Bensínlekinn á Hofsósi: N1 hefji framkvæmdir innan tveggja vikna Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2021 07:49 Frá Hofsósi í Skagafirði. Myndin er úr safni. Getty Umhverfisstofnun hefur birt fyrirmæli um þær úrbætur sem krafist er af hendi N1 vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Þar segir að hefja skuli gröft á skurðum og niðursetningu loftunarröra vegna hreinsunarstarfsins innan tveggja vikna. Staðfest var í desember 2019 að það læki úr bensíngeyminum og var hann grafinn upp og fjarlægður næsta sumar. Á botni geymisins fannst gat og reyndist mikil olíumengun í jarðvegi. Þrjú nálæg íbúðarhús voru metin óíbúðarhæf, auk afgreiðslustöðvarinnar, vegna mengunarinnar og var ráðist í umfangsmiklar jarðvegsrannsóknir til að meta umfangið. Fyrirmæli Umhverfisstofnunar byggja á tillögum sem settar voru fram úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1. Þar segir að markmið hreinsunarinnar sé að þau hús sem hafi orðið fyrir áhrifum mengunarinnar (Suðurbraut 6, 8, 9 og 10) verði sem fyrst íbúðarhæf og að styrkur mengunarinnar í þeim valdi ekki heilsuspillandi áhrifum. N1 er meðal annars gert að hefja gröft á skurðum í kringum Suðurbraut 6, 8 og 10 og sömuleiðis á milli þeirra ef hægt er. Þá segir að það skuli setja niður loftunarrör í samræmi við tillögur í úrbótaáætlun, að því gefnu að framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins Skagafjarðar liggi fyrir framkvæmdinni. Skulu framkvæmdir hefjast innan tveggja vikna frá útgáfu fyrirmælanna síðasta mánudag. Auk þess skuli setja kolasíur á öll loftunarrör og blásara, auk þess að skila reglulegum áfangaskýrslum til Umhverfisstofnunar um framvindu hreinsunarstarfsins. Bensín og olía Umhverfismál Skagafjörður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
Staðfest var í desember 2019 að það læki úr bensíngeyminum og var hann grafinn upp og fjarlægður næsta sumar. Á botni geymisins fannst gat og reyndist mikil olíumengun í jarðvegi. Þrjú nálæg íbúðarhús voru metin óíbúðarhæf, auk afgreiðslustöðvarinnar, vegna mengunarinnar og var ráðist í umfangsmiklar jarðvegsrannsóknir til að meta umfangið. Fyrirmæli Umhverfisstofnunar byggja á tillögum sem settar voru fram úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís hf. vann fyrir hönd N1. Þar segir að markmið hreinsunarinnar sé að þau hús sem hafi orðið fyrir áhrifum mengunarinnar (Suðurbraut 6, 8, 9 og 10) verði sem fyrst íbúðarhæf og að styrkur mengunarinnar í þeim valdi ekki heilsuspillandi áhrifum. N1 er meðal annars gert að hefja gröft á skurðum í kringum Suðurbraut 6, 8 og 10 og sömuleiðis á milli þeirra ef hægt er. Þá segir að það skuli setja niður loftunarrör í samræmi við tillögur í úrbótaáætlun, að því gefnu að framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins Skagafjarðar liggi fyrir framkvæmdinni. Skulu framkvæmdir hefjast innan tveggja vikna frá útgáfu fyrirmælanna síðasta mánudag. Auk þess skuli setja kolasíur á öll loftunarrör og blásara, auk þess að skila reglulegum áfangaskýrslum til Umhverfisstofnunar um framvindu hreinsunarstarfsins.
Bensín og olía Umhverfismál Skagafjörður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira