Mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa rassskellt dyravörð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 16:26 Konan var dyravörður á Lebowski í miðbæ Reykjavíkur þar sem atvikið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið á rass dyravarðar fyrir utan skemmtistaðinn Lebowski í Reykjavík og reynt að kyssa hana á kinnina. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn í málinu. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur. Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 18. júní árið 2019 slegið á rass konu, utan klæða, fyrir utan Lebowski í Reykjavík. Þá hafði maðurinn einnig reynt að kyssa konuna á kinnina. Réttargæslumaður konunnar gerði þá kröfu að maðurinn greiddi henni eina milljón króna í miskabætur. Konan lagði fram kæru í málinu á hendur manninum þann 10. júlí 2019 fyrir kynferðislega áreitni á sér á vinnustað hennar. Lýsti hún því að hún hafi verið við dyravörslu þegar maðurinn rassskellti hana einu sinni með föstu höggi. Sagðist hún hafa verið niðurlægð og hafi beðið samstarfsmenn sína að vísa manninum út af staðnum. Þegar hann hafi verið á leið út hafi hann reynt að kyssa hana á kinnina en hún hafi náð að víkja sér undan. Maðurinn neitaði sök í málinu og kvaðst ekki muna eftir því. Það hafi þá komið honum á óvart þegar honum var vísað út af skemmtistaðnum þetta kvöld. Sagði hann fyrir dómi að hann kannaðist við konuna en þau hefðu átt í kynferðislegum samskiptum eitt sinn fyrir þetta atvik. Hann hafi iðulega, að eigin sögn, þegar hann sótti staðinn heilsað konunni og taldi hann ekki ólíklegt, hafi hann snert konuna þetta sinn, að hann hafi ætlað að klappa á bak hennar en ekki rassskella. „Tilgangur hans hefði vafalaust verið vinsamlegur en ekki einhver „perraskapur“ en slíkt ætti hann ekki til í sér,“ segir í dómi héraðsdóms. Lýsti konan því þannig að hún hafi verið við vinnu þetta kvöld og staðið í dyrum að reykingasvæði staðarins. Hafi hún snúið baki í manninn og félaga hans og verið að tala við samstarfsmenn sína. Maðurinn hafi þá hlaupið fram hjá henni, rassskellt hana og hlaupið inn á staðinn. Taldi konan vafalaust að ætlun mannsins hafi verið að rassskella hana og niðurllægja. Sagði konan að atvikið hafi haft talsverð áhrif á sig, meiri en hún gerði sér grein fyrir í fyrstu. Hún hafi hugsað mikið um atvikið en verið óviss hvort það væri refsivert og því beðið svo lengi að leggja fram kæru vegna þess. Tvö vitni komu fyrir dóm og staðfestu framburð konunnar auk tveggja annarra starfsmanna Lebowski sem höfðu séð atvikið á upptöku. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 150 þúsund krónur í miskabætur.
Næturlíf Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira