ESB boðar flugbann og WHO fundar um nýja afbrigðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2021 10:31 Fólk bíður bólusetningar í Suður-Afríku. Vert er að hafa í huga að þar eru aðeins 24 prósent þjóðarinnar bólusett. AP/Denis Farrell Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá því á Twitter í morgun að framkvæmdastjórnin myndi leggja til, í samráði við aðildarríki sambandsins, að banna flug frá suðurhluta Afríku. Stjórnvöld í Bretlandi voru fyrst að ríða á vaðið og banna flug frá Suður-Afríku, þar sem að minnsta kosti 77 tilfelli hafa verið staðfest. SARS-CoV-2 er kórónuveiran sem veldur Covid-19 en menn óttast að nýja afbrigðið, B.1.1.529, sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Hlutabréfamarkaðir og olíuverð hafa lækkað í morgun í kjölfar fregna af hinu nýja, mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2. Lækkunin nam 3,3 prósentum í Lundúnum og 2,5 prósentum í Tókýó. Enn sem komið er hefur afbrigðið aðeins verið greint í Suður-Afríku, Botswana, Ísrael og Hong Kong. Þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku og sá sem greindist í Ísrael var að koma frá Malawi. Tvö önnur möguleg tilvik eru til skoðunar í Ísrael en umræddir einstaklingar þar í landi eru allir bólusettir. Nýja afbrigðið hefur fjölmargar breytingar á svokölluðu bindiprótíni og er sagt afar ólíkt því afbrigði sem fyrst greindist í Wuhan.epa/Nic Bothma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á þau gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529 og ákvarða hvort það verður flokkað sem afbrigði til að fylgjast með eða afbrigði til að hafa áhyggjur af. Japan, Indland og Ítalía hyggjst grípa til sérstakra aðgerða á landamærum sínum vegna afbrigðisins en utanríkisráðherra Suður-Afríku segir ótímabært að banna flug frá landinu, þar sem WHO hafi ekki enn tekið afstöðu til þess. Sérfræðingar á Bretlandseyjum hafa sagt í fjölmiðlum að bóluefnin sem nú er verið að nota gegn Covid-19 muni nær örugglega reynast minna virk gegn nýja afbrigðinu en að hægt yrði að breyta þeim til að verja gegn því. Þá segja þeir ekki ástæðu til að örvænta og benda á að nú séu ný lyf að koma fram gegn sjúkdómnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hvatt menn til að stíga varlega til jarðar í ályktunum um áhrif nýja afbrigðisins og Mike Tildesley, einn ráðgjafa breskra stjórnvalda, tekur í sama streng. Of snemmt sé að spegúlera um áhrif bóluefna á nýja afbrigðið og þá sé rétt að hafa í huga að möguleg hröð dreifing í Suður-Afríku ætti ekki að koma á óvart þar sem aðeins 24 prósent þjóðarinnar væru bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Suður-Afríka Tengdar fréttir Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Stjórnvöld í Bretlandi voru fyrst að ríða á vaðið og banna flug frá Suður-Afríku, þar sem að minnsta kosti 77 tilfelli hafa verið staðfest. SARS-CoV-2 er kórónuveiran sem veldur Covid-19 en menn óttast að nýja afbrigðið, B.1.1.529, sé bæði smitnæmara og mögulega líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans. Hlutabréfamarkaðir og olíuverð hafa lækkað í morgun í kjölfar fregna af hinu nýja, mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2. Lækkunin nam 3,3 prósentum í Lundúnum og 2,5 prósentum í Tókýó. Enn sem komið er hefur afbrigðið aðeins verið greint í Suður-Afríku, Botswana, Ísrael og Hong Kong. Þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku og sá sem greindist í Ísrael var að koma frá Malawi. Tvö önnur möguleg tilvik eru til skoðunar í Ísrael en umræddir einstaklingar þar í landi eru allir bólusettir. Nýja afbrigðið hefur fjölmargar breytingar á svokölluðu bindiprótíni og er sagt afar ólíkt því afbrigði sem fyrst greindist í Wuhan.epa/Nic Bothma Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á þau gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529 og ákvarða hvort það verður flokkað sem afbrigði til að fylgjast með eða afbrigði til að hafa áhyggjur af. Japan, Indland og Ítalía hyggjst grípa til sérstakra aðgerða á landamærum sínum vegna afbrigðisins en utanríkisráðherra Suður-Afríku segir ótímabært að banna flug frá landinu, þar sem WHO hafi ekki enn tekið afstöðu til þess. Sérfræðingar á Bretlandseyjum hafa sagt í fjölmiðlum að bóluefnin sem nú er verið að nota gegn Covid-19 muni nær örugglega reynast minna virk gegn nýja afbrigðinu en að hægt yrði að breyta þeim til að verja gegn því. Þá segja þeir ekki ástæðu til að örvænta og benda á að nú séu ný lyf að koma fram gegn sjúkdómnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hvatt menn til að stíga varlega til jarðar í ályktunum um áhrif nýja afbrigðisins og Mike Tildesley, einn ráðgjafa breskra stjórnvalda, tekur í sama streng. Of snemmt sé að spegúlera um áhrif bóluefna á nýja afbrigðið og þá sé rétt að hafa í huga að möguleg hröð dreifing í Suður-Afríku ætti ekki að koma á óvart þar sem aðeins 24 prósent þjóðarinnar væru bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Suður-Afríka Tengdar fréttir Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15 Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58
Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25. nóvember 2021 23:15
Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. 25. nóvember 2021 06:59