Greip stúlkuna í skyndifæðingu og tók óvænt á móti systur hennar sex árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:23 Guðmundur og félagi hans rétt eftir að stúlkan kom í heiminn um helgina. úr einkasafni Sjúkraflutningamaður, sem fyrir einskæra tilviljun tók á móti barni hjá sömu móður með sex ára millibili, veit ekki til þess að slíkt hafi komið fyrir áður. Fagnaðarfundir urðu þegar foreldrarnir áttuðu sig á tilviljuninni og heilbrigð stúlka kom í heiminn nokkrum mínútum síðar. Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“ Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“
Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira