„Ég verð meira jólabarn með hverju árinu sem líður“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. desember 2023 07:00 Salka Sól kemur fram með Stórsveit Reykjavíkur þriðja árið í röð. Aðsend Salka Sól Eyfeld tónlistarkona segist verða meira jólabarn með hverju árinu sem líður. Hún þakkar það börnunum sínum tveimur og segist kunna að meta jólahefðir foreldra sinna enn betur. Laufabrauðsgerð sé órjúfanlegur þáttur í aðdraganda jóla. „Þegar ég eignaðist sjálf fjölskyldu fór ég að meta hefðirnar sem foreldrar mínir gerðu með okkur systkinum svo ótrúlega mikið,“ segir Salka Sól. Hún og eiginmaður hennar, rapparinn Arnar Freyr Frostason eiga saman tvö börn. Þau heita Una Lóa og Frosti. Salka Sól og Una Lóa.Aðsend Að sögn Sölku er laufabrauðsgerð ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Fjölskyldan hittist öll hjá foreldrum hennar. Salka segir að þar eigi þau notalega stund saman á hverju einasta ári. „Við höfum gert laufabrauð svo lengi sem ég man eftir mér. Síðan skreytum við gamalt jólatré sem fjölskylda pabba átti þegar hann var barn,“ segir Salka. Una Lóa ánægð með gamla jólatréð.Aðsend Jólatónleikar Stórsveitar Reykjavíkur ný hefð Að sögn Sölku er tónlistin mikilvægur þáttur af aðventunni. Síðastliðin tvö ár hefur hún komið fram á jólatónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu sem hún lýsir sem yndislegri fjölskyldustund. „Ég var alveg komin á steypirinn í kringum jólin með bæði börnin,“ segir Salka sem eignaðist börnin í desember 2019 og janúar 2022. „Mér þykir einstaklega vænt um að núna í þriðja sinn er ég að syngja með uppáhalds hljómsveitinni minni, Stórsveit Reykjavíkur á jólatónleikum sem eru ætlaðir allri fjölskyldunni,“ segir Salka og tekur fram að það sé velkomið að dansa og syngja með, koma sér rækilega í jólafíling. Salka Sól ásamt Stórsveit Reykjavíkur.Aðsend Jól Ástin og lífið Tengdar fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00 Sonur Sölku og Arnars nefndur í höfuðið á afa Sonur tónlistarhjónanna Sölku Sólar Eyfeld og Arnars Freys Frostasonar var í dag nefndur Frosti Eyfeld Arnarsson, í höfuðið á föður Arnars. 15. janúar 2022 20:45 Úlfur Úlfur gefur út Hamfarapopp með Sölku Sól Úlfur Úlfur sendi í dag frá sér lagið Hamfarapopp. Með þeim í laginu Arnari og Helga Sæmundi syngur Salka Sól Eyfeld. 24. september 2021 17:30 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Þegar ég eignaðist sjálf fjölskyldu fór ég að meta hefðirnar sem foreldrar mínir gerðu með okkur systkinum svo ótrúlega mikið,“ segir Salka Sól. Hún og eiginmaður hennar, rapparinn Arnar Freyr Frostason eiga saman tvö börn. Þau heita Una Lóa og Frosti. Salka Sól og Una Lóa.Aðsend Að sögn Sölku er laufabrauðsgerð ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Fjölskyldan hittist öll hjá foreldrum hennar. Salka segir að þar eigi þau notalega stund saman á hverju einasta ári. „Við höfum gert laufabrauð svo lengi sem ég man eftir mér. Síðan skreytum við gamalt jólatré sem fjölskylda pabba átti þegar hann var barn,“ segir Salka. Una Lóa ánægð með gamla jólatréð.Aðsend Jólatónleikar Stórsveitar Reykjavíkur ný hefð Að sögn Sölku er tónlistin mikilvægur þáttur af aðventunni. Síðastliðin tvö ár hefur hún komið fram á jólatónleikum Stórsveitar Reykjavíkur í Hörpu sem hún lýsir sem yndislegri fjölskyldustund. „Ég var alveg komin á steypirinn í kringum jólin með bæði börnin,“ segir Salka sem eignaðist börnin í desember 2019 og janúar 2022. „Mér þykir einstaklega vænt um að núna í þriðja sinn er ég að syngja með uppáhalds hljómsveitinni minni, Stórsveit Reykjavíkur á jólatónleikum sem eru ætlaðir allri fjölskyldunni,“ segir Salka og tekur fram að það sé velkomið að dansa og syngja með, koma sér rækilega í jólafíling. Salka Sól ásamt Stórsveit Reykjavíkur.Aðsend
Jól Ástin og lífið Tengdar fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00 Sonur Sölku og Arnars nefndur í höfuðið á afa Sonur tónlistarhjónanna Sölku Sólar Eyfeld og Arnars Freys Frostasonar var í dag nefndur Frosti Eyfeld Arnarsson, í höfuðið á föður Arnars. 15. janúar 2022 20:45 Úlfur Úlfur gefur út Hamfarapopp með Sölku Sól Úlfur Úlfur sendi í dag frá sér lagið Hamfarapopp. Með þeim í laginu Arnari og Helga Sæmundi syngur Salka Sól Eyfeld. 24. september 2021 17:30 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Jóladagatal Vísis: Páll Óskar kemur okkur í gegnum síðustu verkefnin Jól Jólamolar: Pizzaofn efstur á óskalistanum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Frægir fjölguðu sér árið 2022 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2022 og Vísir greindi frá. 29. desember 2022 07:00
Sonur Sölku og Arnars nefndur í höfuðið á afa Sonur tónlistarhjónanna Sölku Sólar Eyfeld og Arnars Freys Frostasonar var í dag nefndur Frosti Eyfeld Arnarsson, í höfuðið á föður Arnars. 15. janúar 2022 20:45
Úlfur Úlfur gefur út Hamfarapopp með Sölku Sól Úlfur Úlfur sendi í dag frá sér lagið Hamfarapopp. Með þeim í laginu Arnari og Helga Sæmundi syngur Salka Sól Eyfeld. 24. september 2021 17:30
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól