Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir von á niðurstöðum á næstunni um vörn örvunarskammtsins. Vísir/Vilhelm Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent