„Hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap“ Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2021 13:00 Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja rauða spjaldið fara of oft á loft í Olís-deild karla. Stöð 2 Sport „Annað hvort kallar brotið á tveggja mínútna brottvísun eða rautt spjald. Þú getur ekki dæmt það út frá því hvort að leikmaðurinn meiddi sig eða ekki,“ sagði Róbert Gunnarsson í heitum umræðum í Seinni bylgjunni um rauð spjöld í Olís-deild karla í handbolta. Þeir Róbert, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson voru hjartanlega sammála um það að dómarar í Olís-deildinni væru of gjarnir á að lyfta rauða spjaldinu. Þeir gáfu lítið fyrir þau rök að horfa ætti til afleiðinga brota. Í botnslag Víkings og HK í gær fór rauða spjaldið á loft um miðjan fyrri hálfleik þegar Hjörtur Ingi Halldórsson úr HK var rekinn af velli fyrir brot á Styrmi Sigurðarsyni. „Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ „Mér finnst þetta persónulega ekki vera rautt. Samkvæmt nýjustu reglum er þetta kannski rautt þegar verið er að horfa til afleiðinga. Ef við förum á fyrirlestur hjá dómaranefndinni þá geta þeir pottþétt réttlætt þetta, en hvað á varnarmaðurinn að gera?“ spurði Róbert en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um rauð spjöld Ásgeir tók í sama streng: „Hann er fyrir framan manninn allan tímann, þeir detta báðir og hinn er á fleygiferð. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið rautt spjald. Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ spurði Ásgeir sem óttast að leikaraskapur verði meira áberandi ef dæma eigi út frá afleiðingum brota: „Menn eru alltaf að tala um þessar afleiðingar og hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap. Við sjáum menn detta, vera eins og stunginn grís, bíða eftir því hvað dómarinn ætlar að gera og dómarinn bíður bara eftir viðbrögðum leikmannsins sem er meiddur. Þá fáum við bara ennþá fleiri rauð spjöld,“ sagði Ásgeir. „Allt of mörg rauð spjöld“ Í þættinum voru rifjuð upp fleiri rauð spjöld, sem Þrándur Gíslason úr Aftureldingu, Rúnar Kárason og Ólafur Gústafsson fengu. „Mér finnst bara komin allt, allt of mörg rauð spjöld,“ sagði Róbert. „Ég er sammála. Við erum búnir að færa línuna allt of neðarlega í þessum rauðu spjöldum. Leikurinn verður ekki eins skemmtilegur fyrir vikið. Í leik Víkings og HK er þetta risaákvörðun. Á 16. mínútu taka þeir einn besta leikmann HK bara út, í rauninni fyrir að lenda í aðstæðum sem eru slysalegar,“ sagði Ásgeir og Róbert bætti við: „Þetta býður upp á það að menn fari að krydda. Svo leikur einhver að hann sé geðveikt meiddur og þá er það rautt af því að hann meiddi sig svo mikið. Þetta er komið út í öfgar.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Þeir Róbert, Ásgeir Örn Hallgrímsson og þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson voru hjartanlega sammála um það að dómarar í Olís-deildinni væru of gjarnir á að lyfta rauða spjaldinu. Þeir gáfu lítið fyrir þau rök að horfa ætti til afleiðinga brota. Í botnslag Víkings og HK í gær fór rauða spjaldið á loft um miðjan fyrri hálfleik þegar Hjörtur Ingi Halldórsson úr HK var rekinn af velli fyrir brot á Styrmi Sigurðarsyni. „Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ „Mér finnst þetta persónulega ekki vera rautt. Samkvæmt nýjustu reglum er þetta kannski rautt þegar verið er að horfa til afleiðinga. Ef við förum á fyrirlestur hjá dómaranefndinni þá geta þeir pottþétt réttlætt þetta, en hvað á varnarmaðurinn að gera?“ spurði Róbert en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um rauð spjöld Ásgeir tók í sama streng: „Hann er fyrir framan manninn allan tímann, þeir detta báðir og hinn er á fleygiferð. Ég skil ekki hvernig þetta getur verið rautt spjald. Hvernig á hann þá eiginlega að geta spilað vörn?“ spurði Ásgeir sem óttast að leikaraskapur verði meira áberandi ef dæma eigi út frá afleiðingum brota: „Menn eru alltaf að tala um þessar afleiðingar og hvað gerist? Við fáum bara leikaraskap. Við sjáum menn detta, vera eins og stunginn grís, bíða eftir því hvað dómarinn ætlar að gera og dómarinn bíður bara eftir viðbrögðum leikmannsins sem er meiddur. Þá fáum við bara ennþá fleiri rauð spjöld,“ sagði Ásgeir. „Allt of mörg rauð spjöld“ Í þættinum voru rifjuð upp fleiri rauð spjöld, sem Þrándur Gíslason úr Aftureldingu, Rúnar Kárason og Ólafur Gústafsson fengu. „Mér finnst bara komin allt, allt of mörg rauð spjöld,“ sagði Róbert. „Ég er sammála. Við erum búnir að færa línuna allt of neðarlega í þessum rauðu spjöldum. Leikurinn verður ekki eins skemmtilegur fyrir vikið. Í leik Víkings og HK er þetta risaákvörðun. Á 16. mínútu taka þeir einn besta leikmann HK bara út, í rauninni fyrir að lenda í aðstæðum sem eru slysalegar,“ sagði Ásgeir og Róbert bætti við: „Þetta býður upp á það að menn fari að krydda. Svo leikur einhver að hann sé geðveikt meiddur og þá er það rautt af því að hann meiddi sig svo mikið. Þetta er komið út í öfgar.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira