Fátt bendi til að markaðurinn sé farinn að kólna Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2021 10:04 Spenna er áfram á fasteignamarkaði. Vísir/Vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,4% milli september og október sem er meiri hækkun en sást mánuðinn á undan. Íbúðaverð hækkaði um 1,2% milli ágúst og september en síðastliðna þrjá mánuði hefur verð hækkað um 4,3%. Þetta sýnir ný mæling Þjóðskrár sem mælir vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur nú hækkað um 8,2% síðasta hálfa árið og 17,1% síðastliðna tólf mánuði. Fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans að raunverð sé farið að hækka talsvert hraðar en kaupmáttur launa og hækkanir því ósjálfbærar til lengri tíma. Vegin árshækkun mælist nú 17,1% og hækkar um 0,5 prósentustig frá fyrri mánuði. Hagfræðideild Landsbankans telur að ró muni færast yfir íbúðamarkaðinn á næstu misserum. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birting vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fjölbýli hækkaði um 1,6% milli mánaða í október og sérbýli um 0,5%. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21% og fjölbýlis 15,8%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er óvenjulítil en frá því í mars hefur sérbýli að jafnaði hækkað um rúm 2% milli mánaða. Hækkunin á fjölbýli er hins vegar sú mesta milli mánaða síðan í apríl á þessu ári og eykst um 0,4 prósentustig frá fyrri mánuði. Aðgerðir Seðlabanka haft takmörkuð áhrif Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur kaupmáttarþróun launa ekki haldið í við raunverðsþróun íbúða sem sé vísbending um að kaupendahópurinn sem hafi efni á dýrari íbúðum fari minnkandi. Lægri íbúðalánavextir vegi þó á móti og hafa gert það að verkum að greiðslubyrði húsnæðislána hafi lækkað. Sú staða eigi þó eftir að breytast eftir því sem vextir Seðlabankans hækka. „Það virðist fátt benda til þess að íbúðamarkaðurinn sé farinn að kólna á þessari stundu en Seðlabankinn hefur gripið til fjölmargra aðgerða, síðast í morgun með 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Enn sem komið er virðast aðgerðirnar ekki hafa haft veruleg áhrif á verðþróunina,“ segir í hagsjá Landsbankans. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þetta sýnir ný mæling Þjóðskrár sem mælir vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur nú hækkað um 8,2% síðasta hálfa árið og 17,1% síðastliðna tólf mánuði. Fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans að raunverð sé farið að hækka talsvert hraðar en kaupmáttur launa og hækkanir því ósjálfbærar til lengri tíma. Vegin árshækkun mælist nú 17,1% og hækkar um 0,5 prósentustig frá fyrri mánuði. Hagfræðideild Landsbankans telur að ró muni færast yfir íbúðamarkaðinn á næstu misserum. Þróun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birting vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fjölbýli hækkaði um 1,6% milli mánaða í október og sérbýli um 0,5%. Árshækkun sérbýlis mælist nú 21% og fjölbýlis 15,8%. Hækkunin milli mánaða á sérbýli er óvenjulítil en frá því í mars hefur sérbýli að jafnaði hækkað um rúm 2% milli mánaða. Hækkunin á fjölbýli er hins vegar sú mesta milli mánaða síðan í apríl á þessu ári og eykst um 0,4 prósentustig frá fyrri mánuði. Aðgerðir Seðlabanka haft takmörkuð áhrif Að sögn hagfræðideildar Landsbankans hefur kaupmáttarþróun launa ekki haldið í við raunverðsþróun íbúða sem sé vísbending um að kaupendahópurinn sem hafi efni á dýrari íbúðum fari minnkandi. Lægri íbúðalánavextir vegi þó á móti og hafa gert það að verkum að greiðslubyrði húsnæðislána hafi lækkað. Sú staða eigi þó eftir að breytast eftir því sem vextir Seðlabankans hækka. „Það virðist fátt benda til þess að íbúðamarkaðurinn sé farinn að kólna á þessari stundu en Seðlabankinn hefur gripið til fjölmargra aðgerða, síðast í morgun með 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta. Enn sem komið er virðast aðgerðirnar ekki hafa haft veruleg áhrif á verðþróunina,“ segir í hagsjá Landsbankans.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07