöð 2 Sport. Þarna er um að ræða nágrannaslag af bestu gerð, en liðin sitja í fyrsta og öðru sæti og toppsæti deildarinnar og er því í boði.

Það eru svo vinkonurnar í Babe Patrol sem slá botninn í dagskrá kvöldsins klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×