Kærustupar vann mestu afrekin á Íslandsmótinu um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 10:01 Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson með uppskeru helgarinnar á Íslandsmótinu í 25 metra laug. Instagram/@johannaelingud Það er óhætt að segja að SH-ingarnir Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Dadó Fenrir Jasminuson hafi uppskorið vel á Íslandsmótinu í sundi um helgina. Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH). Sund Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Auk allra verðlauna sína í bæði einstaklingssundum og boðsundum þá fengu þau Jóhanna og Dadó verðlaun sem stigahæsta sundfólk helgarinnar. Þau verðlaun eru veitt samkvæmt stigatöflu Alþjóðasundsambandsins FINA. Dadó Fenrir náði flestum stigum í einni grein karlamegin fyrir 100 metra skriðsund en fyrir það fékk hann 737 stig. Jóhanna Elín varð stigahæst kvennamegin með 773 stig en það fékk hún einnig fyrir 100 metra skriðsund. Það fylgir líka sögunni að þau eru kærustupar og Jóhanna Elín fagnaði árangri helgarinnar með þessari skemmtilegu færslu á Instagram síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Jo hanna Eli n Guðmundsdo ttir (@johannaelingud) „Gæti ekki verið ánægðari með hvernig þetta mót gekk. Ég tryggði mér farseðil á heimsmeistaramótið í bæði 50 og 100 metra skriðsundi. Ég vann átta gull verðlaun og bæði ég og uppáhalds manneskjan mín voru stighæsti karlinn og konan á mótinu. Fer aftur til Texas á morgun brosandi út að eyrum,“ skrifaði Jóhanna Elín. Jóhanna Elín flaug á mótið alla leið frá Texas þar sem hún stundar nám við Southern Methodist University í Dallas í Texas fylki. Skólinn var vel með á nótunum um afrek hennar heim á Íslandi eins og sjá má hér fyrir neðan. Johanna was at this weekend's Icelandic National Championsips! #PonyUp 50 free 100 free 50 fly pic.twitter.com/WwXoQ2H32h— SMU Women's SwimDive (@SMUSwimDiveW) November 14, 2021 Hún fór aftur til Texas með átta Íslandsmótsgull og farseðil á HM í Abú Dabí. Þrjú gull vann hún í einstaklingsgreinum en fimm í boðsundum. Tvö boðsundin voru blönduð sund og þar unnu þau tvö saman gull. Jóhanna Elín var sú eina á mótinu sem náði lágmörkum á heimsmeistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í miðjum desember. Alls náðu ellefu sundmenn lágmörkum á Norðurlandameistaramótið í 25 metra laug sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember. Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu þegar náð lágmörkum erlendis á þessi bæði mót en taka ekki þátt að þessu sinni. Þau sem tryggðu sig inn á Norðurlandamótið voru: Birnir Freyr Hálfdánarson (SH), Daði Björnsson (SH), Eva Margrét Falsdóttir (ÍRB), Freyja Birkisdóttir (Breiðabliki), Kristín Helga Hákonardóttir (Breiðabliki), Katja Lilja Andriysdóttir (SH), Símon Elías Statkevicius (SH), Snorri Dagur Einarsson (SH), Steingerður Hauksdóttir (SH), Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir (ÍRB) og Veigar Hrafn Sigþórsson (SH).
Sund Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira