Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2021 12:11 Frá lyklaskiptunum í umhverfis- og loftslagsmálaráðuneytinu í dag. Vísir/Vilhelm Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Landverndar vegna stjórnarsáttmálans. Þar segist stjórn Landverndar fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% árið 2020 miðað við 2005 og markmiði um kolefnishlutleysi og full orkuskipti eigi síðar en árið 2040. „Eitt er að setja sér framsækið markmið, annað að tilgreina nauðsynlegar aðgerðir til að ná því markmiði. Stjórnarsáttmálinn er bæði fáorður og óljós um leiðir að þessu markmiði. Fáein ár eru til stefnu og því mikilvægt að uppfæra fyrirliggjandi aðgerðaráætlun fljótt og vel og leggja fram sannfærandi tímasettar aðgerðir og áfanga að þessum markmiðum.“ Ríkisstjórnin verði einnig að útskýra hvað felist í „kolefnishlutleysi“ Íslands gagnvart landnýtingu og losun gróðurhúsalofttegunda frá landi. „Loftslagsmál snerta marga málaflokka og því er það fagnaðarefni að forsætisráðuneytið skuli fá það hlutverk að samræma allar stjórnvaldsákvarðanir er lúta að markmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda.“ Í raun stríðsyfirlýsing Landvernd segir rétt að minna á að náttúruvernd og loftslagsvernd verði að haldast í hendur. Ríkisstjórnin segist ætla að ljúka við þriðja áfanga rammááætlunar. Þar stendur til að fjölga kostum í biðflokki og endurskoða verndar- og orkunýtingaráætlun frá grunni. „Áform um að ganga gegn áliti fagaðila um röðun í flokka rammaáætlunar III er í raun stríðsyfirlýsing. Almenn samstaða hefur verið um að rammaáætlun, byggð á faglegum forsendum, væri forsenda víðtækari sáttar um náttúrvernd og virkjanir. Gangi ríkisstjórnin gegn þessari sátt er sú sáttaviðleitni einskis virði. Í inngangi sáttmálans er talað um sátt um auðlindanýtingu. Hún verður að byggjast á samtali og gagnsæi og byggja á faglegum vinnubrögðum, náttúruverndarlögum og alþjóðasamþykktum.“ Stjórn Landverndar óttast þá ákvörðun að fella orkumál og náttúruvernd undir sama ráðuneyti. Guðlaugur Þór Þórðarson mun halda utan um umhverfis- og loftslagsmálin næstu fjögur árin. „Það er nauðsynlegt að náttúrvernd eigi talsmann við ríkisstjórnarborðið. Með því að slá þessum málaflokkum saman er mikil hætta á að fjársterkir aðilar sem sækjast eftir að virkja og spilla íslenskri náttúru fái mun meira vægi í ákvarðanatöku. Mikilvægu jafnvægi í stjórnsýslu er raskað með þessari ákvörðun og hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að endurskoða þessa ákvörðun. Gleymum því ekki að náttúra Íslands er einstök á heimsvísu og gildi hennar fyrir allt mannkyn, núlifandi og framtíðar, verður ekki metið til fjár.“ Besta leiðin sé að stofna þjóðgarð Stjórn Landverndar telur að fara eigi mjög varlega í uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi og að þau eigi skilyrðislaust að falla undir rammaáætlun. Stjórnin telur fyrirætlanir um að greiða götu vindorkuvera með sérlögum eins og talað er um í stjórnarsáttmálanum mjög varhugaverða. „Stjórn Landverndar harmar það undanhald sem ríkisstjórnin skipuleggur í verndun Hálendis Íslands. Víðtæk samstaða er um það í samfélaginu að vernda beri hálendið fyrir virkjunum og öðrum mannvirkjum. Þá þarf að bæta verndun einstakra svæða, auka fræðslu og bæta öryggi þeirra sem vilja njóta víðerna, frelsis og náttúru á hálendinu. Besta leiðin til þess er að stofna þjóðgarð.“ Á síðasta kjörtímabili hafi verið unnið að því að bæta stjórnsýslu náttúruverndarmála með því að koma þeim undir einn hatt, sem hafði fengið vinnuheitið Þjóðgarðastofnun. „Ekkert er að finna í nýjum stjórnarsáttmála um þetta brýna verkefni, sem gæti þó hlotið betra heiti eins og til dæmis Náttúran.“ Hvernig eigi að vaxa til velsældar Þá telur Landvernd að tilfærslur á málaflokkum í umhverfismálum séu þeim ekki til framdráttar. Náttúruvernd og loftslagsmál verði að skoðast saman og erfitt sé fyrir einn ráðherra að gæta hagsmuna umhverfisins um leið og hann sé ráðherra orkumála. „Mjög slæmt er að slíta skipulagsmál úr samhengi við náttúruvernd og færa þau yfir í ráðuneyti innviða. Þá eru landgræðsla og skógrækt einnig gríðarstór umhverfismál sem verður að skoða heildstætt í samhengi við náttúrvernd og loftslagsmál.“ Stjórn Landverndar harmar að ríkistjórnin skuli ekki lýsa eftir samstarfi við frjáls félagsamtök og koma ákvæðum Árósasamningsins um réttindi slíkra samtaka til framkvæmda, eins og vera ber. Þá vanti í sáttmálann að skýra hvernig eigi að „vaxa til velsældar” en um leið koma á hringrásarhagkerfi og leysa úr því ófremdarástandi sem mikil neysla síðustu áratuga hafi skapað í auðlindanýtingu heimsins og í úrgangsmálum á Íslandi. „Stjórn Landverndar óskar nýrri ríkisstjórn heilla í starfi og mun hér eftir sem hingað til leitast við að vera rödd náttúru- og umhverfisverndar með um 6.000 félagsmenn að bakhjarli. Að neðan eru yfirlit yfir 11 mál sem stjórnin leggur áherslu á um þessar mundir.“ Stjórn Landverndar vill nýta þessi tímamót til að tilgreina þau mál sem samtökin telja að eigi að hafa forgang og hvetur ríkisstjórnina til að veita þeim stuðning í starfinu sem framundan er. 1. Lýsa strax yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bæta stjórnsýslu loftslagsmála tafarlaust. 2. Setja fram framkvæmdaráætlun um Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 og bann við innflutningi á bensín- og díselbílum frá 2023, sem lagt yrði fyrir Alþingi á næsta löggjafaþingi. 3. Lögfesta markmið í loftslagsmálum og koma stighækkandi gjaldi á alla losun gróðurhúsaloftegunda – en tryggja um leið að gjaldið auki ekki á misskiptingu í samfélaginu (á næsta löggjafaþingi). 4. Lögbinda ákvæði Árósasamningsins um réttindi umhverfissamtaka, samræma lög um mat á umhverfisáhrifum skv. alþjóðlegum skuldbindingum og innleiða ákvæði um umhverfis- og náttúrvernd í stjórnarskrá (fyrir árið 2024). 5. Heimila sveitarfélögum að leggja gjöld á nagladekk í þeim tilgangi að draga úr notkun þeirra og bæta þannig loftgæði og heilsufar íbúa (á næsta löggjafaþingi). 6. Stofna þjóðgarð til að styrkja vernd hálendisins, auka öryggi og bæta aðgengi gesta, endurskipuleggja stjórnsýslu náttúruverndar til að efla hana og hagræða, 7. Að fylgja eftir vinnu við rammaáætlun, og setja á ótímabundið bann við frekari virkjunum á hálendinu (á þarnæsta löggjafarþingi). 8. Gera stórtækt átak til endurheimtar vistkerfa svo sem eins og votlenda og stöðva beit á illa förnu landi. Bæta og fylgja eftir lögum og reglum um framandi ágengar tegundir og lögum er varða lausagöngu búfjár (fyrir árslok 2022). 9. Innleiða umbætur á styrkjakerfum svo tryggja megi sjálfbæra landnýtingu og matvælaframleiðslu (fyrir árslok 2023). 10. Framfylgja af krafti stefnu í úrgangsmálum „í átt að hringrásarhagkerfi“ og opna með lagabreytingum aðgengi almannahagsmunasamtaka að stjórn Úrvinnslusjóðs (á næsta löggjafaþingi). 11. Koma böndum á og stöðva neikvæð umhverfisáhrif fiskeldis í sjókvíum með nauðsynlegum umbótum á lögum og reglum sem um það gilda (fyrir árslok 2022). Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vindorka Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu Landverndar vegna stjórnarsáttmálans. Þar segist stjórn Landverndar fagna áformum nýrrar ríkisstjórnar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55% árið 2020 miðað við 2005 og markmiði um kolefnishlutleysi og full orkuskipti eigi síðar en árið 2040. „Eitt er að setja sér framsækið markmið, annað að tilgreina nauðsynlegar aðgerðir til að ná því markmiði. Stjórnarsáttmálinn er bæði fáorður og óljós um leiðir að þessu markmiði. Fáein ár eru til stefnu og því mikilvægt að uppfæra fyrirliggjandi aðgerðaráætlun fljótt og vel og leggja fram sannfærandi tímasettar aðgerðir og áfanga að þessum markmiðum.“ Ríkisstjórnin verði einnig að útskýra hvað felist í „kolefnishlutleysi“ Íslands gagnvart landnýtingu og losun gróðurhúsalofttegunda frá landi. „Loftslagsmál snerta marga málaflokka og því er það fagnaðarefni að forsætisráðuneytið skuli fá það hlutverk að samræma allar stjórnvaldsákvarðanir er lúta að markmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda.“ Í raun stríðsyfirlýsing Landvernd segir rétt að minna á að náttúruvernd og loftslagsvernd verði að haldast í hendur. Ríkisstjórnin segist ætla að ljúka við þriðja áfanga rammááætlunar. Þar stendur til að fjölga kostum í biðflokki og endurskoða verndar- og orkunýtingaráætlun frá grunni. „Áform um að ganga gegn áliti fagaðila um röðun í flokka rammaáætlunar III er í raun stríðsyfirlýsing. Almenn samstaða hefur verið um að rammaáætlun, byggð á faglegum forsendum, væri forsenda víðtækari sáttar um náttúrvernd og virkjanir. Gangi ríkisstjórnin gegn þessari sátt er sú sáttaviðleitni einskis virði. Í inngangi sáttmálans er talað um sátt um auðlindanýtingu. Hún verður að byggjast á samtali og gagnsæi og byggja á faglegum vinnubrögðum, náttúruverndarlögum og alþjóðasamþykktum.“ Stjórn Landverndar óttast þá ákvörðun að fella orkumál og náttúruvernd undir sama ráðuneyti. Guðlaugur Þór Þórðarson mun halda utan um umhverfis- og loftslagsmálin næstu fjögur árin. „Það er nauðsynlegt að náttúrvernd eigi talsmann við ríkisstjórnarborðið. Með því að slá þessum málaflokkum saman er mikil hætta á að fjársterkir aðilar sem sækjast eftir að virkja og spilla íslenskri náttúru fái mun meira vægi í ákvarðanatöku. Mikilvægu jafnvægi í stjórnsýslu er raskað með þessari ákvörðun og hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að endurskoða þessa ákvörðun. Gleymum því ekki að náttúra Íslands er einstök á heimsvísu og gildi hennar fyrir allt mannkyn, núlifandi og framtíðar, verður ekki metið til fjár.“ Besta leiðin sé að stofna þjóðgarð Stjórn Landverndar telur að fara eigi mjög varlega í uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi og að þau eigi skilyrðislaust að falla undir rammaáætlun. Stjórnin telur fyrirætlanir um að greiða götu vindorkuvera með sérlögum eins og talað er um í stjórnarsáttmálanum mjög varhugaverða. „Stjórn Landverndar harmar það undanhald sem ríkisstjórnin skipuleggur í verndun Hálendis Íslands. Víðtæk samstaða er um það í samfélaginu að vernda beri hálendið fyrir virkjunum og öðrum mannvirkjum. Þá þarf að bæta verndun einstakra svæða, auka fræðslu og bæta öryggi þeirra sem vilja njóta víðerna, frelsis og náttúru á hálendinu. Besta leiðin til þess er að stofna þjóðgarð.“ Á síðasta kjörtímabili hafi verið unnið að því að bæta stjórnsýslu náttúruverndarmála með því að koma þeim undir einn hatt, sem hafði fengið vinnuheitið Þjóðgarðastofnun. „Ekkert er að finna í nýjum stjórnarsáttmála um þetta brýna verkefni, sem gæti þó hlotið betra heiti eins og til dæmis Náttúran.“ Hvernig eigi að vaxa til velsældar Þá telur Landvernd að tilfærslur á málaflokkum í umhverfismálum séu þeim ekki til framdráttar. Náttúruvernd og loftslagsmál verði að skoðast saman og erfitt sé fyrir einn ráðherra að gæta hagsmuna umhverfisins um leið og hann sé ráðherra orkumála. „Mjög slæmt er að slíta skipulagsmál úr samhengi við náttúruvernd og færa þau yfir í ráðuneyti innviða. Þá eru landgræðsla og skógrækt einnig gríðarstór umhverfismál sem verður að skoða heildstætt í samhengi við náttúrvernd og loftslagsmál.“ Stjórn Landverndar harmar að ríkistjórnin skuli ekki lýsa eftir samstarfi við frjáls félagsamtök og koma ákvæðum Árósasamningsins um réttindi slíkra samtaka til framkvæmda, eins og vera ber. Þá vanti í sáttmálann að skýra hvernig eigi að „vaxa til velsældar” en um leið koma á hringrásarhagkerfi og leysa úr því ófremdarástandi sem mikil neysla síðustu áratuga hafi skapað í auðlindanýtingu heimsins og í úrgangsmálum á Íslandi. „Stjórn Landverndar óskar nýrri ríkisstjórn heilla í starfi og mun hér eftir sem hingað til leitast við að vera rödd náttúru- og umhverfisverndar með um 6.000 félagsmenn að bakhjarli. Að neðan eru yfirlit yfir 11 mál sem stjórnin leggur áherslu á um þessar mundir.“ Stjórn Landverndar vill nýta þessi tímamót til að tilgreina þau mál sem samtökin telja að eigi að hafa forgang og hvetur ríkisstjórnina til að veita þeim stuðning í starfinu sem framundan er. 1. Lýsa strax yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bæta stjórnsýslu loftslagsmála tafarlaust. 2. Setja fram framkvæmdaráætlun um Jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2035 og bann við innflutningi á bensín- og díselbílum frá 2023, sem lagt yrði fyrir Alþingi á næsta löggjafaþingi. 3. Lögfesta markmið í loftslagsmálum og koma stighækkandi gjaldi á alla losun gróðurhúsaloftegunda – en tryggja um leið að gjaldið auki ekki á misskiptingu í samfélaginu (á næsta löggjafaþingi). 4. Lögbinda ákvæði Árósasamningsins um réttindi umhverfissamtaka, samræma lög um mat á umhverfisáhrifum skv. alþjóðlegum skuldbindingum og innleiða ákvæði um umhverfis- og náttúrvernd í stjórnarskrá (fyrir árið 2024). 5. Heimila sveitarfélögum að leggja gjöld á nagladekk í þeim tilgangi að draga úr notkun þeirra og bæta þannig loftgæði og heilsufar íbúa (á næsta löggjafaþingi). 6. Stofna þjóðgarð til að styrkja vernd hálendisins, auka öryggi og bæta aðgengi gesta, endurskipuleggja stjórnsýslu náttúruverndar til að efla hana og hagræða, 7. Að fylgja eftir vinnu við rammaáætlun, og setja á ótímabundið bann við frekari virkjunum á hálendinu (á þarnæsta löggjafarþingi). 8. Gera stórtækt átak til endurheimtar vistkerfa svo sem eins og votlenda og stöðva beit á illa förnu landi. Bæta og fylgja eftir lögum og reglum um framandi ágengar tegundir og lögum er varða lausagöngu búfjár (fyrir árslok 2022). 9. Innleiða umbætur á styrkjakerfum svo tryggja megi sjálfbæra landnýtingu og matvælaframleiðslu (fyrir árslok 2023). 10. Framfylgja af krafti stefnu í úrgangsmálum „í átt að hringrásarhagkerfi“ og opna með lagabreytingum aðgengi almannahagsmunasamtaka að stjórn Úrvinnslusjóðs (á næsta löggjafaþingi). 11. Koma böndum á og stöðva neikvæð umhverfisáhrif fiskeldis í sjókvíum með nauðsynlegum umbótum á lögum og reglum sem um það gilda (fyrir árslok 2022).
Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vindorka Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira