„Markmiðið er að taka gullið með heim“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2021 10:00 Andrea Sif Pétursdóttir var fimleikakona ársins 2020. stöð 2 sport Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, hefur marga fjöruna sopið í bransanum. Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“ Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira
Hún kveðst spennt fyrir EM í hópfimleikum sem hefst í dag með keppni í unglingaflokki. Keppni í fullorðinsflokki hefst á morgun en kvennalandsliðið stígur á stokk klukkan 16:30. „Þetta leggst mjög vel í mig. Við horfðum á unglingaliðin áðan og þá fann maður stemmninguna. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig við komum inn í salinn og nýtum áhöldin,“ sagði Andrea í samtali við Vísi í gær. Kvenna- og karlalið Íslands komu til Guimaeres í Portúgal í fyrradag eftir langt og strangt ferðalag. Andrea viðurkennir að það hafi setið aðeins í íslenska hópnum. „Já, við fundum það þegar við fórum í smá göngutúr áðan að maður var súr í vöðvunum. Þetta voru þrjú flug og svolítið langt,“ sagði Andrea. Hún segir ekkert launungarmál að íslenska liðið stefni á toppinn á EM í ár. En það er ekki alfarið undir því komið hver niðurstaðan verður. Spurning hvoru megin peningurinn lendir „Markmiðið er að taka gullið með heim en það er ekki alveg í okkar höndum því dómararnir eiga alltaf lokaorðið. Við ætlum að gera okkar allra besta og vonandi verður það nóg,“ sagði Andrea. Hún segir markmið íslenska liðsins fyllilega raunhæft. „Við erum yfirleitt að keppa við Svía og það er bara spurning hvoru megin sem peningurinn lendir eins og Bjössi þjálfari segir. Við erum í keppni við Svía,“ sagði Andrea. Vegna kórónuveirufaraldursins eru Danir og Norðmenn ekki á meðal þátttökuliða á EM að þessu sinni. Andrea segir að það hjálpi vissulega til. „Jú, en síðustu ár höfum við verið í 2. sæti á eftir Svíum, síðan Danir í 3. sæti og Norðmenn þar á eftir. Ég held að þetta hefði verið svipað ef þær hefðu verið með en það er bara enn lengra í næstu þjóðir,“ sagði Andrea. Hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira Hún segir gaman að sjá vöxtinn í hópfimleikum en að þessu sinni eru fjórtán þátttökuþjóðir. „Bretland og Portúgal og alls konar þjóðir eru að stíga upp og það er gaman að keppnin sé að harðna og þetta er ekkert gefins,“ sagði Andrea og bætti við að aukin samkeppni haldi íslenska liðinu á tánum. „Það hvetur okkur til að auka erfiðleikann ennþá meira sem við erum alltaf að reyna að gera. Þetta er mjög jákvætt.“
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira