Særðist alvarlega eftir hnífstunguárás við Hagkaup Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2021 14:30 Margeir Sveinsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/ArnarHalldórs Sá sem varð fyrir hnífstunguárás á bílaplani við Hagkaup í Garðabæ í nótt særðist nokkuð alvarlega. Hann er þó ekki talinn í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Árásin var gerð í kjölfar ósættis milli hóps þriggja manna og þess fjórða. „Verður til þess að það er dreginn upp hnífur og sá sem var einn á ferð hlaut sár á kvið og bak,“ segir Margeir. Maðurinn sem var stunginn kom sér inn í verslun Hagkaupa þar sem hlúð var að honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og annar með minniháttar áverka. Sá var útskrifaður fljótt. Myndband af vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þremur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum en einum haldið eftir í varðhaldi. Margeir hafði ekki upplýsingar um það hvort sá væri enn í haldi. Málið er talið upplýst. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 25 ára. Eðli málsins samkvæmt var barnaverndarnefnd gert viðvart þar sem einn þeirra er undir lögaldri. Finnst ekki líða helgi þar sem kemur ekki upp gróf árás Margeir Sveinsson segir í samtali við Vísi að alvarlegum ofbeldisbrotum hafi fjölgað síðastliðin tvö ár miðað við árin á undan. Þá segir hann að átökin séu orðin grófari. Hins vegar hafi mál er varðar vopnalagabrot fækkað. „Tilfinningin er að það líði ekki helgi nema það sé einhver svona gróf árás, annað hvort með hníf eða alvarlegri líkamsárásir með spörkum og höggum,“ segir hann. Þá segir hann að lögreglan merki aukningu í því að fólk beri á sér barefli eða hnífa. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að líkamsárásir hefðu ekki aukist. Hið rétta er að fjölgun hefur verið á alvarlegum líkamsárásum. Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Árásin var gerð í kjölfar ósættis milli hóps þriggja manna og þess fjórða. „Verður til þess að það er dreginn upp hnífur og sá sem var einn á ferð hlaut sár á kvið og bak,“ segir Margeir. Maðurinn sem var stunginn kom sér inn í verslun Hagkaupa þar sem hlúð var að honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og annar með minniháttar áverka. Sá var útskrifaður fljótt. Myndband af vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þremur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum en einum haldið eftir í varðhaldi. Margeir hafði ekki upplýsingar um það hvort sá væri enn í haldi. Málið er talið upplýst. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 25 ára. Eðli málsins samkvæmt var barnaverndarnefnd gert viðvart þar sem einn þeirra er undir lögaldri. Finnst ekki líða helgi þar sem kemur ekki upp gróf árás Margeir Sveinsson segir í samtali við Vísi að alvarlegum ofbeldisbrotum hafi fjölgað síðastliðin tvö ár miðað við árin á undan. Þá segir hann að átökin séu orðin grófari. Hins vegar hafi mál er varðar vopnalagabrot fækkað. „Tilfinningin er að það líði ekki helgi nema það sé einhver svona gróf árás, annað hvort með hníf eða alvarlegri líkamsárásir með spörkum og höggum,“ segir hann. Þá segir hann að lögreglan merki aukningu í því að fólk beri á sér barefli eða hnífa. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að líkamsárásir hefðu ekki aukist. Hið rétta er að fjölgun hefur verið á alvarlegum líkamsárásum.
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43