„Ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum“ Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 08:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hlutfall þeirra sem eru í sóttkví og greinast hafi verið að hækka síðustu daga. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ýmis teikn vera um að við séu búin að ná toppnum í þeirri smitbylgju sem nú stendur. Hann segir stöðuna hafa verið nokkuð góða um helgina þó að enn eigi eftir að taka tölurnar almennilega saman. „Það fór þarna hæst í 130 á föstudaginn en síðan var það um 110 og svo rétt rúmlega 100, eitthvað svoleiðis. Við eigum eftir að gera þetta almennilega upp, en þetta voru alla vega ekki margir og við eigum eftir að sjá fjölda sýna sem voru tekin og hvernig það var,“ segir Þórólfur sem ræddi stöðu faraldursins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það sem er líka jákvætt í þessu er það að hlutfall þeirra sem [greinast og] eru í sóttkví er að hækka. Það hefur verið 40 til 50 prósent en nú er það komið í 60 prósent, rúmlega. Þannig að ég vona að þetta séu allt saman teikn um að við séum að þokast í rétta átt og ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum. Það eru sumir sem telja að við eigum eftir að ná toppnum en mér sýnist að við séum búin að ná toppnum. Það getur tekið tíma að fara niður. Það þarf samt ekki nema eitt svona hópsmit í skóla eða eitthvað – bara fjörutíu, fimmtíu smit allt í einu – og þá rjúka tölurnar upp aftur.“ En hvað þýðir þetta allt saman… Ertu að segja að jólin geti verið þokkalega eðlileg hjá fólki? „Ég er eiginlega ekkert að spá um jólin, þannig. Ég held að við verðum bara sjá hvernig þróunin verður áfram og ef þetta heldur áfram að mjakast svona hægt og bítandi niður þá tekur það vissulega einhvern tíma til að komast niður í þessu fjörutíu, fimmtíu smit tilfelli, sem við viljum ná þessu niður í. Og ég held að þriðja bólusetningin sé líka að hjálpa okkur, það er ef við náum góðri útbreiðslu þar þá mun það flýta fyrir ferlinu, flýta því að kúrfan fari niður.“ Eilífðarsigling og fáum brimið á okkur úr öllum áttum Sóttvarnalæknir ræddi einnig örvunarbólusetningar sem hófust í upphafi síðustu viku. Var mætingin í kringum 70 prósent af þeim sem voru boðaðir, það er hjá þeim sem höfðu fengið skammt tvö. „Ég var að vonast til að mætingin yrði meiri en ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég veit að það eru margir sem áttu ekki heimagengt og það er hreyfing á þessu, en ég vona að það verði fleiri sem láti sjá sig og mæti því að ég held að eins og staðan er núna þá held ég að þetta sé vonin sem við getum horft á til að takmarka útbreiðslu hér. Ef það er getum við líka farið að slaka á meira, létt á þessum kröfum sem við höfum verið að beita. Auðvitað verður þetta líka að koma í ljós. Þetta er eilífðarsigling og við erum að fá brimið á okkur úr öllum áttum,“ segir í Þórólfur. 22 inniliggjandi Á vef Landspítalans segir að 22 séu nú inniliggjandi þar vegna Covid-19. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. Þá segir að þrír séu á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
„Það fór þarna hæst í 130 á föstudaginn en síðan var það um 110 og svo rétt rúmlega 100, eitthvað svoleiðis. Við eigum eftir að gera þetta almennilega upp, en þetta voru alla vega ekki margir og við eigum eftir að sjá fjölda sýna sem voru tekin og hvernig það var,“ segir Þórólfur sem ræddi stöðu faraldursins í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það sem er líka jákvætt í þessu er það að hlutfall þeirra sem [greinast og] eru í sóttkví er að hækka. Það hefur verið 40 til 50 prósent en nú er það komið í 60 prósent, rúmlega. Þannig að ég vona að þetta séu allt saman teikn um að við séum að þokast í rétta átt og ég held, svona innst inni, að við séum búin að ná toppnum. Það eru sumir sem telja að við eigum eftir að ná toppnum en mér sýnist að við séum búin að ná toppnum. Það getur tekið tíma að fara niður. Það þarf samt ekki nema eitt svona hópsmit í skóla eða eitthvað – bara fjörutíu, fimmtíu smit allt í einu – og þá rjúka tölurnar upp aftur.“ En hvað þýðir þetta allt saman… Ertu að segja að jólin geti verið þokkalega eðlileg hjá fólki? „Ég er eiginlega ekkert að spá um jólin, þannig. Ég held að við verðum bara sjá hvernig þróunin verður áfram og ef þetta heldur áfram að mjakast svona hægt og bítandi niður þá tekur það vissulega einhvern tíma til að komast niður í þessu fjörutíu, fimmtíu smit tilfelli, sem við viljum ná þessu niður í. Og ég held að þriðja bólusetningin sé líka að hjálpa okkur, það er ef við náum góðri útbreiðslu þar þá mun það flýta fyrir ferlinu, flýta því að kúrfan fari niður.“ Eilífðarsigling og fáum brimið á okkur úr öllum áttum Sóttvarnalæknir ræddi einnig örvunarbólusetningar sem hófust í upphafi síðustu viku. Var mætingin í kringum 70 prósent af þeim sem voru boðaðir, það er hjá þeim sem höfðu fengið skammt tvö. „Ég var að vonast til að mætingin yrði meiri en ég held að það séu ekki öll kurl komin til grafar. Ég veit að það eru margir sem áttu ekki heimagengt og það er hreyfing á þessu, en ég vona að það verði fleiri sem láti sjá sig og mæti því að ég held að eins og staðan er núna þá held ég að þetta sé vonin sem við getum horft á til að takmarka útbreiðslu hér. Ef það er getum við líka farið að slaka á meira, létt á þessum kröfum sem við höfum verið að beita. Auðvitað verður þetta líka að koma í ljós. Þetta er eilífðarsigling og við erum að fá brimið á okkur úr öllum áttum,“ segir í Þórólfur. 22 inniliggjandi Á vef Landspítalans segir að 22 séu nú inniliggjandi þar vegna Covid-19. Meðalaldur inniliggjandi er 57 ár. Þá segir að þrír séu á gjörgæslu, allir í öndunarvél.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“