Tuttugu þúsund manns fengið örvunarskammt í vikunni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. nóvember 2021 16:30 Fjöldabólusetningar með örvunarskammti í Laugardalshöll hófust á mánudaginn. Vísir/Vilhelm Um það bil 20 þúsund manns fengu örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 í vikunni. Bólusetningarátak hófst síðastliðinn mánudag en átakið mun standa yfir í fjórar vikur þar sem 120 þúsund manns munu í heildina fá boð. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn í dag hafa gengið mjög vel en fjöldabólusetningar hefjast aftur í næstu viku. „Það hefur gengið ljómandi vel í dag. Það er svona svipuð þátttaka og verið hefur, sýnist mér, eða rúmlega sex þúsund manns og það voru níu þúsund boðaðir. Þannig þetta er svona sirka 66 eða 67 prósent mæting,“ segir Ragnheiður. Verði svipuð mæting á næstu vikum munu um 80 þúsund manns vera komnir með örvunarskammt þann 8. desember en vonir voru bundnar við að sá fjöldi yrði nær 100 til 110 þúsund. Allir þeir sem hafa þegar fengið boð geta þó mætt hvenær sem er til að fá sinn örvunarskammt. Ragnheiður ítrekar að þeir sem fengu boð í örvun í síðasta mánuði, mest megnis fólk eldri en 70 ára, eigi ekki að bíða eftir öðru boði heldur megi þeir mæta hvenær sem er. Komist fólk ekki á þeim dögum sem fjöldabólusetningar fara fram í Laugardalshöllinni getur það mætt á fimmtudögum og föstudögum næstu fjórar vikur þar sem nokkrir hjúkrunarfræðingar verða á vakt. Sama má segja um þá sem eru óbólusettir. Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. Næstkomandi mánudag verður lokið við að boða fólk sem fékk sinn seinni skammt af bóluefni fyrir sex mánuðum, mest megnis fólk eldri en 60 ára og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, og eftir því sem fram líða stundir mun það færast nær fimm mánuðum frá seinni sprautu. Ragnheiður segir alla vel í æfingu og að þau séu tilbúin til að takast á við næstu vikur. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Allir einhvern veginn kunna þetta, bæði gestirnir sem koma og starfsfólkið, og þá er svo mikil ró yfir þessu, allir vita einhvern veginn í hvað þeir eru að fara,“ segir Ragnheiður. Fimm til sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá því að fólk fékk seinni skammt þar til það getur fengið örvunarskammt. Hafi fólk fengið Covid telst það sem ein bólusetning og fær því fólk sem fékk Covid eftir tvær sprautur ekki örvun. Janssen fólk fær þó örvun, hafi það ekki fengið örvunarskammt í ágúst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29 Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir daginn í dag hafa gengið mjög vel en fjöldabólusetningar hefjast aftur í næstu viku. „Það hefur gengið ljómandi vel í dag. Það er svona svipuð þátttaka og verið hefur, sýnist mér, eða rúmlega sex þúsund manns og það voru níu þúsund boðaðir. Þannig þetta er svona sirka 66 eða 67 prósent mæting,“ segir Ragnheiður. Verði svipuð mæting á næstu vikum munu um 80 þúsund manns vera komnir með örvunarskammt þann 8. desember en vonir voru bundnar við að sá fjöldi yrði nær 100 til 110 þúsund. Allir þeir sem hafa þegar fengið boð geta þó mætt hvenær sem er til að fá sinn örvunarskammt. Ragnheiður ítrekar að þeir sem fengu boð í örvun í síðasta mánuði, mest megnis fólk eldri en 70 ára, eigi ekki að bíða eftir öðru boði heldur megi þeir mæta hvenær sem er. Komist fólk ekki á þeim dögum sem fjöldabólusetningar fara fram í Laugardalshöllinni getur það mætt á fimmtudögum og föstudögum næstu fjórar vikur þar sem nokkrir hjúkrunarfræðingar verða á vakt. Sama má segja um þá sem eru óbólusettir. Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. Næstkomandi mánudag verður lokið við að boða fólk sem fékk sinn seinni skammt af bóluefni fyrir sex mánuðum, mest megnis fólk eldri en 60 ára og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, og eftir því sem fram líða stundir mun það færast nær fimm mánuðum frá seinni sprautu. Ragnheiður segir alla vel í æfingu og að þau séu tilbúin til að takast á við næstu vikur. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Allir einhvern veginn kunna þetta, bæði gestirnir sem koma og starfsfólkið, og þá er svo mikil ró yfir þessu, allir vita einhvern veginn í hvað þeir eru að fara,“ segir Ragnheiður. Fimm til sex mánuðir þurfa að hafa liðið frá því að fólk fékk seinni skammt þar til það getur fengið örvunarskammt. Hafi fólk fengið Covid telst það sem ein bólusetning og fær því fólk sem fékk Covid eftir tvær sprautur ekki örvun. Janssen fólk fær þó örvun, hafi það ekki fengið örvunarskammt í ágúst.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29 Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. 17. nóvember 2021 13:29
Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 17. nóvember 2021 11:53
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56