Eru launahækkanir að sliga íslenskt atvinnulíf? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA. Af hverju er verðbólga að aukast á Íslandi? Hér eru nokkrar staðreyndir. Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á innlenda verðbólgu og mun gera það áfram. Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því þrýsta á verðlag og verðbólgu vegna aukins vaxtakostnaðar fyrirtækja og minni kaupmátt heimila sem þrýstir á hærri laun til að standa undir hærri kostnaði við að lifa. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði og gengissveiflur, en húsnæðisverð hefur hækkað um 17% síðustu 12 mánuði, hafa keyrt verðbólguna langt yfir markmið Seðlabankans. Ekki launahækkanir. Sú launastefna sem hefur verið rekin síðustu 12 ár hefur skilað 4% kaupmætti að jafnaði á ári án þess að hér hafi verið mikil verðbólga. OMX10 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 33% frá áramótum. Ef launakostnaður væri svona íþyngjandi hjá fyrirtækjunum þá hefði hagnaður þeirra átt að lækka en hann hefur þvert á móti hækkað og afkoma fyrirtækja sjaldan eða aldrei verið betri. Miðað við uppgjör fyrirtækja í kauphöllinni þá geta þau vel staðið undir hækkun launa. Þessar staðreyndir benda ekki til þess að fyrirtækin séu að kikna undan launakostnaði eða trú markaðarins að kjarasamningar og hagvaxtarauki munu ganga af þeim dauðum. Launakostnaður skráðra fyrirtækja á markaði hefur lækkað sem hlutfall af veltu. Þrátt fyrir það sem lýst er að ofan glymja í fréttum að komandi launahækkanir mun sliga fyrirtækin hér á landi! Þennan söng höfum við oft heyrt áður og var hann nokkuð hávær fyrir síðustu kjarasamningsbundnu launhækkanir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samningsbundnar launahækkanir muni auka launakostnaðinn hjá Festi hf. (Krónan, N1, Elko) um 9% og má skilja að það hafi ekki efni á að hækka launin á næsta ári án þess að hækka vöruverð eða að segja upp starfsfólki. Þó öðru máli gegni um bónusgreiðslur og ofurlaun til æðstu stjórnenda. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir fyrir þetta góða fyrirtæki. 9% hærri launkostnaður fyrir Festi er hækkun á launakostnaði um 910 m.kr. á tólf mánaða tímabili. Hagnaður Festis hf. fyrstu níu mánuð þessa árs var 3,6 milljarðar á meðan hann var 1,7 milljarður árið á undan og árið 2019 var hann um 2 milljarðar. Hagnaður hefur aukist um 1,9 milljarða milli ára eða um 106% frá árinu á 2020 og frá 2019 hefur hagnaður aukist um 73% eða um 1,6 milljarða. Eins og sést á þessum tölum hefur Festi ráðið vel við þær launahækkanir sem hafa orðið á þessu ári og gert gott betur. Enda metur hlutbréfamarkaðurinn það ekki svo að fyrirtækið sé að sligast undan of miklum launakostnaði en verð þess á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 27% á þessu ári. Miðað við afkomuspá félagsins má áætla að hagnaður þessa árs verði um 4,5 milljarðar sem er aukning frá fyrra ári um 2,2 milljarða eða um 100% aukning á milli ára. Miðað við afkomu félagsins á þessu ári ræður það mjög vel við komandi launahækkanir á næsta ári. En sá kostnaðarauki er einungis um 40% af þeim hagnaðarauka sem hefur orðið á þessu ári miðað við árið á undan og um 20% af þeim hagnaði sem áætla má að verði á þessu ári. Við getum vel skipt þeim ábata sem hefur orðið til hjá Festi hf. milli starfsmanna og eiganda án þess að hreyfa við vöruverði til neytenda. Svo má spyrja hvort þessi mikli og aukni hagnaður sé komin til vegna hærri álagningu sem aftur setur þá spurningu fram hvort laun séu að elta verðbólgu eða öfugt? Það verður spennandi að fara í komandi kjaraviðræður þegar fyrirtækjum eins og Festi hf. gengur jafnvel og raun ber vitni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaramál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við byrjum að fara yfir nokkrar staðreyndir. Staðreyndir sem virðast flækjast mikið fyrir nýkjörnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og stjórnendum fyrirtækja sem og Seðlabankastjóra, Viðskiptaráði og SA. Af hverju er verðbólga að aukast á Íslandi? Hér eru nokkrar staðreyndir. Verðbólga í evrópu hefur sjaldan verið meiri og mælist um 6% í USA. Þrýstingur á verðlagshækkanir vegna þess, og vegna mikilla hækkana á hrávöru, orku og eldsneytisverðs hefur þrýst mikið á innlenda verðbólgu og mun gera það áfram. Fyrirtækin skulda meira heldur en heimilin og eru með mikið af sínum skuldum í formi yfirdráttarlána. Vaxtahækkanir munu því þrýsta á verðlag og verðbólgu vegna aukins vaxtakostnaðar fyrirtækja og minni kaupmátt heimila sem þrýstir á hærri laun til að standa undir hærri kostnaði við að lifa. Miklar hækkanir á húsnæðismarkaði og gengissveiflur, en húsnæðisverð hefur hækkað um 17% síðustu 12 mánuði, hafa keyrt verðbólguna langt yfir markmið Seðlabankans. Ekki launahækkanir. Sú launastefna sem hefur verið rekin síðustu 12 ár hefur skilað 4% kaupmætti að jafnaði á ári án þess að hér hafi verið mikil verðbólga. OMX10 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 33% frá áramótum. Ef launakostnaður væri svona íþyngjandi hjá fyrirtækjunum þá hefði hagnaður þeirra átt að lækka en hann hefur þvert á móti hækkað og afkoma fyrirtækja sjaldan eða aldrei verið betri. Miðað við uppgjör fyrirtækja í kauphöllinni þá geta þau vel staðið undir hækkun launa. Þessar staðreyndir benda ekki til þess að fyrirtækin séu að kikna undan launakostnaði eða trú markaðarins að kjarasamningar og hagvaxtarauki munu ganga af þeim dauðum. Launakostnaður skráðra fyrirtækja á markaði hefur lækkað sem hlutfall af veltu. Þrátt fyrir það sem lýst er að ofan glymja í fréttum að komandi launahækkanir mun sliga fyrirtækin hér á landi! Þennan söng höfum við oft heyrt áður og var hann nokkuð hávær fyrir síðustu kjarasamningsbundnu launhækkanir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að samningsbundnar launahækkanir muni auka launakostnaðinn hjá Festi hf. (Krónan, N1, Elko) um 9% og má skilja að það hafi ekki efni á að hækka launin á næsta ári án þess að hækka vöruverð eða að segja upp starfsfólki. Þó öðru máli gegni um bónusgreiðslur og ofurlaun til æðstu stjórnenda. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir fyrir þetta góða fyrirtæki. 9% hærri launkostnaður fyrir Festi er hækkun á launakostnaði um 910 m.kr. á tólf mánaða tímabili. Hagnaður Festis hf. fyrstu níu mánuð þessa árs var 3,6 milljarðar á meðan hann var 1,7 milljarður árið á undan og árið 2019 var hann um 2 milljarðar. Hagnaður hefur aukist um 1,9 milljarða milli ára eða um 106% frá árinu á 2020 og frá 2019 hefur hagnaður aukist um 73% eða um 1,6 milljarða. Eins og sést á þessum tölum hefur Festi ráðið vel við þær launahækkanir sem hafa orðið á þessu ári og gert gott betur. Enda metur hlutbréfamarkaðurinn það ekki svo að fyrirtækið sé að sligast undan of miklum launakostnaði en verð þess á hlutabréfamarkaði hefur hækkað um 27% á þessu ári. Miðað við afkomuspá félagsins má áætla að hagnaður þessa árs verði um 4,5 milljarðar sem er aukning frá fyrra ári um 2,2 milljarða eða um 100% aukning á milli ára. Miðað við afkomu félagsins á þessu ári ræður það mjög vel við komandi launahækkanir á næsta ári. En sá kostnaðarauki er einungis um 40% af þeim hagnaðarauka sem hefur orðið á þessu ári miðað við árið á undan og um 20% af þeim hagnaði sem áætla má að verði á þessu ári. Við getum vel skipt þeim ábata sem hefur orðið til hjá Festi hf. milli starfsmanna og eiganda án þess að hreyfa við vöruverði til neytenda. Svo má spyrja hvort þessi mikli og aukni hagnaður sé komin til vegna hærri álagningu sem aftur setur þá spurningu fram hvort laun séu að elta verðbólgu eða öfugt? Það verður spennandi að fara í komandi kjaraviðræður þegar fyrirtækjum eins og Festi hf. gengur jafnvel og raun ber vitni. Höfundur er formaður VR.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar