Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. desember 2021 09:00 Birgitta Líf ætlar að verja jólunum í sólinni með fjölskyldu sinni og er þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan eyðir jólunum erlendis. Instagram/Birgitta Líf Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir ætlar að verja jólunum erlendis í sólinni með fjölskyldu sinni. Hún segir jólin fyrst og fremst snúast um samverustundir með fjölskyldunni og að þá skipti staðsetningin litlu máli. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er klárlega meiri Elf án þess þó að fara eins langt og hann. The Grinch er aftur á móti uppáhalds jólamyndin mín“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég á ekki beint einhverja eina uppáhalds minningu en ég elska jólin og stendur samvera með fjölskyldunni þar hæst upp úr.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég man ennþá eftir bleika Barbíhúsinu sem ég fékk þegar ég var lítil og hélt upp á í mörg ár. Ég held meira að segja að það sé ennþá til uppi á háalofti hjá mömmu og pabba.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Baka mömmukökur, hlusta á jólalög og skreyta jólatréð á aðventunni.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Ég er mikill Bieber aðdáandi svo að jólalagið Misteltoe með Justin Bieber er líklega mitt uppáhalds.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég borða hreindýr eða Beef Wellington. Síðan eru alltaf rjúpur á boðstólnum sem ég er enn að læra að borða en finnst þó ómissandi að fá mér smá smakk af.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mig langar rosalega í pizzaofn.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Þegar ilmurinn af jólamatnum fyllir húsið.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég ætla að skella mér í sólina yfir jólin með fjölskyldunni. Við höfum nokkrum sinnum verið erlendis á jólunum og mér finnst það alveg jafn notalegt og að vera heima.“ „Samverustundir og slökun með fjölskyldunni eru númer eitt fyrir mér og þá skiptir ekki máli hvar á hnettinum maður er.“ Jól Jólalög Jólamatur Samfélagsmiðlar Jólamolar 2021 Tengdar fréttir Birgitta Líf endurreisir B5 Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 3. maí 2021 21:12 Fólk heldur að maður hafi ekki vit í kollinum „Ég heyri oft að ég sé leiðinleg eða tussa eða góð með mig,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class. Hún segir að orsökin sé einfaldlega feimni og hennar eigin óöryggi. 12. maí 2021 13:31 Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er klárlega meiri Elf án þess þó að fara eins langt og hann. The Grinch er aftur á móti uppáhalds jólamyndin mín“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Ég á ekki beint einhverja eina uppáhalds minningu en ég elska jólin og stendur samvera með fjölskyldunni þar hæst upp úr.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ég man ennþá eftir bleika Barbíhúsinu sem ég fékk þegar ég var lítil og hélt upp á í mörg ár. Ég held meira að segja að það sé ennþá til uppi á háalofti hjá mömmu og pabba.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Baka mömmukökur, hlusta á jólalög og skreyta jólatréð á aðventunni.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Ég er mikill Bieber aðdáandi svo að jólalagið Misteltoe með Justin Bieber er líklega mitt uppáhalds.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Ég borða hreindýr eða Beef Wellington. Síðan eru alltaf rjúpur á boðstólnum sem ég er enn að læra að borða en finnst þó ómissandi að fá mér smá smakk af.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mig langar rosalega í pizzaofn.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Þegar ilmurinn af jólamatnum fyllir húsið.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég ætla að skella mér í sólina yfir jólin með fjölskyldunni. Við höfum nokkrum sinnum verið erlendis á jólunum og mér finnst það alveg jafn notalegt og að vera heima.“ „Samverustundir og slökun með fjölskyldunni eru númer eitt fyrir mér og þá skiptir ekki máli hvar á hnettinum maður er.“
Jól Jólalög Jólamatur Samfélagsmiðlar Jólamolar 2021 Tengdar fréttir Birgitta Líf endurreisir B5 Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 3. maí 2021 21:12 Fólk heldur að maður hafi ekki vit í kollinum „Ég heyri oft að ég sé leiðinleg eða tussa eða góð með mig,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class. Hún segir að orsökin sé einfaldlega feimni og hennar eigin óöryggi. 12. maí 2021 13:31 Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Birgitta Líf endurreisir B5 Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og World Class-erfingi, hefur tekið við lyklunum að Bankastræti 5, þar sem hún er að opna nýjan skemmtistað þegar veiran leyfir. Um er að ræða endurreistan B5, en sá skemmtistaður lagði upp laupana á síðasta ári í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. 3. maí 2021 21:12
Fólk heldur að maður hafi ekki vit í kollinum „Ég heyri oft að ég sé leiðinleg eða tussa eða góð með mig,“ segir Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class. Hún segir að orsökin sé einfaldlega feimni og hennar eigin óöryggi. 12. maí 2021 13:31