Lyfjaframleiðslan er á vegum fyrirtækisins Ísteka ehf en tæplega 120 hrossabú halda hryssur sem notaðar eru í þessari umdeildum búgrein.
Blóðmerarhald og ill meðferð hrossa verður umræðuefni Pallborðsins að þessu sinni en til að velta upp ýmsum hliðum málsins mæta Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, og Súsanna Sand Ólafsdóttir, formaður Félags tamningamanna.
Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, hafnaði þátttöku þrátt fyrir ítrekuð boð í þáttinn.
Sýnd verða brot úr umræddu myndbandi dýraverndunarsamtakanna og einnig verður birt viðtal við Gunnar Sturluson, lögmann, hrossaræktanda og forseta FEIF, alþjóðasamtaka íslandshestafélaga.
Telma L. Tómasson stýrði Pallborðinu sem sjá má í heild sinni hér að neðan.