Traustið á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 11:52 Guðmundur Gunnarsson var oddviti Viðreisnar í alþingiskosningunum. visir/vilhelm Frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir traust sitt á Alþingi og lýðræðislegum ferlum í ræsinu eftir niðurstöðu kjörbréfamálsins. Hann sjái engan annan kost í stöðunni en að fara með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum, var einn þeirra sem mældist inni eftir fyrri talningu í kjördæminu. Eftir endurtalningu missti hann sæti sitt og var í hópi þeirra sem kærði kosningarnar. Hann segir niðurstöðu þingins, sem staðfesti í gær kjörbréf allra þingmanna samkvæmt seinni talningu, vonbrigði en þó viðbúna. „Ég held að það hafi allir vitað í hvað stefndi og hvernig ætti að leiða fram þessa súrrealísku og fáránlegu niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Við vitum að lög voru brotin og við vitum líka að það var hægt að svindla í þessum kosningum. Og það að við séum tilbúin til þess að stimpla það í sölum Alþingis og taka því af einhverri léttuð - ég held að það sé bara mikill áfellisdómur.“ Hann telur kjörbréfanefnd ekki hafa tekist að eyða neinum vafa. „Ég, eins og kannski margir aðrir Íslendingar hef hingað til borið mikið traust bæði til kosninga og lýðræðislegra ferla. Það er algjörlega í ræsinu eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að ég sé enga ástæðu til þess að mæta á kjörstað fyrr en það er allavega búið að girða fyrir það að við getum umgengist svona mikilvæga ferla af jafn miklu fúski og raun ber vitni í þessu máli.“ Kjörbréfanefnd klofnaði í niðurstöðu sinni en meirihlutinn taldi þó rétt að staðfesta kjörbréf allra þingmanna.visir/Vilhelm Guðmundur hyggst nú fara yfir næstu skref ásamt lögfræðingum sínum og segist ætla alla leið með málið, sem hann telur eiga fullt erindi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Ég get ekkert annað, réttlætiskenndin er það rík. En það tekur tíma. En ég er ekki í nokkrum vafa um að sá dómur og að sú skoðun muni ekki fara sérstaklega mjúkum höndum um okkur eða vera neitt sérstaklega falleg.“ „Það er allavega ljóst í mínum huga af þessum atburðum í gær að við erum ekki fær um að standa með almannahagsmunum án þess að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig það er gert,“ segir Guðmundur. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum, var einn þeirra sem mældist inni eftir fyrri talningu í kjördæminu. Eftir endurtalningu missti hann sæti sitt og var í hópi þeirra sem kærði kosningarnar. Hann segir niðurstöðu þingins, sem staðfesti í gær kjörbréf allra þingmanna samkvæmt seinni talningu, vonbrigði en þó viðbúna. „Ég held að það hafi allir vitað í hvað stefndi og hvernig ætti að leiða fram þessa súrrealísku og fáránlegu niðurstöðu,“ segir Guðmundur. „Við vitum að lög voru brotin og við vitum líka að það var hægt að svindla í þessum kosningum. Og það að við séum tilbúin til þess að stimpla það í sölum Alþingis og taka því af einhverri léttuð - ég held að það sé bara mikill áfellisdómur.“ Hann telur kjörbréfanefnd ekki hafa tekist að eyða neinum vafa. „Ég, eins og kannski margir aðrir Íslendingar hef hingað til borið mikið traust bæði til kosninga og lýðræðislegra ferla. Það er algjörlega í ræsinu eins og staðan er núna. Ég segi fyrir mitt leyti að ég sé enga ástæðu til þess að mæta á kjörstað fyrr en það er allavega búið að girða fyrir það að við getum umgengist svona mikilvæga ferla af jafn miklu fúski og raun ber vitni í þessu máli.“ Kjörbréfanefnd klofnaði í niðurstöðu sinni en meirihlutinn taldi þó rétt að staðfesta kjörbréf allra þingmanna.visir/Vilhelm Guðmundur hyggst nú fara yfir næstu skref ásamt lögfræðingum sínum og segist ætla alla leið með málið, sem hann telur eiga fullt erindi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Ég get ekkert annað, réttlætiskenndin er það rík. En það tekur tíma. En ég er ekki í nokkrum vafa um að sá dómur og að sú skoðun muni ekki fara sérstaklega mjúkum höndum um okkur eða vera neitt sérstaklega falleg.“ „Það er allavega ljóst í mínum huga af þessum atburðum í gær að við erum ekki fær um að standa með almannahagsmunum án þess að fá einhverjar leiðbeiningar um hvernig það er gert,“ segir Guðmundur.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira