Allt að verða klárt á nýju hóteli við Austurvöll Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2021 19:08 NASA salurinn hefur verið rifinn og endurbyggður. Stöð 2/Arnar Það er allt að verða klárt í nýrri hótelbyggingu Icelandair hótelanna við Austurvöll sem áætlanir reikna með að hefji starfsem í vor. Byggingaframkvæmdirnar voru mjög flóknar enda þurfti að sameina fimm byggingar í eina. Svona var umhorfs í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll þegar við litum þar inn fyrir rúmum þremur árum þegar framkvæmdir við hótelið voru á byrjunarstigi. Síðan þá hefur viðbygging frá því um 1970 verið rifin og ný hús byggð í staðinn og NASA salurinn sömuleiðis rifinn og endurbyggður. Klukkan er farinn að ganga á austurgafli á nýju hóteli Icelandair við Austurvöll og það styttist í að þetta stóra verkefni klárist. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson stjórnarmaður í Lindarvatni ehf. Sem ser um byggingu hótelsins segir hundrað fjörtíu og átta herbergi og ýmsa aðra þjónust fyrir gesti og gangandi verða á hótelinu. „Já þetta er flókið verkefni. Hérna voru fimm byggingar sameinaðar. Gamli Kvennaskólinn var fluttur af grunni sínum og steyptur nýr undir hann og flutt. NASA salurinn sjálfur sem við horfum á hérna er endurbyggður alveg í sinni upprunalegu mynd. Það er ekki eitt gamalt efni í honum og hann er svo færður niður um eina hæð og byggð átján hótelherbergi fyrir ofan hann,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, stjórnarmaður í Lindarvatni ehf.Stöð 2/Arnar Vel sé hins vegar hugsað fyrir hljóðvist þannig að hótelgestir verði ekkert varir við það þótt spiluð væri dúndrandi rokktónlist í salnum. Í kjallara undir mjög stóru anddyri í nýbyggingu hótelsins verður líkamsræktar- og afslöppunaraðstaða þar sem ekki ætti að væsa um neinn. Þar má meðal annars finna með stærstu heitum pottum á Íslandi. En eins og allir vita eru öll helstu vandamál heimsins leyst í heitum pottum. Í þessum potti gætu átt sér stað heldur betur fjölmennar umræður. Stöð 2/Arnar Hvað eruð þið langt komnir með þetta stóra verkefni? „Þetta verkefni er á lokametrunum. Við köllum það að vera í innansleikjunum núna. Það er bara lokafrágangur eftir. Öll hótelherbergi eru tilbúin og það eru svona ýmis stoðrými sem verið er að klára frágang í,“ segir Guðmundur Tryggvi. Hann kemur að byggingu hótelsins fyrir hönd Lindarvatns ehf. en hefur áður komið að uppbyggingu hótela hjá Icelandair Group. Hann hóf reyndar starfsævina barnungur sem sendill hjá Pósti og síma. „Já, ég var skeytasendill í þessu húsi þegar ég var tólf ára. Það er gaman að sjá hvernig þetta hefur tekist til. Það er mikil prýði af verkefninu fyrir Austurvöll,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson.. Stöð 2/Arnar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Svona var umhorfs í gamla Landsímahúsinu við Austurvöll þegar við litum þar inn fyrir rúmum þremur árum þegar framkvæmdir við hótelið voru á byrjunarstigi. Síðan þá hefur viðbygging frá því um 1970 verið rifin og ný hús byggð í staðinn og NASA salurinn sömuleiðis rifinn og endurbyggður. Klukkan er farinn að ganga á austurgafli á nýju hóteli Icelandair við Austurvöll og það styttist í að þetta stóra verkefni klárist. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson stjórnarmaður í Lindarvatni ehf. Sem ser um byggingu hótelsins segir hundrað fjörtíu og átta herbergi og ýmsa aðra þjónust fyrir gesti og gangandi verða á hótelinu. „Já þetta er flókið verkefni. Hérna voru fimm byggingar sameinaðar. Gamli Kvennaskólinn var fluttur af grunni sínum og steyptur nýr undir hann og flutt. NASA salurinn sjálfur sem við horfum á hérna er endurbyggður alveg í sinni upprunalegu mynd. Það er ekki eitt gamalt efni í honum og hann er svo færður niður um eina hæð og byggð átján hótelherbergi fyrir ofan hann,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, stjórnarmaður í Lindarvatni ehf.Stöð 2/Arnar Vel sé hins vegar hugsað fyrir hljóðvist þannig að hótelgestir verði ekkert varir við það þótt spiluð væri dúndrandi rokktónlist í salnum. Í kjallara undir mjög stóru anddyri í nýbyggingu hótelsins verður líkamsræktar- og afslöppunaraðstaða þar sem ekki ætti að væsa um neinn. Þar má meðal annars finna með stærstu heitum pottum á Íslandi. En eins og allir vita eru öll helstu vandamál heimsins leyst í heitum pottum. Í þessum potti gætu átt sér stað heldur betur fjölmennar umræður. Stöð 2/Arnar Hvað eruð þið langt komnir með þetta stóra verkefni? „Þetta verkefni er á lokametrunum. Við köllum það að vera í innansleikjunum núna. Það er bara lokafrágangur eftir. Öll hótelherbergi eru tilbúin og það eru svona ýmis stoðrými sem verið er að klára frágang í,“ segir Guðmundur Tryggvi. Hann kemur að byggingu hótelsins fyrir hönd Lindarvatns ehf. en hefur áður komið að uppbyggingu hótela hjá Icelandair Group. Hann hóf reyndar starfsævina barnungur sem sendill hjá Pósti og síma. „Já, ég var skeytasendill í þessu húsi þegar ég var tólf ára. Það er gaman að sjá hvernig þetta hefur tekist til. Það er mikil prýði af verkefninu fyrir Austurvöll,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson.. Stöð 2/Arnar
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Arkitektúr Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira