Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2021 08:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét ekki duga að afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hann fékk sömuleiðis Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug heldur mikið upp á. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira