Hraðpróf óþörf um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2021 10:11 Leikhúsgestir þurfa ekki að hafa áhyggjur af hraðprófi um helgina. Vísir/getty Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins staðfestir þetta og segir að undanþágan sé tímabundin. „Það er ljóst að fjölmargir gestir á viðburði í Þjóðleikhúsið, Hörpu, Borgarleikhúsið og önnur menningarhús hafa reynt að komast að í hraðprófum en ekki fengið tíma í tæka tíð og eru nú örvæntingarfullir um að komast ekki á sýningar helgarinnar. Um helgina eru uppseldar sýningar á Kardemommubæ, Vertu úlfur, Ástu og frumsýning á barnaleikritinu Lára og Ljónsi,“ segir Magnús Geir. Magnús Geir Þórðarson er Þjóðleikhússtjóri Vísir/Arnar Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti mega 500 koma saman á menningarviðburðum gegn því að sýna fram á neikvætt hraðpróf fyrir viðburðinn og viðhafa grímuskyldu. Magnús segir að uppbókað hafi verið í hraðpróf í dag og gær og tafir á niðurstöðum þannig að margir leikhúsgestir hafi haft áhyggjur af því að ná ekki að skila inn neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi í tæka tíð. Því hafi heilbrigðisráðherra tilkynnt um undanþáguna. „Eftir sem áður hvetjum við alla til þess að koma með hraðpróf ef þeir mögulega geta. Þeir sem komast ekki að þurfa þó ekki að hafa áhyggur af því að þeim verði vísað frá viðburði,“ sagði Magnús Geir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri í samtali við fréttastofu. Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins staðfestir þetta og segir að undanþágan sé tímabundin. „Það er ljóst að fjölmargir gestir á viðburði í Þjóðleikhúsið, Hörpu, Borgarleikhúsið og önnur menningarhús hafa reynt að komast að í hraðprófum en ekki fengið tíma í tæka tíð og eru nú örvæntingarfullir um að komast ekki á sýningar helgarinnar. Um helgina eru uppseldar sýningar á Kardemommubæ, Vertu úlfur, Ástu og frumsýning á barnaleikritinu Lára og Ljónsi,“ segir Magnús Geir. Magnús Geir Þórðarson er Þjóðleikhússtjóri Vísir/Arnar Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi á miðnætti mega 500 koma saman á menningarviðburðum gegn því að sýna fram á neikvætt hraðpróf fyrir viðburðinn og viðhafa grímuskyldu. Magnús segir að uppbókað hafi verið í hraðpróf í dag og gær og tafir á niðurstöðum þannig að margir leikhúsgestir hafi haft áhyggjur af því að ná ekki að skila inn neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi í tæka tíð. Því hafi heilbrigðisráðherra tilkynnt um undanþáguna. „Eftir sem áður hvetjum við alla til þess að koma með hraðpróf ef þeir mögulega geta. Þeir sem komast ekki að þurfa þó ekki að hafa áhyggur af því að þeim verði vísað frá viðburði,“ sagði Magnús Geir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Menning Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Aldrei fleiri greinst smitaðir í hraðprófum 43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi. 12. nóvember 2021 22:21
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“