Héraðsdómari telur að gjá hafi skapast í umræðu um kynferðisbrot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 16:04 Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Aðsend Héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík telur að ákveðin gjá hafi skapast í umræðunni um kynferðisbrot. Hún segir málin erfið og að umræðan skiptist í fylkingar - í staðinn fyrir að málin séu rædd á upplýstum grundvelli. Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira