Lygileg nákvæmni í byltingarkenndum ókeypis búnaði Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 23:16 Talgreinir Tiro er framúrskarandi, þótt fæstir viti af honum. Hvort sem maður er kennari, læknir eða blaðamaður, getur forritið komið að mjög góðum notum. Stöð 2 Máltækni hefur fleygt áfram á síðustu árum og landsmenn hafa nú ókeypis aðgang að forriti sem breytir töluðu máli í ritað á svipstundu. Þetta auðveldar líf margra til muna og er næstum því fullkomið, en alls ekki alveg. „Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls. Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
„Íslensk máltækni er komin miklu lengra en margur myndi ætla. Talgreining Tiro er þannig farin að geta skilið næstum því allt sem er sagt. Svo skilar hún textanum til manns,“ — eða „tillans“ — eins og talgreinirinn skildi orð fréttamanns er hann þuldi þau upp fyrir tölvuna. Heiðarleg mistök næstum fullkominnar tækninnar má sjá hér í myndbrotinu, sem sýnir líka frá miklum möguleikum forritsins: Tæknin er ekki fullkomin en hún er sannarlega orðin ansi nákvæm. Hvort sem maður talar beint inn í talgreininn eða hleður upp hljóðbút inn á vefinn, eins og ég hef gert hér, getur Tiro verið verulega hjálplegt. Undirritaður notar tæknina nær daglega í fréttavinnslu. Google og Apple taka tæknina í sína þjónustu „Það sem er skemmtilegt við þetta er að þetta er svo ofsalega vítt og margir möguleikar í boði. Bæði hvað varðar aðgengismál fyrir fatlaða og að sama skapi nýtist þetta náttúrulega bara líka í staðinn fyrir lyklaborðið,“ segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro. Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Tiro, Róbert Kjaran tæknistjóri og David Erik Mollberg, forritari í vöru- og hugbúnaðarþróun.Stöð 2 Tiro er fyrir kennara, lækna, tæknimenn, rithöfunda, sálfræðinga, skólabörn og svo mætti lengi halda áfram. En jafnvel mikilvægara markmið er að tæknin sem verður til er síðan afhent stórfyrirtækjum, sem sjálf nenna ekki að setja eins mikið púður í íslensku. Það er lykilatriði þegar við förum að tala við tækin. „Google, Microsoft og allir þessir aðilar geta tekið þetta upp og markmiðið er að þeir geri það innan áætlunarinnar,“ segir Eydís. Þá getur tæknin nú textað talað mál í beinni, með miklum árangri. Þess eru dæmi að íslenskir máltæknifræðingar gegni mikilvægu hlutverki í stórum alþjóðlegum verkefnum. Á degi íslenskrar tungu er saklaust að auglýsa svið málfræðinnar sem hálaunastarf. „Ef þú hefur áhuga á gervigreind og líka máltækni, þá er þetta staðurinn í dag. Og það er boðið upp á nám í HR í máltækni,“ segir Eydís. Hér má nálgast búnaðinn á vefsvæði Tiro, þar sem hann stendur öllum til boða, gjaldfrjáls.
Íslenska á tækniöld Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54 Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38 Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Sjá meira
Mun stýra hugbúnaðarþróun hjá Travelshift Sverrir Rolf Sander hefur tekið við sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá Travelshift. 5. nóvember 2021 12:54
Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. 26. apríl 2021 11:38
Hægt að tala íslensku við snjallsíma með Emblu Aðstoðar-appið Embla gerir fólki kleift að tala við snjallsíma á íslensku, spyrja og fá svör. 12. nóvember 2020 17:22