Oddviti yfirkjörstjórnar norðvestur kærður til lögreglu fyrir mögulegt kosningasvindl Jón Þór Ólafsson skrifar 24. nóvember 2021 13:01 Kæran byggir á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni. Gögn URK Alþingis sýna að: Oddviti yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis (YNV) skapaði sér með lögbroti tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningum, Oddvitinn hraðaði svo endurtalningu atkvæðanna þannig að lögbundið eftirlit var ómögulegt, Oddvitinn fór þá rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. Kæran beinir því til lögreglu að rannsaka sérstaklega hvort gögn málsins sýni að nægar líkur séu á því að oddviti YNV hafi brotið 128 gr. laga um kosningar til Alþingis með því að hafa vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu. Séu fyrir hendi næg sönnunargögn sé rétt samkvæmt lögum að gefa út ákæru þess efnis, en slíkt brot varðar fangelsi allt að fjórum árum. Kæran beinir því jafnframt til lögreglu að rannsaka önnur möguleg lögbrot við framkvæmd kosninganna er varða sektum. Oddviti YNV var einn með óinnsigluðum atkvæðum í rúman hálftíma, en ein mínúta nægir til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með strokleðri og blýanti. Í málsatvikalýsingu URK segir:„Í upplýsingum lögreglu liggur fyrir að oddviti yfirkjörstjórnar hafi komið í talningarsal kl. 11.59 [...] Hefur oddviti yfirkjörstjórnar staðfest á fundi með nefndinni að hann hafi mætt fyrstur á staðinn skömmu fyrir tólf á hádegi sunnudaginn 26. september 2021. [...] Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur fyrir að á tímabilinu kl. 11.59 til kl. 12.28 var starfsfólk hótelsins á ferðinni inn og út úr fremri sal. Einnig liggur fyrir að næsti fulltrúi yfirkjörstjórnar til að mæta á eftir oddvita hafi komið kl. 12.35.“Fyrir liggur og það staðfest af oddvita YNV að hann hafi verið einn með óinnsigluðum atkvæðunum, sem eitt og sér er ekki heimilt samkvæmt lögum og gæti varðað sektum. Í þessu tilfelli var um að ræða nægan tíma fyrir viðkomandi til að sýsla með hin óinnsigluðu kjörgögn til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með því að stroka út atkvæði 9 kjósenda og merkja á atkvæðaseðilinn við aðra flokka í staðinn. Slíkt varðar fangelsi allt að fjórum skv. 128 gr. laga um kosningar til Alþingis. Til að meta líkur á slíkum kosningabrotum er mikilvægt að horfa til þess sem fram kemur í málsatvikalýsingu URK og gerðabók YNV að:„Í fyrsta C atkvæðabunka sem oddviti tók upp reyndust vera átta atkvæði sem tilheyrðu D lista og eitt atkvæði sem tilheyrði B lista.“ Í málsatvikalýsingu URK segir svo: „Í samtali við nefndina kom fram í máli tveggja fulltrúa í yfirkjörstjórn að öll rangt flokkuðu atkvæðin í C-lista bunka hafi verið inni í miðjum bunkanum sem tekinn var fyrstur upp.“Þetta þýðir að eftir að oddviti YNV var meira eða minna einn með óinnsigluðum atkvæðunum í meira en hálftíma fann hann sjálfur í fyrsta bunka 50 atkvæða sem hann skoðaði öll 9 atkvæðin sem breyttu því hvaða frambjóðendur yrðu þingmenn og þau fann hann í efsta af 22 atkvæðabunkum Viðreisnar. Sú aðgerð að nota blýant og strokleður til að breyta 9 atkvæðum Viðreisnar í aðra flokka væri hæglega framkvæmanleg á innan við mínútu. Ef sá aðili hefði 5 mínútur gæti hann fundið sérstaklega atkvæðaseðla þar sem kjósandi hafi ekki með X-inu sínu marið kjörseðilinn og því engin ummerki ef atkvæði hans væri strokað út. Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV gerði kosningasvind mögulegt: 1. Oddvitinn ákvað að innsigla ekki atkvæðin (lögbrot staðfest af lögreglu). 2. Oddvitinn ákvað að vera einn með atkvæðunum í rúman hálftíma (mögulegt lögbrot þar sem þau voru óinnsigluð). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV kom í veg fyrir lögbundið eftirlit með mögulegu kosningasvindli: 3-4. Oddvitinn ákvað að flýta endurtalningu og ákvað að auglýsa ekki talninguna svo kjósendum gefst ekki færi á að vera viðstadda eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). 5-6. Oddvitinn ákvað að vanrækja að boða umboðsmenn lista eða kveða til staðgengla þeirra til að sinna eftirliti með talningunni eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV fór svo rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulegt kosningasvindl: 7. Oddvitinn ákvað að bóka í gerðabók kosinganna atvikalýsingu sem er sannanlega röng og til þess fallin að fela hans eigin hugsanlegu lögbrot við framkvæmd talningar atkvæða í Alþingiskosningum. (Mögulegt lögbrot). Þess er að lokum krafist í kærunni að málið verði tekið til rannsóknar lögreglu án tafar enda málið þess eðlis. Nauðsynlegt er að lögregla framfylgi sínum skyldum að fullu eins og kveðið er á um þær í lögum um kosningar þegar þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna fara mögulega á svig við lögin. Undir kæruna og þessa grein ritar, Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður lista í nýafstöðnum kosningum, fyrrv. Alþingismaður, fyrrv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og framsögumaður frumvarps um kosningalög nr. 112/2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kæran byggir á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni. Gögn URK Alþingis sýna að: Oddviti yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis (YNV) skapaði sér með lögbroti tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningum, Oddvitinn hraðaði svo endurtalningu atkvæðanna þannig að lögbundið eftirlit var ómögulegt, Oddvitinn fór þá rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. Kæran beinir því til lögreglu að rannsaka sérstaklega hvort gögn málsins sýni að nægar líkur séu á því að oddviti YNV hafi brotið 128 gr. laga um kosningar til Alþingis með því að hafa vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu. Séu fyrir hendi næg sönnunargögn sé rétt samkvæmt lögum að gefa út ákæru þess efnis, en slíkt brot varðar fangelsi allt að fjórum árum. Kæran beinir því jafnframt til lögreglu að rannsaka önnur möguleg lögbrot við framkvæmd kosninganna er varða sektum. Oddviti YNV var einn með óinnsigluðum atkvæðum í rúman hálftíma, en ein mínúta nægir til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með strokleðri og blýanti. Í málsatvikalýsingu URK segir:„Í upplýsingum lögreglu liggur fyrir að oddviti yfirkjörstjórnar hafi komið í talningarsal kl. 11.59 [...] Hefur oddviti yfirkjörstjórnar staðfest á fundi með nefndinni að hann hafi mætt fyrstur á staðinn skömmu fyrir tólf á hádegi sunnudaginn 26. september 2021. [...] Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur fyrir að á tímabilinu kl. 11.59 til kl. 12.28 var starfsfólk hótelsins á ferðinni inn og út úr fremri sal. Einnig liggur fyrir að næsti fulltrúi yfirkjörstjórnar til að mæta á eftir oddvita hafi komið kl. 12.35.“Fyrir liggur og það staðfest af oddvita YNV að hann hafi verið einn með óinnsigluðum atkvæðunum, sem eitt og sér er ekki heimilt samkvæmt lögum og gæti varðað sektum. Í þessu tilfelli var um að ræða nægan tíma fyrir viðkomandi til að sýsla með hin óinnsigluðu kjörgögn til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með því að stroka út atkvæði 9 kjósenda og merkja á atkvæðaseðilinn við aðra flokka í staðinn. Slíkt varðar fangelsi allt að fjórum skv. 128 gr. laga um kosningar til Alþingis. Til að meta líkur á slíkum kosningabrotum er mikilvægt að horfa til þess sem fram kemur í málsatvikalýsingu URK og gerðabók YNV að:„Í fyrsta C atkvæðabunka sem oddviti tók upp reyndust vera átta atkvæði sem tilheyrðu D lista og eitt atkvæði sem tilheyrði B lista.“ Í málsatvikalýsingu URK segir svo: „Í samtali við nefndina kom fram í máli tveggja fulltrúa í yfirkjörstjórn að öll rangt flokkuðu atkvæðin í C-lista bunka hafi verið inni í miðjum bunkanum sem tekinn var fyrstur upp.“Þetta þýðir að eftir að oddviti YNV var meira eða minna einn með óinnsigluðum atkvæðunum í meira en hálftíma fann hann sjálfur í fyrsta bunka 50 atkvæða sem hann skoðaði öll 9 atkvæðin sem breyttu því hvaða frambjóðendur yrðu þingmenn og þau fann hann í efsta af 22 atkvæðabunkum Viðreisnar. Sú aðgerð að nota blýant og strokleður til að breyta 9 atkvæðum Viðreisnar í aðra flokka væri hæglega framkvæmanleg á innan við mínútu. Ef sá aðili hefði 5 mínútur gæti hann fundið sérstaklega atkvæðaseðla þar sem kjósandi hafi ekki með X-inu sínu marið kjörseðilinn og því engin ummerki ef atkvæði hans væri strokað út. Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV gerði kosningasvind mögulegt: 1. Oddvitinn ákvað að innsigla ekki atkvæðin (lögbrot staðfest af lögreglu). 2. Oddvitinn ákvað að vera einn með atkvæðunum í rúman hálftíma (mögulegt lögbrot þar sem þau voru óinnsigluð). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV kom í veg fyrir lögbundið eftirlit með mögulegu kosningasvindli: 3-4. Oddvitinn ákvað að flýta endurtalningu og ákvað að auglýsa ekki talninguna svo kjósendum gefst ekki færi á að vera viðstadda eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). 5-6. Oddvitinn ákvað að vanrækja að boða umboðsmenn lista eða kveða til staðgengla þeirra til að sinna eftirliti með talningunni eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV fór svo rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulegt kosningasvindl: 7. Oddvitinn ákvað að bóka í gerðabók kosinganna atvikalýsingu sem er sannanlega röng og til þess fallin að fela hans eigin hugsanlegu lögbrot við framkvæmd talningar atkvæða í Alþingiskosningum. (Mögulegt lögbrot). Þess er að lokum krafist í kærunni að málið verði tekið til rannsóknar lögreglu án tafar enda málið þess eðlis. Nauðsynlegt er að lögregla framfylgi sínum skyldum að fullu eins og kveðið er á um þær í lögum um kosningar þegar þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna fara mögulega á svig við lögin. Undir kæruna og þessa grein ritar, Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður lista í nýafstöðnum kosningum, fyrrv. Alþingismaður, fyrrv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og framsögumaður frumvarps um kosningalög nr. 112/2021.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun