Hafa aldrei fundið eins náið par risasvarthola svo nálægt jörðu Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 13:00 Vetrarbrautin NGC 7727 (til hægri) og tveir skínandi kjarnar þar sem risasvarthol er að finna (stækkuð mynd til vinstri). Í kringum svartholin er þétt þyrping stjarna. ESO/Voggel og fleiri Par risasvarthola sem hópur stjörnufræðinga fann nýlega er það þéttasta og nálægasta jörðinni sem fundist hefur til þessa. Stjörnufræðingar telja að svarholin tvö muni sameinast í náinni framtíð á stjarnfræðilegan mælikvarða. Þó að heil 89 milljón ljósár skilji svartholin tvö og sólkerfið okkar að er parið engu að síður það langnálægasta sem hefur fundist. Fyrri methafi er í um 470 milljón ljósára fjarlægð. Þau reyndust einnig nær hvort öðru en önnur risasvarholapör sem menn hafa fundið en „aðeins“ 1.600 ljósár eru á milli þeirra. Stærra svartholið er um 154 milljón sinnum efnismeira en sólin okkar og en hitt 6,3 milljón sinnum massameira. Stjörnufræðingarnir mældu stærð þeirra með því að kanna þyngdaráhrif á nærliggjandi stjörnur. Talið er að risasvarhol sé að finna í miðju allra stórra vetrarbrauta. Parið sem vísindamennirnir fundu er í miðju NGC 7727 vetrarbrautarinnar sem er afsprengi samruna tveggja þyrilvetrarbrauta í stjörnumerkinu vatnsberanum. Þegar vetrarbrautir sameinast á þann hátt stefna risasvarthol þeirra hvort á annað, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). „Vegalengdin milli svarholanna og innbyrðis hraði bendir til þess að þau muni á endanum sameinast í eitt enn stærra svarthol, líklega innan næstu 250 milljón ára,“ segir Holger Baumgardt, prófessor við Queensland-háskóla í Ástralíu og meðhöfundur greinar um uppgötvunina. Rannsókn stjörnufræðinganna er sögð benda til þess að mun fleiri risasvarthol sé að finnast í samrunavetrarbrautum í alheiminum. Þau gætu verið allt að þriðjungi fleiri í nágrannavetrarbrautum okkar en hingað til hefur verið talið. Uppfært 30.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var stærð svartholanna lítillega vanmetin. Þau eru 154 milljón og 6,3 milljón sinnum massameiri en sólin en ekki 154 og 6,3 sinnum massameiri eins og stóð upphaflega. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00 Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þó að heil 89 milljón ljósár skilji svartholin tvö og sólkerfið okkar að er parið engu að síður það langnálægasta sem hefur fundist. Fyrri methafi er í um 470 milljón ljósára fjarlægð. Þau reyndust einnig nær hvort öðru en önnur risasvarholapör sem menn hafa fundið en „aðeins“ 1.600 ljósár eru á milli þeirra. Stærra svartholið er um 154 milljón sinnum efnismeira en sólin okkar og en hitt 6,3 milljón sinnum massameira. Stjörnufræðingarnir mældu stærð þeirra með því að kanna þyngdaráhrif á nærliggjandi stjörnur. Talið er að risasvarhol sé að finna í miðju allra stórra vetrarbrauta. Parið sem vísindamennirnir fundu er í miðju NGC 7727 vetrarbrautarinnar sem er afsprengi samruna tveggja þyrilvetrarbrauta í stjörnumerkinu vatnsberanum. Þegar vetrarbrautir sameinast á þann hátt stefna risasvarthol þeirra hvort á annað, að því er segir í tilkynningu frá Evrópsku stjörnustöðinni á suðurhveli (ESO). „Vegalengdin milli svarholanna og innbyrðis hraði bendir til þess að þau muni á endanum sameinast í eitt enn stærra svarthol, líklega innan næstu 250 milljón ára,“ segir Holger Baumgardt, prófessor við Queensland-háskóla í Ástralíu og meðhöfundur greinar um uppgötvunina. Rannsókn stjörnufræðinganna er sögð benda til þess að mun fleiri risasvarthol sé að finnast í samrunavetrarbrautum í alheiminum. Þau gætu verið allt að þriðjungi fleiri í nágrannavetrarbrautum okkar en hingað til hefur verið talið. Uppfært 30.11.2021 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var stærð svartholanna lítillega vanmetin. Þau eru 154 milljón og 6,3 milljón sinnum massameiri en sólin en ekki 154 og 6,3 sinnum massameiri eins og stóð upphaflega.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00 Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00 Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Fundu fyrirferðarlítið svarthol utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum tókst að finna lítið svarthol inni í miðri stjörnuþyrpingu utan Vetrarbrautarinnar okkar. Aðferðin sem var notuð gæti gert þeim kleift að finna hulin svarthol í Vetrarbrautinni okkar og nálægum stjörnuþokum. 11. nóvember 2021 12:00
Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna. 12. október 2021 12:00
Vetrarbrautin verr blönduð en talið var Samsetning Vetrarbrautarinnar okkar er ekki eins einsleit og vísindamenn hafa talið til þessa. Niðurstöður rannsóknar stjarneðlisfræðings sem nam við Háskóla Íslands benda til þess að endurskoða þurfi líkön um myndun og þróun vetrarbrauta. 15. september 2021 08:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent