Innlent

Guðna blöskrar óþarfa framúrakstur: „Hvað er fólk að pæla?“

Snorri Másson skrifar
Forsetinn kvaddi sér hljóðs á minningarathöfn og bauð viðstöddum að taka þátt í einnar mínútu þögn í dag.
Forsetinn kvaddi sér hljóðs á minningarathöfn og bauð viðstöddum að taka þátt í einnar mínútu þögn í dag. vísir

Tólf létust að meðal­tali ár­lega í um­ferðar­slysum á Ís­landi á síðasta ára­tug saman­borið við 20 ára­tuginn á undan. Á sama tíma liggur þó fyrir að 25.000 Ís­lendingar nota ekki bíl­belti. Al­þjóð­legur minningar­dagur þeirra sem látist hafa í um­ferðar­slysum er í dag.

Skila­boð dagsins eru að fólk setji á sig beltin - það tekur tvær sekúndur.

For­setinn kvaddi sér hljóðs og bauð við­stöddum að taka þátt í einnar mínútu þögn í dag. Guðni furðar sig á að lands­menn séu ekki komnir lengra í um­ferðar­málum, saman­ber þá 25.000 Ís­lendinga sem ekki nota bíl­belti.

Guðni Th. Jóhannes­son for­seti Ís­lands kvaðst ekki vita hvort það væri hugsunar­leysi eða mót­þróa­röskun sem veldi því að fólk gætti ekki ýtrasta öryggis.

„Sér­stak­lega í sam­bandi við hrað­akstur hvet ég fólk til þess að hugsa út í það hvað sé fengið með því að vera nokkrum mínútum fyrr á á­fanga­stað. Ég hef tekið eftir þessu á Álfta­nes­vegi, þar sem fólk er að taka fram úr á ofsa­hraða, þar sem há­marks­hraðinn er 70 kíló­metrar, og nær því kannski þá að vera 10-20 sekúndum fyrr að um­ferðar­ljósunum, sem eru alltaf á rauðu hvort sem er. Hvað er fólk að pæla?“

Otti Rafn Sig­mars­son, for­maður Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar, segir að á degis em þessum komi upp í huga slys sem hefðu getað farið öðru vísi:

„Það eru auð­vitað þessi ó­trú­lega mörgu slys sem verða þar sem fólk er ekki í öryggis­beltum. Þar sem slys verða mun al­var­legri en þau hefðu þurft að vera. Það truflar mann pínu­lítið. Þau verða ein­hvern veginn svo marg­falt verri þegar beltin eru ekki í notkun og fólk kastast kannski úr bílunum eða verður fyrir al­var­legri á­verkum heldur en ella."

Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×