Leggur blessun sína yfir sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2021 14:47 Væntanlegur söluhagnaður er talinn munu nema yfir sex milljörðum króna. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir sölu fjarskiptafyrirtækjanna Sýnar og Nova á óvirkum farsímainnviðum til Digital Bridge Group Inc. Frá þessu segir í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að síðasta dag marsmánaðar 2021 hafi Sýn og Nova undirritað samninga við bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Bridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. „Í dag samþykkti [Samkeppniseftirlitið] kaupin án skilyrða og telur ekki forsendur til að aðhafast frekar í málinu,“ segir í tilkynningunni. Leigir aðstöðuna aftur til baka Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að um sé að ræða kaup á svokölluðum óvirkum innviðum fjarskiptafélaganna, það er fasteignum, möstrum og öðrum búnaði sem telst ekki til virks búnaðar. Þannig séu sendar, kaplar og annar virkur búnaður ekki hluti af kaupunum. Í kjölfar samrunans muni hið nýstofnaða félag ITP leigja aðstöðuna aftur til baka á grundvelli þjónustusamnings. Samkeppniseftirlitið tók við rannsókn nokkra þætti til skoðunar og var það niðurstaðan að ekkki væri tilefni til íhlutunar vegna kaupanna. Var meðal annars litið til þess að kaupin afmarkist við óvirka innviði. Sjálfstæður markaður fyrir aðstöðuleigu fyrir stafrænan fjarskiptabúnað og annan mögulegan búnað á stærri sendastöðum sé í mótun hér á landi og óljóst hvernig hann muni þróast. Ekki markaðsráðandi staða á umræddum markaði Þá segir að verði ekki til markaðsráðandi staða á umræddum markaði og þar sem kaupandinn starfi ekki á öðrum mörkuðum fjarskiptaþjónustu séu líkur á því að hann hafi hvata til að bjóða keppinautum Nova og Sýnar eða öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að innviðunum, enda standi ekki samningar eða hagsmunir því í vegi. Það geti því leitt til aukinnar skilvirkni og minni aðgangshindrana. Eftirlitið tók sömuleiðis til ítarlegrar skoðunar þjónustusamninga kaupanda við Sýn og Nova í kjölfar samrunans. „Tók Samkeppniseftirlitið meðal annars til skoðunar uppbyggingu samninganna og hvort hætta væri á því að þeir gætu leitt til verðhækkana fyrir þjónustuna. Að mati eftirlitsins er ekki að sjá að sú hætta sé til staðar, til að mynda vegna uppbyggingar samninganna og þess að sameinað fyrirtæki mun njóta verulegs samkeppnislegs aðhalds af hálfu Símans og Mílu.“ Loks segir að Samkeppnieftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum um samstarf Digital Bridge við Ardian, væntanlegan kaupanda að Mílu, innviðafyrirtæki Símans. „Samkvæmt upplýsingum samrunaaðila er um að ræða minniháttar samstarf og lítil eignatengsl þar sem Ardian eigi hverfandi hlut í þeim verkefnum sem fyrirtækin hafa bæði fjárfest í. Að mati Samkeppniseftirlitsins er afar mikilvægt að sjálfstæði þeirra fyrirtækja sem fjárfesta í fjarskiptainnviðum á Íslandi sé tryggt. Hyggst eftirlitið taka þessi tengsl viðkomandi fjárfesta til nánari skoðunar við rannsókn á kaupunum á Mílu.“ Sex milljarðar króna Í fyrri frétt Vísis um málið kom fram að væntanlegur söluhagnaður af sölunni myndi nema yfir sex milljörðum króna. Í ársfjórðungsuppgjöri fyrir annan ársfjórðung kom fram að söluverðið yrði ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að síðasta dag marsmánaðar 2021 hafi Sýn og Nova undirritað samninga við bandaríska framtaksfjárfestingafélagsins Digital Bridge Group Inc., áður Colony Capital Inc., um sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins. „Í dag samþykkti [Samkeppniseftirlitið] kaupin án skilyrða og telur ekki forsendur til að aðhafast frekar í málinu,“ segir í tilkynningunni. Leigir aðstöðuna aftur til baka Á vef Samkeppniseftirlitsins segir að um sé að ræða kaup á svokölluðum óvirkum innviðum fjarskiptafélaganna, það er fasteignum, möstrum og öðrum búnaði sem telst ekki til virks búnaðar. Þannig séu sendar, kaplar og annar virkur búnaður ekki hluti af kaupunum. Í kjölfar samrunans muni hið nýstofnaða félag ITP leigja aðstöðuna aftur til baka á grundvelli þjónustusamnings. Samkeppniseftirlitið tók við rannsókn nokkra þætti til skoðunar og var það niðurstaðan að ekkki væri tilefni til íhlutunar vegna kaupanna. Var meðal annars litið til þess að kaupin afmarkist við óvirka innviði. Sjálfstæður markaður fyrir aðstöðuleigu fyrir stafrænan fjarskiptabúnað og annan mögulegan búnað á stærri sendastöðum sé í mótun hér á landi og óljóst hvernig hann muni þróast. Ekki markaðsráðandi staða á umræddum markaði Þá segir að verði ekki til markaðsráðandi staða á umræddum markaði og þar sem kaupandinn starfi ekki á öðrum mörkuðum fjarskiptaþjónustu séu líkur á því að hann hafi hvata til að bjóða keppinautum Nova og Sýnar eða öðrum fjarskiptafyrirtækjum aðgang að innviðunum, enda standi ekki samningar eða hagsmunir því í vegi. Það geti því leitt til aukinnar skilvirkni og minni aðgangshindrana. Eftirlitið tók sömuleiðis til ítarlegrar skoðunar þjónustusamninga kaupanda við Sýn og Nova í kjölfar samrunans. „Tók Samkeppniseftirlitið meðal annars til skoðunar uppbyggingu samninganna og hvort hætta væri á því að þeir gætu leitt til verðhækkana fyrir þjónustuna. Að mati eftirlitsins er ekki að sjá að sú hætta sé til staðar, til að mynda vegna uppbyggingar samninganna og þess að sameinað fyrirtæki mun njóta verulegs samkeppnislegs aðhalds af hálfu Símans og Mílu.“ Loks segir að Samkeppnieftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum um samstarf Digital Bridge við Ardian, væntanlegan kaupanda að Mílu, innviðafyrirtæki Símans. „Samkvæmt upplýsingum samrunaaðila er um að ræða minniháttar samstarf og lítil eignatengsl þar sem Ardian eigi hverfandi hlut í þeim verkefnum sem fyrirtækin hafa bæði fjárfest í. Að mati Samkeppniseftirlitsins er afar mikilvægt að sjálfstæði þeirra fyrirtækja sem fjárfesta í fjarskiptainnviðum á Íslandi sé tryggt. Hyggst eftirlitið taka þessi tengsl viðkomandi fjárfesta til nánari skoðunar við rannsókn á kaupunum á Mílu.“ Sex milljarðar króna Í fyrri frétt Vísis um málið kom fram að væntanlegur söluhagnaður af sölunni myndi nema yfir sex milljörðum króna. Í ársfjórðungsuppgjöri fyrir annan ársfjórðung kom fram að söluverðið yrði ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Vísir er í eigu Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjarskipti Samkeppnismál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira