Helgi segist iðrast og biðst afsökunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2021 22:23 Helgi Jóhannesson. Vísir/Vilhelm Lögfræðingurinn Helgi Jóhannesson segir að sér sé ljóst að framkoma hans, orðfæri og hegðun hafi sært, móðgað og látið samferðafólki hans líða illa í návist hans. Hann biðst afsökunar á hegðun sinni og segist reiðubúinn til þess að hitta hvern þann sem hann hafi misgert við, til þess að ræða málin og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis. Helgi samdi óvænt um starfslok sín sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar í október. Síðar var greint frá því að hann hafi látið af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í hennar garð og óumbeðna snertingu. Þá greindi Stundin einnig frá því að annað mál tengt Helga væri til skoðunar hjá Ferðafélagi Íslands. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var einnig rætt við konu sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Helgi maðurinn sem umræddar ásakanir beinast. Fréttastofa reyndi að ná tali af Helga í dag vegna málsins, án árangurs. Hann skrifaði hins vegar færslu á Facebook í kvöld þar sem hann tjáði sig um fréttir síðustu vikna. „Á liðnum dögum hefur verið hávær umræða í fjölmiðlum um óásættanlega framkomu mína, gagnvart konum, í gegnum tíðina,“ skrifar Helgi. „Mér er ljóst að framkoma mín, orðfæri og hegðun hefur sært, móðgað og látið samferðarfólki líða illa í nájvist minni á því biðst ég fyrirgefningar.“ Sé það ljóst nú að hann hafi oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum Segir hann að ásetningur hans hafi aldrei verið til að meiða eða særa, en honum sé það nú ljóst að hann hafi oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum. Hann hafi hins vegar ekki hugsað út í það þegar þessi atvik hafi átt sér stað. „Fyrir það iðrast ég innilega.“ Hann segist ekki hafa treyst sér til þess að tjá sig opinberlega fyrr en nú en hann vilji ekki fara efnislega í þær ásakanir sem á hann hafi verið bornar. Það hjálpi engum að deila um atvikalýsingar. Segist hafa leitað sér aðstoðar Segist hann einnig vita að afsökunarbeiðni og iðrun virðist vera léttvæg undankomuleið úr þeim sárindum sem hann hafi valdið. „Ég hef þó ekki annað fram að færa og bið þess innilega að fyrirgefningarbeiðni mín verði tekin til greina. Ég er hvenær sem tilbúinn til að hitta hvern þann sem ég hef misgert við með hegðun minni og ræða máloð og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis.“ Þá segist Helgi hafa leitað sér aðstoð fagaðila undanfarna mánuði til að vinna í sjálfum sér. „Það er ævilangt verkefni að verða að betri manni og ég er að taka það verkefni alvarlega.“ Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“ Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. 16. nóvember 2021 19:00 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Helgi samdi óvænt um starfslok sín sem yfirlögfræðingur Landsvirkjunar í október. Síðar var greint frá því að hann hafi látið af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í hennar garð og óumbeðna snertingu. Þá greindi Stundin einnig frá því að annað mál tengt Helga væri til skoðunar hjá Ferðafélagi Íslands. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var einnig rætt við konu sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Helgi maðurinn sem umræddar ásakanir beinast. Fréttastofa reyndi að ná tali af Helga í dag vegna málsins, án árangurs. Hann skrifaði hins vegar færslu á Facebook í kvöld þar sem hann tjáði sig um fréttir síðustu vikna. „Á liðnum dögum hefur verið hávær umræða í fjölmiðlum um óásættanlega framkomu mína, gagnvart konum, í gegnum tíðina,“ skrifar Helgi. „Mér er ljóst að framkoma mín, orðfæri og hegðun hefur sært, móðgað og látið samferðarfólki líða illa í nájvist minni á því biðst ég fyrirgefningar.“ Sé það ljóst nú að hann hafi oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum Segir hann að ásetningur hans hafi aldrei verið til að meiða eða særa, en honum sé það nú ljóst að hann hafi oft og tíðum farið óvarlega í samskiptum. Hann hafi hins vegar ekki hugsað út í það þegar þessi atvik hafi átt sér stað. „Fyrir það iðrast ég innilega.“ Hann segist ekki hafa treyst sér til þess að tjá sig opinberlega fyrr en nú en hann vilji ekki fara efnislega í þær ásakanir sem á hann hafi verið bornar. Það hjálpi engum að deila um atvikalýsingar. Segist hafa leitað sér aðstoðar Segist hann einnig vita að afsökunarbeiðni og iðrun virðist vera léttvæg undankomuleið úr þeim sárindum sem hann hafi valdið. „Ég hef þó ekki annað fram að færa og bið þess innilega að fyrirgefningarbeiðni mín verði tekin til greina. Ég er hvenær sem tilbúinn til að hitta hvern þann sem ég hef misgert við með hegðun minni og ræða máloð og ítreka afsökunarbeiðni augliti til auglitis.“ Þá segist Helgi hafa leitað sér aðstoð fagaðila undanfarna mánuði til að vinna í sjálfum sér. „Það er ævilangt verkefni að verða að betri manni og ég er að taka það verkefni alvarlega.“
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir „Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“ Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. 16. nóvember 2021 19:00 Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34 Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Þetta er mál sem hefur hvílt þungt á mér í tuttugu ár“ Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. 16. nóvember 2021 19:00
Helgi segir sig úr stjórn Ferðafélags Íslands Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur hjá Landsvirkjun, hefur sagt sig úr stjórn Ferðafélags Íslands. Það gerði hann í morgun og var nafn hans fjarlægt af heimasíðu félagsins í framhaldinu. 11. nóvember 2021 11:34
Helgi sagður hafa kallað konu „lesbíulega“ og snert hana án samþykkis Helgi Jóhannesson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Landsvirkjunar, lét af störfum eftir að kona kvartaði undan óviðeigandi ummælum Helga í sinn garð og óumbeðna snertingu. 11. nóvember 2021 09:30