Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 22:01 Rannveig Þórisdóttir er sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. vísir/arnar Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig. Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig.
Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira