Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 08:42 Mótmælendur kveiktu elda og lögregla skaut á mótmælendur og sprautaði á þá vatni. EPA-EFE/VLN NIEUWS Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. AP-fréttaveitan greinir frá því að ótilgreindur fjöldi mótmælenda hafi særst þegar lögregla skaut viðvörunarskotunum. Þá hafi óeirðalögregla notað kraftmikla vatnsbyssu til þess að koma mótmælendum af fjölfarinni götu í hafnarborginni. Samkvæmt lögreglu hafa tugir verið handteknir í óeirðunum og sjö slasast, þeirra á meðal lögregluþjónar. Þá eru mótmælendur sagðir hafa kveikt elda á óeirðunum og kastað flugeldum. Vilja takmarka réttindi óbólusettra Hollensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að leiða í lög heimild fyrir atvinnurekendur til þess að meina öðrum en þeim sem fullbólusettir eru fyrir kórónuveirunni aðgang að sínum fyrirtækjum. Heimildin myndi til að mynda ná til verslana, veitingastaða, öldurhúsa og annarra samkomustaða. Ef lögin yrðu að veruleika yrði þannig ekki nóg að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi til þess að vera veittur aðgangur að þeim stöðum sem kysu að nýta sér heimildina. Fólk sem þegar hefur sýkst af Covid-19 yrði þó undanþegið. Metfjöldi hefur verið að greinast með kórónuveiruna í Hollandi á undanförnum dögum og stjórnvöld gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann að hluta. Það tók gildi fyrir viku síðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast út í Rotterdam vegna ráðstafana tengdum faraldrinum. Í janúar á þessu ári kom til óeirða eftir að stjórnvöld settu á útivistartíma til þess að reyna að draga úr útbreiðslu Covid í landinu. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að ótilgreindur fjöldi mótmælenda hafi særst þegar lögregla skaut viðvörunarskotunum. Þá hafi óeirðalögregla notað kraftmikla vatnsbyssu til þess að koma mótmælendum af fjölfarinni götu í hafnarborginni. Samkvæmt lögreglu hafa tugir verið handteknir í óeirðunum og sjö slasast, þeirra á meðal lögregluþjónar. Þá eru mótmælendur sagðir hafa kveikt elda á óeirðunum og kastað flugeldum. Vilja takmarka réttindi óbólusettra Hollensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að leiða í lög heimild fyrir atvinnurekendur til þess að meina öðrum en þeim sem fullbólusettir eru fyrir kórónuveirunni aðgang að sínum fyrirtækjum. Heimildin myndi til að mynda ná til verslana, veitingastaða, öldurhúsa og annarra samkomustaða. Ef lögin yrðu að veruleika yrði þannig ekki nóg að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi til þess að vera veittur aðgangur að þeim stöðum sem kysu að nýta sér heimildina. Fólk sem þegar hefur sýkst af Covid-19 yrði þó undanþegið. Metfjöldi hefur verið að greinast með kórónuveiruna í Hollandi á undanförnum dögum og stjórnvöld gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann að hluta. Það tók gildi fyrir viku síðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast út í Rotterdam vegna ráðstafana tengdum faraldrinum. Í janúar á þessu ári kom til óeirða eftir að stjórnvöld settu á útivistartíma til þess að reyna að draga úr útbreiðslu Covid í landinu.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Sjá meira