Verkefni til stuðnings börnum foreldra með geðrænan vanda komið á laggirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:09 Sigríður Gísladóttir hjá Geðhjálp segir að það sé mjög mikilvægt að við séum að veita börnum sem eiga foreldra með geðrænan vanda viðeigandi stuðning og fræðslu. Stöð 2 Stuðningsverkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið heitir Okkar heimur og er á vegum Geðhjálpar. Kveikjan að stofnun verkefnisins er reynsla verkefnastjóra verkefnisins af kerfinu hér á landi sem barn foreldris með alvarlegan geðrænan vanda. Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira