Hafa áhyggjur af nýju og mikið stökkbreyttu afbrigði SARS-CoV-2 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2021 06:59 Stökkbreytingarnar er að finna á bindiprótíni afbrigðisins. Getty Vísindamenn fylgjast nú vel með nýju afbrigði SARS-CoV-2, sem hefur 32 stökkbreytingar á bindiprótíni (e. spike protein) og er mögulega betur í stakk búið en önnur afbrigði veirunnar til að komast framhjá ónæmisvörnum líkamans. Afbrigðið, B.1.1.529, uppgötvaðist fyrst í Botswana þar sem það hefur nú fundist hjá þremur einstaklingum. Þá hafa sex tilvik verið greind í Suður-Afríku og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku. SARS-CoV-2 er veiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Tom Peacock, veirufræðingur við Imperial College London, deildi gögnum um afbrigðið á vefsíðu þar sem menn deila raðgreiningum SARS-CoV-2 og segir fjölda stökkbreytinganna á bindiprótíninu, eða broddprótíninu, vekja ákveðinn ugg. Þá fylgjast veirufræðingar í Suður-Afríku náið með þróun mála, þar sem afbrigðið hefur fundist á svæðum þar sem faraldurinn er í vexti. Ravi Gupta, prófessor í örverufræðum við Cambridge University, segir að tvær stökkbreytinganna virðist auka sýkingahæfni og auka getu afbrigðisins til að komast hjá ónæmiskerfinu. Hins vegar sé ekki ljóst hversu smitandi afbrigðið sé en það sé til að mynda lykilþáttur í því hversu hratt Delta-afbrigðið hafi farið um heiminn. Vísbendingar eru uppi um að stökkbreytingarnar hafi allar eða flestar orðið á sama tíma, mögulega hjá einum sjúklingi með veikt ónæmiskerfi og króníska sýkingu. Francois Balloux, framkvæmdastjóri UCL Genetics Institute, segir ótímabært að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu enn sem komið er en fylgjast þurfi með því. Guardian greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Afbrigðið, B.1.1.529, uppgötvaðist fyrst í Botswana þar sem það hefur nú fundist hjá þremur einstaklingum. Þá hafa sex tilvik verið greind í Suður-Afríku og eitt í Hong Kong en þar var um að ræða ferðamann sem var að koma frá Suður-Afríku. SARS-CoV-2 er veiran sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Tom Peacock, veirufræðingur við Imperial College London, deildi gögnum um afbrigðið á vefsíðu þar sem menn deila raðgreiningum SARS-CoV-2 og segir fjölda stökkbreytinganna á bindiprótíninu, eða broddprótíninu, vekja ákveðinn ugg. Þá fylgjast veirufræðingar í Suður-Afríku náið með þróun mála, þar sem afbrigðið hefur fundist á svæðum þar sem faraldurinn er í vexti. Ravi Gupta, prófessor í örverufræðum við Cambridge University, segir að tvær stökkbreytinganna virðist auka sýkingahæfni og auka getu afbrigðisins til að komast hjá ónæmiskerfinu. Hins vegar sé ekki ljóst hversu smitandi afbrigðið sé en það sé til að mynda lykilþáttur í því hversu hratt Delta-afbrigðið hafi farið um heiminn. Vísbendingar eru uppi um að stökkbreytingarnar hafi allar eða flestar orðið á sama tíma, mögulega hjá einum sjúklingi með veikt ónæmiskerfi og króníska sýkingu. Francois Balloux, framkvæmdastjóri UCL Genetics Institute, segir ótímabært að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu enn sem komið er en fylgjast þurfi með því. Guardian greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent