Lífið - eins og það átti að vera Arna Pálsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 09:00 Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var 20 ára þá vissi ég allt um lífið. Í alvöru, ég er ekkert að grínast. Það var til einföld formúla sem myndi leiða mig að góðu lífi. Formúlan var einhvern veginn svona: KK + KVK * <3 = barn (+/-) * $ = gott líf. Eða svona nokkurn veginn allavega. Hófst þá ferðalagið. Lífið, eins og það átti að vera. Þegar ég skildi fyrir rúmum tveimur árum (í annað sinn!) var ljóst að stærðfræðikunnátta mín var jafn takmörkuð þegar það kom að formúlu lífsins eins og öðrum formúlum sem ég hafði reynt við í stærðfræði 101 í menntaskóla á sínum tíma. Ég var fallin. Ekki nóg með það að vera fallin þá virtust allir aðrir vera með doktorsgráðu í formúlugreiningu í kringum mig. Þvílíkur bömmer. Þegar maður er í sorg þá þyrmir stundum yfir mann pervertísk löngun til að líða ógeðslega illa. Ég veit, þetta hljómar fáránlega, en ég er ekkert ein um þetta. Maður hlustar á lög sem fóðra vanlíðanina og á dramaskalanum 1-10 ertu Adele. Þarna um haustið 2019 voru ungir menn að stíga fram í stjórnuljósið á Íslandi. Í sínum fyrsta smelli syngja þeir um lífið sem þeim langar í. Það lag varð mitt fóður. Lagið, sem er alveg ótrúlega gott, leiðir okkur í gegnum staðalímynd íslensks fjölskyldulífs. Ekki bara þræða hljómsveitarmeðlimir sig í gegnum börnin og sumarbúðir, rækjusamlokuna og útilegulífið, heldur gera þeir það með öllu áreynslulaust. Ég gat hlustað á lagið aftur og aftur og velt mér upp úr því hvað mér hafði mistekist hraparlega. En hvernig gátu svona ungir menn, sem ekki svo löngu áður kynntust í unglingavinnunni, hrist svona upp í tilfinningalífi (næstum) miðaldra konu? Hægt og rólega fór Adele að renna af mér og ég fór að pæla aðeins betur í þessu. Afhverju kallaði þetta lag fram þennan mikla bömmer. Nú borða ég t.d. ekki rækjusamlokur. Mig langar ekkert í hestakerru og bara okkur á milli þá hef ég aldrei komið í Atlavík. En lagið sat hins vegar í mér því það nær utan um svo margt annað. Lagið er draumkennd sýn um áreynslulaust formúlukennt líf. Þegar við stígum inn í fullorðinsárin þá erum við gjarnan með fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvernig lífið eigi að vera. Við setjum tvo punkta á blað og á milli þeirra drögum við þráðbeina línu. Punktarnir eru upphaf og endir, beina línan er ferðalagið. Svo bara gerist lífið og í ljós kemur að það er allt annað en bein lína. Línan beygist í allar áttir og minnir einna helst á krass á köflum. Við fáum allskonar verkefni sem passa ekkert inn í formúluna. Þessi verkefni kalla á áreynslu sem er svo lífsnauðsynleg og forsenda vaxtar og seiglu. Tíminn reynist manni oftast vel og hefur oft verið minn besti vinur. Hann hefur kennt mér að það er ekki hægt að falla í lífinu ef maður bara heldur áfram með ferðalagið. Hugarfar er lykillinn að því hvernig okkur tekst að tækla verkefnin. Allir fá erfiða kafla en þeir ganga yfir. Berum okkar ferðalög ekki saman við ferðalög annarra, það eru ekki allir á sömu vegferð. Samgleðjumst öðrum í stað þess að bera okkur saman við aðra. Líf mitt í dag er ekki eins og ég hélt að það myndi vera þegar ég var 20 ára. Það er ekki einu sinni eins og ég hélt að það myndi vera fyrir fimm árum. En þetta er lífið sem mig langar í – og formúlublaðið er farið í ruslið. Við erum öll að standa okkur vel og ef staðan virðist slæm þá ertu bara í beyju. Betri tíð er handan við hornið. Verum góð hvort við annað og njótum ferðalagsins. Höfundur er lögfræðingur.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun