Aldrei jafn mörg mál til rannsóknar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 21:01 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu aldrei hafa haft eins mörg mál til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei haft fleiri mál til rannsóknar og afgreiðslutími þeirra er að minnsta kosti helmingi lengri en við teljum æskilegt segir yfirlögregluþjónn. Þá sé alltof algengt að það þurfi að dæma menn í síbrotagæslu. Í fréttum af innbrotahrinu í höfuðborginni fyrri skömmu sögðust íbúar í ýmsum hverfum gruna að sömu aðilar væru að verki og veltu fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að setja viðkomandi aðila í einshvers konar síbrotagæslu. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að það þurfi að uppfylla ákveðnar lagakröfur til að setja brotamenn í slíka gæslu. „Ef við erum komin með brotahrinu á viðkomandi einstakling og höfum sterk sönnunargögn gagnvart honum kemur til greina að setja viðkomandi í síbrotagæslu. Það skiptir hins vegar líka málið hversu alvarleg brotin eru og að þegar sé orðið ljóst að viðkomandi fái Óskilorðsbundinn dóm. Sjálf síbrotagæslan felst svo í gæsluvarðhaldi yfir viðkomandi þar til dómur fellur í máli hans,“ segir Ásgeir. Hann segir að oft sé um að ræða einstaklinga sem tengjast fíkniefnaheiminum eða skipulagri brotastarfsemi. „Það er að mínu mati of algengt að það þurfi að setja fólk í síbrotagæslu. Frá því í haust eru t.d. rannsóknardeildir lögreglustöðvanna búnar að vera með fjóra til sex einstaklinga í síbrotagæslu á hverjum tíma,“ segir Ásgeir. Gríðarlegur fjöldi mála Hann segir að aldrei hafi eins mörg mál borist til rannsóknardeilda lögreglunnar og í ár. „Þetta eru svona tvöþúsund mál hjá okkur sem er u.þ.b. sex mánaða lager hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að forgangsraðað sé eftir alvarleika málanna þannig að rannsókn sumra mála taki mun lengri tíma en hálft ár. Ásgeir segir að þetta sé langt í frá óskastaða. Það væri mjög ákjósanlegt ef lagerstaðan væri þannig að við gætum afgreitt málin á helmingi styttri tíma. Ég þyrfti fleiri hendur til að geta sinnt hlutnum eins og ég myndi vilja hafa þá,“ segir Ásgeir. Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Í fréttum af innbrotahrinu í höfuðborginni fyrri skömmu sögðust íbúar í ýmsum hverfum gruna að sömu aðilar væru að verki og veltu fyrir sér hvers vegna ekki væri búið að setja viðkomandi aðila í einshvers konar síbrotagæslu. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir að það þurfi að uppfylla ákveðnar lagakröfur til að setja brotamenn í slíka gæslu. „Ef við erum komin með brotahrinu á viðkomandi einstakling og höfum sterk sönnunargögn gagnvart honum kemur til greina að setja viðkomandi í síbrotagæslu. Það skiptir hins vegar líka málið hversu alvarleg brotin eru og að þegar sé orðið ljóst að viðkomandi fái Óskilorðsbundinn dóm. Sjálf síbrotagæslan felst svo í gæsluvarðhaldi yfir viðkomandi þar til dómur fellur í máli hans,“ segir Ásgeir. Hann segir að oft sé um að ræða einstaklinga sem tengjast fíkniefnaheiminum eða skipulagri brotastarfsemi. „Það er að mínu mati of algengt að það þurfi að setja fólk í síbrotagæslu. Frá því í haust eru t.d. rannsóknardeildir lögreglustöðvanna búnar að vera með fjóra til sex einstaklinga í síbrotagæslu á hverjum tíma,“ segir Ásgeir. Gríðarlegur fjöldi mála Hann segir að aldrei hafi eins mörg mál borist til rannsóknardeilda lögreglunnar og í ár. „Þetta eru svona tvöþúsund mál hjá okkur sem er u.þ.b. sex mánaða lager hjá okkur,“ segir hann. Hann segir að forgangsraðað sé eftir alvarleika málanna þannig að rannsókn sumra mála taki mun lengri tíma en hálft ár. Ásgeir segir að þetta sé langt í frá óskastaða. Það væri mjög ákjósanlegt ef lagerstaðan væri þannig að við gætum afgreitt málin á helmingi styttri tíma. Ég þyrfti fleiri hendur til að geta sinnt hlutnum eins og ég myndi vilja hafa þá,“ segir Ásgeir.
Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00