Oddviti yfirkjörstjórnar norðvestur kærður til lögreglu fyrir mögulegt kosningasvindl Jón Þór Ólafsson skrifar 24. nóvember 2021 13:01 Kæran byggir á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni. Gögn URK Alþingis sýna að: Oddviti yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis (YNV) skapaði sér með lögbroti tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningum, Oddvitinn hraðaði svo endurtalningu atkvæðanna þannig að lögbundið eftirlit var ómögulegt, Oddvitinn fór þá rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. Kæran beinir því til lögreglu að rannsaka sérstaklega hvort gögn málsins sýni að nægar líkur séu á því að oddviti YNV hafi brotið 128 gr. laga um kosningar til Alþingis með því að hafa vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu. Séu fyrir hendi næg sönnunargögn sé rétt samkvæmt lögum að gefa út ákæru þess efnis, en slíkt brot varðar fangelsi allt að fjórum árum. Kæran beinir því jafnframt til lögreglu að rannsaka önnur möguleg lögbrot við framkvæmd kosninganna er varða sektum. Oddviti YNV var einn með óinnsigluðum atkvæðum í rúman hálftíma, en ein mínúta nægir til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með strokleðri og blýanti. Í málsatvikalýsingu URK segir:„Í upplýsingum lögreglu liggur fyrir að oddviti yfirkjörstjórnar hafi komið í talningarsal kl. 11.59 [...] Hefur oddviti yfirkjörstjórnar staðfest á fundi með nefndinni að hann hafi mætt fyrstur á staðinn skömmu fyrir tólf á hádegi sunnudaginn 26. september 2021. [...] Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur fyrir að á tímabilinu kl. 11.59 til kl. 12.28 var starfsfólk hótelsins á ferðinni inn og út úr fremri sal. Einnig liggur fyrir að næsti fulltrúi yfirkjörstjórnar til að mæta á eftir oddvita hafi komið kl. 12.35.“Fyrir liggur og það staðfest af oddvita YNV að hann hafi verið einn með óinnsigluðum atkvæðunum, sem eitt og sér er ekki heimilt samkvæmt lögum og gæti varðað sektum. Í þessu tilfelli var um að ræða nægan tíma fyrir viðkomandi til að sýsla með hin óinnsigluðu kjörgögn til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með því að stroka út atkvæði 9 kjósenda og merkja á atkvæðaseðilinn við aðra flokka í staðinn. Slíkt varðar fangelsi allt að fjórum skv. 128 gr. laga um kosningar til Alþingis. Til að meta líkur á slíkum kosningabrotum er mikilvægt að horfa til þess sem fram kemur í málsatvikalýsingu URK og gerðabók YNV að:„Í fyrsta C atkvæðabunka sem oddviti tók upp reyndust vera átta atkvæði sem tilheyrðu D lista og eitt atkvæði sem tilheyrði B lista.“ Í málsatvikalýsingu URK segir svo: „Í samtali við nefndina kom fram í máli tveggja fulltrúa í yfirkjörstjórn að öll rangt flokkuðu atkvæðin í C-lista bunka hafi verið inni í miðjum bunkanum sem tekinn var fyrstur upp.“Þetta þýðir að eftir að oddviti YNV var meira eða minna einn með óinnsigluðum atkvæðunum í meira en hálftíma fann hann sjálfur í fyrsta bunka 50 atkvæða sem hann skoðaði öll 9 atkvæðin sem breyttu því hvaða frambjóðendur yrðu þingmenn og þau fann hann í efsta af 22 atkvæðabunkum Viðreisnar. Sú aðgerð að nota blýant og strokleður til að breyta 9 atkvæðum Viðreisnar í aðra flokka væri hæglega framkvæmanleg á innan við mínútu. Ef sá aðili hefði 5 mínútur gæti hann fundið sérstaklega atkvæðaseðla þar sem kjósandi hafi ekki með X-inu sínu marið kjörseðilinn og því engin ummerki ef atkvæði hans væri strokað út. Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV gerði kosningasvind mögulegt: 1. Oddvitinn ákvað að innsigla ekki atkvæðin (lögbrot staðfest af lögreglu). 2. Oddvitinn ákvað að vera einn með atkvæðunum í rúman hálftíma (mögulegt lögbrot þar sem þau voru óinnsigluð). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV kom í veg fyrir lögbundið eftirlit með mögulegu kosningasvindli: 3-4. Oddvitinn ákvað að flýta endurtalningu og ákvað að auglýsa ekki talninguna svo kjósendum gefst ekki færi á að vera viðstadda eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). 5-6. Oddvitinn ákvað að vanrækja að boða umboðsmenn lista eða kveða til staðgengla þeirra til að sinna eftirliti með talningunni eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV fór svo rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulegt kosningasvindl: 7. Oddvitinn ákvað að bóka í gerðabók kosinganna atvikalýsingu sem er sannanlega röng og til þess fallin að fela hans eigin hugsanlegu lögbrot við framkvæmd talningar atkvæða í Alþingiskosningum. (Mögulegt lögbrot). Þess er að lokum krafist í kærunni að málið verði tekið til rannsóknar lögreglu án tafar enda málið þess eðlis. Nauðsynlegt er að lögregla framfylgi sínum skyldum að fullu eins og kveðið er á um þær í lögum um kosningar þegar þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna fara mögulega á svig við lögin. Undir kæruna og þessa grein ritar, Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður lista í nýafstöðnum kosningum, fyrrv. Alþingismaður, fyrrv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og framsögumaður frumvarps um kosningalög nr. 112/2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Píratar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæran byggir á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni. Gögn URK Alþingis sýna að: Oddviti yfirkjörstjórnar norðvesturkjördæmis (YNV) skapaði sér með lögbroti tækifæri til að svindla á atkvæðunum í Alþingiskosningum, Oddvitinn hraðaði svo endurtalningu atkvæðanna þannig að lögbundið eftirlit var ómögulegt, Oddvitinn fór þá rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulega sekt hans. Kæran beinir því til lögreglu að rannsaka sérstaklega hvort gögn málsins sýni að nægar líkur séu á því að oddviti YNV hafi brotið 128 gr. laga um kosningar til Alþingis með því að hafa vísvitandi rangfært atkvæðagreiðslu. Séu fyrir hendi næg sönnunargögn sé rétt samkvæmt lögum að gefa út ákæru þess efnis, en slíkt brot varðar fangelsi allt að fjórum árum. Kæran beinir því jafnframt til lögreglu að rannsaka önnur möguleg lögbrot við framkvæmd kosninganna er varða sektum. Oddviti YNV var einn með óinnsigluðum atkvæðum í rúman hálftíma, en ein mínúta nægir til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með strokleðri og blýanti. Í málsatvikalýsingu URK segir:„Í upplýsingum lögreglu liggur fyrir að oddviti yfirkjörstjórnar hafi komið í talningarsal kl. 11.59 [...] Hefur oddviti yfirkjörstjórnar staðfest á fundi með nefndinni að hann hafi mætt fyrstur á staðinn skömmu fyrir tólf á hádegi sunnudaginn 26. september 2021. [...] Samkvæmt upplýsingum lögreglu liggur fyrir að á tímabilinu kl. 11.59 til kl. 12.28 var starfsfólk hótelsins á ferðinni inn og út úr fremri sal. Einnig liggur fyrir að næsti fulltrúi yfirkjörstjórnar til að mæta á eftir oddvita hafi komið kl. 12.35.“Fyrir liggur og það staðfest af oddvita YNV að hann hafi verið einn með óinnsigluðum atkvæðunum, sem eitt og sér er ekki heimilt samkvæmt lögum og gæti varðað sektum. Í þessu tilfelli var um að ræða nægan tíma fyrir viðkomandi til að sýsla með hin óinnsigluðu kjörgögn til að rangfæra atkvæðagreiðsluna með því að stroka út atkvæði 9 kjósenda og merkja á atkvæðaseðilinn við aðra flokka í staðinn. Slíkt varðar fangelsi allt að fjórum skv. 128 gr. laga um kosningar til Alþingis. Til að meta líkur á slíkum kosningabrotum er mikilvægt að horfa til þess sem fram kemur í málsatvikalýsingu URK og gerðabók YNV að:„Í fyrsta C atkvæðabunka sem oddviti tók upp reyndust vera átta atkvæði sem tilheyrðu D lista og eitt atkvæði sem tilheyrði B lista.“ Í málsatvikalýsingu URK segir svo: „Í samtali við nefndina kom fram í máli tveggja fulltrúa í yfirkjörstjórn að öll rangt flokkuðu atkvæðin í C-lista bunka hafi verið inni í miðjum bunkanum sem tekinn var fyrstur upp.“Þetta þýðir að eftir að oddviti YNV var meira eða minna einn með óinnsigluðum atkvæðunum í meira en hálftíma fann hann sjálfur í fyrsta bunka 50 atkvæða sem hann skoðaði öll 9 atkvæðin sem breyttu því hvaða frambjóðendur yrðu þingmenn og þau fann hann í efsta af 22 atkvæðabunkum Viðreisnar. Sú aðgerð að nota blýant og strokleður til að breyta 9 atkvæðum Viðreisnar í aðra flokka væri hæglega framkvæmanleg á innan við mínútu. Ef sá aðili hefði 5 mínútur gæti hann fundið sérstaklega atkvæðaseðla þar sem kjósandi hafi ekki með X-inu sínu marið kjörseðilinn og því engin ummerki ef atkvæði hans væri strokað út. Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV gerði kosningasvind mögulegt: 1. Oddvitinn ákvað að innsigla ekki atkvæðin (lögbrot staðfest af lögreglu). 2. Oddvitinn ákvað að vera einn með atkvæðunum í rúman hálftíma (mögulegt lögbrot þar sem þau voru óinnsigluð). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV kom í veg fyrir lögbundið eftirlit með mögulegu kosningasvindli: 3-4. Oddvitinn ákvað að flýta endurtalningu og ákvað að auglýsa ekki talninguna svo kjósendum gefst ekki færi á að vera viðstadda eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). 5-6. Oddvitinn ákvað að vanrækja að boða umboðsmenn lista eða kveða til staðgengla þeirra til að sinna eftirliti með talningunni eins og lög kveða á um. (Hvort tveggja mögulega lögbrot). Gögn Alþingis sýna að oddviti YNV fór svo rangt með í gerðabók, í fjölmiðlum, fyrir þingnefnd og lögreglu þau málsatvik sem benda á mögulegt kosningasvindl: 7. Oddvitinn ákvað að bóka í gerðabók kosinganna atvikalýsingu sem er sannanlega röng og til þess fallin að fela hans eigin hugsanlegu lögbrot við framkvæmd talningar atkvæða í Alþingiskosningum. (Mögulegt lögbrot). Þess er að lokum krafist í kærunni að málið verði tekið til rannsóknar lögreglu án tafar enda málið þess eðlis. Nauðsynlegt er að lögregla framfylgi sínum skyldum að fullu eins og kveðið er á um þær í lögum um kosningar þegar þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd kosninganna fara mögulega á svig við lögin. Undir kæruna og þessa grein ritar, Jón Þór Ólafsson, umboðsmaður lista í nýafstöðnum kosningum, fyrrv. Alþingismaður, fyrrv. formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og framsögumaður frumvarps um kosningalög nr. 112/2021.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun