Losa metfjölda olíutunna úr varaforða til að lækka eldsneytisverð Eiður Þór Árnason skrifar 23. nóvember 2021 23:58 Joe Biden fjallaði um stöðu efnahagsmála í Hvíta húsinu í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bandaríkin hyggist losa 50 milljónir olíutunna úr varaforða ríkisins á markað með það að markmiði að ná niður eldsneytisverði. Um er að ræða metfjölda en aðgerðin er unnin í samvinnu við stóra orkunotendur á borð við Indland, Bretland og Kína. Miklar verðhækkanir hafa sést á eldsneyti á heimsvísu og er verð nú yfir 50% hærra í Bandaríkjunum en það var í fyrra. „Þrátt fyrir að samanteknar aðgerðir okkar muni ekki leysa vanda hás eldsneytisverðs á einni nóttu, þá mun þetta skipta máli,“ sagði Biden í efnahagsávarpi sem hann flutti í Hvíta húsinu í dag. „Það mun taka tíma en áður langt um líður munið þið sjá eldsneytisverð lækka þar sem þið fyllið á tankinn.“ Indverjar losar fimm milljónir tunna Bandaríkjastjórn hyggst byrja að losa olíutunnurnar á markað upp úr miðjum desember. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði dagana fyrir tilkynninguna sem bendir til þess að fjárfestar hafi gert ráð fyrir að stjórnvöld kæmu til í að grípa inn í markaðinn með þessum hætti. Eftir tilkynninguna hækkaði verð þó aftur um 2%. AP-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Rystad Energy að fjárfestar hafi mögulega gert sér vonir um umfangsmeiri aðgerðir. Í kjölfar tilkynningar Biden var greint frá því að indversk stjórnvöld ætluðu að losa fimm milljónir tunna á markað og bresk stjórnvöld 1,5 milljón. Japan og Suður-Kórea taka einnig þátt í samhæfðu losunaraðgerðunum sem bandarískir ráðamenn segja vera þær umfangsmestu til þessa. Bensín og olía Bandaríkin Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Um er að ræða metfjölda en aðgerðin er unnin í samvinnu við stóra orkunotendur á borð við Indland, Bretland og Kína. Miklar verðhækkanir hafa sést á eldsneyti á heimsvísu og er verð nú yfir 50% hærra í Bandaríkjunum en það var í fyrra. „Þrátt fyrir að samanteknar aðgerðir okkar muni ekki leysa vanda hás eldsneytisverðs á einni nóttu, þá mun þetta skipta máli,“ sagði Biden í efnahagsávarpi sem hann flutti í Hvíta húsinu í dag. „Það mun taka tíma en áður langt um líður munið þið sjá eldsneytisverð lækka þar sem þið fyllið á tankinn.“ Indverjar losar fimm milljónir tunna Bandaríkjastjórn hyggst byrja að losa olíutunnurnar á markað upp úr miðjum desember. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði dagana fyrir tilkynninguna sem bendir til þess að fjárfestar hafi gert ráð fyrir að stjórnvöld kæmu til í að grípa inn í markaðinn með þessum hætti. Eftir tilkynninguna hækkaði verð þó aftur um 2%. AP-fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi hjá greiningarfyrirtækinu Rystad Energy að fjárfestar hafi mögulega gert sér vonir um umfangsmeiri aðgerðir. Í kjölfar tilkynningar Biden var greint frá því að indversk stjórnvöld ætluðu að losa fimm milljónir tunna á markað og bresk stjórnvöld 1,5 milljón. Japan og Suður-Kórea taka einnig þátt í samhæfðu losunaraðgerðunum sem bandarískir ráðamenn segja vera þær umfangsmestu til þessa.
Bensín og olía Bandaríkin Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira