Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar. Þar segir ennfremur að engar markverðar breytingar hafi mælst í Gígjukvísl, sama hvort litið sé til vatnshæðar, rafleiðni eða gass.
Vísindaráð almannavarna fundaði í gær um stöðu mála þar sem sigið sé vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.
Greint var frá því að íshellan hafi sigið um tæpa 60 sentimetra á síðustu dögum og hraðinn á siginu hafi verið að aukast.
„Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar á næstu tveimur dögum og muni ná hámarki á 4-8 dögum eftir það,“ kom fram í tilkynningunni í gær.